Strandhögg í Stoke

Sú var tíð að strandhögg norrænna víkinga á Bretlandseyjum vöktu takmarkaða hrifningu eyjaskeggja og fyrirfinnast margar miður fagrar frásagnir af voðaverkum víkinganna. Íslenskir víkingar hafa nú að mestu lagt niður vopn sín og fyrri siði en strandhöggin gerast þó enn.

Sú var tíð að strandhögg norrænna víkinga á Bretlandseyjum vöktu takmarkaða hrifningu eyjaskeggja og fyrirfinnast margar miður fagrar frásagnir af voðaverkum víkinganna. Íslenskir víkingar hafa nú að mestu lagt niður vopn sín og fyrri siði en strandhöggin gerast þó enn.

Íslenskir fjárfestar fylkja nú liði í því augnamiði að eignast eitt fornfrægasta knattspyrnufélag á Englandi, Stoke City. Ævintýraþrá og hagnaðarvon eru drifkraftar þessa frækna framtaks. Ævintýraþráin er Íslendingum í blóð borin en hagnaðarvonin er í þessu tilviki grundvölluð á þeirri trú manna, að með faglegum vinnubrögðum sé hægt að ná góðum árangri með lið á borð við Stoke City.

Á undanförnum árum hefur fjármagn streymt inn í ensku knattspyrnuna og umgjörð hennar lýtur að verulegu leyti markaðslögmálum. Á þessu hefur verið drepið áður í Deiglunni og var þá varað við því að kaupahéðnar hefðu e.t.v. ekki þá „trúarbragðalegu sýn“ á knattspyrnuna sem nauðsynleg væri. En einnig var á það bent að oftar en ekki færu hagsmunir fjárfesta og áhanganda saman. Báðir eiga sér sameiginlegt markmið, velgengni liðsins. Uppskera áhangenda er andleg fullnægja en uppskera fjárfesta nefnist á fagmáli arðsemi eigin fjár.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.