Lágtekjumaður kaupir hús

Frá því er greint í hinu áreiðanlega tímariti Séð og heyrt að Jón Ólafsson, plötuútgefandi, hafi keypt sér hús á Englandi fyrir mörg hundruð milljónir króna.

Frá því er greint í hinu áreiðanlega tímariti Séð og heyrt að Jón Ólafsson, plötuútgefandi, hafi keypt sér hús á Englandi fyrir mörg hundruð milljónir króna. Deiglunni finnst með ólíkindum hvað Jón er bjartsýnn, því samkvæmt álagningarskýrslum nema mánaðartekjur hans aðeins 79.000 krónum. Í þessu ljósi þykir rétt að benda á ákvæði í almennum hegningarlögum nr. 19/1941, en þar segir í 181. gr.:

Nú þykir lögreglustjóra ástæða til að ætla, að maður hafi ekki ofan af fyrir sér á löglegan hátt, og er hann þá skyldur til að skýra frá, af hverju hann hafi framfærslu sína og færa rök að. Ef hann gerir það ekki, eða hann aflar sér framfærslu með ólöglegu móti, svo sem með sölu á bannvöru, fjárhættuspili … þá skal refsa honum með fangelsi allt að 2 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við eftir öðrum lögum.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.