Klámvæðing sjónvarpsstöðvanna

Umræðan um nektarstaðina og þann ósóma sem þeim tengist tröllríður nú þjóðfélaginu. Tiltölulega fáir landsmenn höfðu orðið varir við ósómann, þótt nokkur ár séu liðin frá opnun fyrstu staðanna.

Ríkisfjármálin og pýrómanían

Pýrómanía nefnist sjúkdómur sem brennuvargar eru haldnir og lýsir hann sér í þeirri áráttu að kveikja í, mæta á staðinn til að fylgjast með slökkvistörfum og bjóðast jafnvel til að hjálpa til við að slökkva. Þetta mynstur endurtekur sig í sífellu og sjúklingur getur virst fullkomlega heilbrigður þess á milli. Frelsaranum sýnist afbrigði af þessum sjúkdómi hrjá vinstri menn þegar kemur að ríkisfjármálum.

Lágtekjumaður kaupir hús

Frá því er greint í hinu áreiðanlega tímariti Séð og heyrt að Jón Ólafsson, plötuútgefandi, hafi keypt sér hús á Englandi fyrir mörg hundruð milljónir króna.

Völlur á Deiglunni

Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir hefur Deiglan haslað sér á völl með formlegum hætti á Netinu og hampar nú veffanginu www.deiglan.com.

Silfur Egils hverrar krónu virði

Sjónvarpsstöðin SKJÁREINN hóf göngu sína í síðustu viku og hefur Deiglan fylgst spennt með. Þótt margt megi gagnrýna og að sumu megi skopast, verður að segjast að byrjunin lofar góðu. Sérstaklega mælir Deiglan með spjallþætti Egils Helgasonar, Silfur Egils, þar sem þjóðmálin eru rædd tæpitungulaust og með frísklegu yfirbragði.

Músin sem öskraði

Íslenska landsliðið hefur nú lokið þátttöku sinni í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Árangur þess í 4. riðli er mjög glæsilegur og hefur frammistaða liðsins verið landi og þjóð til sóma. Sérstaklega er árangurinn athyglisverður í því ljósi, að riðillinn var óumdeilanlega sá sterkasti af þeim níu riðlum sem keppt var í.

Fram, fram fylking…

Samfylking vinstri manna heldur áfram að tvístrast og er Fylkingin nú fátt nema nafnið eitt. Í gær gekk einn helsti forystumaður Alþýðubandalagsins, Árni Þór Sigurðsson, úr bandalaginu á þeim forsendum að áherslur þess hefðu orðið undir í samkrullinu. Reyndar má segja að áherslur Alþýðubandalagsins í heild hafi orðið undir, bæði almennt og algjörlega, en það er önnur saga.

Grjótkast úr glerhúsi við setningu Alþingis

Ræður núverandi forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, vekja jafnan athygli fjölmiðla og ræða sú sem hann flutti við setningu Alþingis í gær er engin undantekning. Í ræðustóli þar settist hann einu sinni sem oftar í hásæti siðapostulans vammlausa og varaði við áhrifum markaðarins á störf Alþingis sem löggjafarsamkomu.

Dýrð sé þér Maó…

Í gær fögnuðu ráðamenn í Kína 50 ára afmæli alþýðulýðveldisins svonefnda. Heiti ríkisins er þó hið mesta öfugmæli því það er hvorki lýðveldi né er það fyrir alþýðuna. Á þessum fimmtíu árum hefur ógnareðli fjöldahyggjunnar birst með afar skýrum hætti í Kína og fórnarlömb hennar skipta milljónum. Mannréttindabrot eru þar eins og daglegt brauð, nema kannski enn hversdagslegri og örugglega miklu algengari. Milljónir hafa fallið fyrir hendi ráðamanna svo hugsjónin um alþýðulýðveldið yrði ekki trufluð.

Ólafur reið með björgum fram

Tilhugalíf forseta Íslands heldur áfram og gerist nú æ fjölmiðlavænna. Sagt er frá því í DV í gær að vinkona forsetans hafi komið með leynd með flugi til Íslands og yfirgefið flugvélina eftir óhefðbundinni leið til þess að komast hjá athygli.

Draugar fortíðar á kreik

Hinn svokallaði byggðakvóti sem úthlutað er þessa dagana til einstakra byggðalaga á landsbyggðinni hefur vakið upp af værum svefni drauga liðinna ára. Pólitísk úthlutun verðmæta af þessu tagi taldi Deiglan að heyrði sögunni til. Þrátt fyrir góða trú og göfugan tilgang leiðir það aldrei til góðs, að stjórnmálamenn hafi bein afskipti af málefnum einstaklinga. Slíkt býður mismunun, spillingu, sóun og óréttlæti heim.

Borið á torg

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, nýtur mikillar hylli meðal íslensku þjóðarinnar. Þetta er óumdeild staðreynd, þótt af sé sem áður var þegar Ólafur Ragnar var ekki hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hins vegar finnast enn hér á landi sérvitringar sem eru ósáttir við forsetann, bæði tilkomu hans í embætti en ekki síður hvernig hann hefur farið með það.

Strandhögg í Stoke

Sú var tíð að strandhögg norrænna víkinga á Bretlandseyjum vöktu takmarkaða hrifningu eyjaskeggja og fyrirfinnast margar miður fagrar frásagnir af voðaverkum víkinganna. Íslenskir víkingar hafa nú að mestu lagt niður vopn sín og fyrri siði en strandhöggin gerast þó enn.

Að reka mann og annan

Hið fornfræga knattspyrnufélag ÍA hefur nú rekið þjálfara meistaraflokks félagsins í þriðja sinn á þremur árum. Lið ÍA er í fjórða sæti Íslandsmótsins þegar þessi orð eru skrifuð og ein umferð er eftir af mótinu, hefur tryggt sér þátttöku í Evrópukeppni og er komið í úrslit bikarkeppninnar. Þetta þótti stjórnarmönnum félagsins óviðunandi árangur og var þjálfari félagsins látinn sæta ábyrgð vegna þess – m.ö.o var hann leystur frá störfum.

Smákóngar glíma

Aðilar vinnumarkaðarins eru nú óðum að koma sér í stellingar fyrir komandi kjarasamninga og eru stóru orðin ekki spöruð, sérstaklega af hálfu þeirra sem segjast verja hagsmuni launþega. Ekki verður um það deilt að það samningstímabil, sem nú er brátt á enda, hefur fært launþegum eina mestu kaupmáttarhækkun á síðari tímum. Margir samverkandi þættir urðu til þess að þetta tókst en mjög stór verður þáttur skynsamlegra kjarasamninga að teljast.

Other people´s money

Það vakti athygli, þótt endilega kæmi það ekki á óvart, er Morgunblaðið greindi frá því í dag í tengslum við fjárlagagerð að „sumir þingmenn [hefðu talið] of skammt gengið í átt til almenns sparnaðar hins opinbera í góðæri en flestir töldu ekki mögulegt fyrir stjórnvöld að teygja sig lengra í þeim efnum.“

Enn um FBA

FBA-ævintýrið heldur áfram og er málið nú að verða allt hið áhugaverðasta. Menn greinir á um skilning hvers annars á lögmálum markaðarins og jafnvel þeim réttarreglum sem þar gilda.

Þríleikur í Borgarleikhúsinu

Einhver afkáralegur skjálfti virðist hlaupinn í borgarstjóra R-listans. Hún hringsnýst um sjálfa sig í þremur aðgreindum málum og virðist oft ekki vita hvort hún sé að koma eða fara.

Fórn á altari frelsigyðjunnar

Sala Kaupþings og Sparisjóðanna á rúmlega fjórðungshlut í Fjárfestingabanka atvinnulífisins er mönnum nokkuð hugleikin um þessar mundir. Eignarhaldsfélag Deiglunnar var meðal þeirra sem festu kaup á hlut í FBA í upphaflegu hlutafjárútboði, þá á genginu 1,4 en gengi bréfanna nú er tvöfalt hærra. Framundan er greinilega samkeppni um 51% hlut ríkisins og má þá búast við frekari hækkun á bréfunum.

Af eðlisþáttum og hæfi manna

Í dag tóku fimm nýir ráðherrar við embætti í ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem þegar hefur setið í fjögur ár. Meira en þrír áratugir eru síðan stjórnarsamstarfi hefur verið haldið áfram að loknu kjörtímabili og dagurinn því merkilegur að því leyti. Stjórnarflokkarnir hyggjast halda áfram á sömu braut og er það í samræmi við vilja kjósenda í síðustu kosningum.