Aðilar vinnumarkaðarins eru nú óðum að koma sér í stellingar fyrir komandi kjarasamninga og eru stóru orðin ekki spöruð, sérstaklega af hálfu þeirra sem segjast verja hagsmuni launþega. Ekki verður um það deilt að það samningstímabil, sem nú er brátt á enda, hefur fært launþegum eina mestu kaupmáttarhækkun á síðari tímum. Margir samverkandi þættir urðu til þess að þetta tókst en mjög stór verður þáttur skynsamlegra kjarasamninga að teljast.
En nú á standa öðruvísi að málum, segja áðurnefndir hagsmunaverðir. Er helst á þeim að skilja að markmiðið sé nær eingöngu að efna til langrar og harðvítugrar vinnudeilu. Jú, vissulega má taka undir með þeim sem halda því fram að ákveðnir hópar opinbera starfsmanna hafa knúið fram meiri kauphækkanir en aðrir með óásættanlegum vinnubrögðum. En ein misgjörð réttlætir ekki aðra.
Það yrði mikil afturför ef þeim mikla árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum yrði kastað fyrir róða, einungis vegna þess að smákóngar vilja ekki „bíða lægri hlut“ í karphúsinu fyrir öðrum smákóngum.
- Páskahret á tilsettum tíma - 3. apríl 2021
- Ef engin jurt vex í þinni krús - 1. apríl 2021
- Fjallið tók loks jóðsótt - 19. mars 2021