Hækja ríkisins

Nú þegar stór hluti hagkerfisins er í fangi ríkisins freistast menn til að líta á þróun síðustu vikna sem sönnun fyrir skipbroti kapítalismans. Að þar með sannist að hann geti ekki staðið óstuddur heldur reiði sig á ríkið í hamförum eins og þeim sem nú ganga yfir heimsbyggðina. Því þurfi að hverfa frá opnu markaðshagkerfi og alþjóðavæðingu.

Svikalogn krónunnar

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað hratt á síðustu dögum. Óveðurský hrannast upp og versnandi horfur hafa veikt útflutningsgreinar okkar og þar með undirstöður íslenska hagkerfisins. Við Íslendingar erum nokkuð vanir þessum sveiflum. Krónan hefur verið eins og lauf í vindi í þeim aðstæðum sem upp hafa komið hverju sinni undanfarna áratugi.