Radíó Deiglan 2021_01 – Loftgæði

Einu mennirnir með viti heilsa nýju ári og halda upp á afmæli tveggja ritstjóra við erfið en batnandi loftgæði á 8. hæð við Austurströnd. Eftir ítarlega umfjöllun um margvíslegar lausnir í þeim efnum fara þeir stuttlega yfir helstu málefni samtímans, faraldurinn og valdaskiptin í Bandaríkjunum. Og Diego Maradona kemur við sögu.

Radío Deiglan 20_23 Stjörnufræði og speki, faraldsfræði og speki

Í síðasta þætti Radíó Deiglunnar árið 2020, og þeim 23., ræða Einu mennirnir með viti® um daginn, nóttina, veginn og vegaleysur. Fjallað er um sóttvarnalimrur sem gætu komið í stað opinberra sóttvarnaráðstafana og í framhaldinu um verndarhagsmuni sóttvarna- og umferðarlaga. Einnig er tæpt á því helsta sem fram fór á jólaglögg Deiglunnar 2020.

Radíó Deiglan 20_22-Maradona með meiru

Í 22. þætti Radíó Deiglunnar á þessu ári spjalla Einu mennirnir með viti saman um átrúnaðargoðið Diego Armando Maradona og fara yfir fjölbreytt pistlaskrif á Deiglunni síðustu tvær vikur.

Radíó Deiglan 20_21—Pistlar vikunnar

Einu mennirnir með viti fara yfir blómleg pistlaskrif á Deiglunni í liðinni viku. Þar gætti ýmissa grasa og gáfu skrif vikunnar tilefni til margvíslegra vangaveltna.

Radíó Deiglan 20_20 – Heilinn

Davíð Guðjónsson og Þórlindur Kjartansson tala saman um heilann og mikilvægi félagslegra tengsla fyrir manninn. Maður er jú manns gaman. En á tímum covid þá er fólki kennt að forðast hvert annað og jafnvel hræðast, og ungt fólk sem elst upp við þessar aðstæður gæti misst af tækifærum til að mynda ómetanleg vinabönd, eins og […]

Radíó Deiglan 20_19 – Frjáls vilji

Tengdabræðurnir Hafsteinn Gunnar Hauksson og Þórlindur Kjartansson ræddu ýmsa heima og geima, þar á meðal um meðvitund og núvitund, frjálsan vilja manna og dýra. Hljóðgæðin hafa oft verið betri, en það mun vonandi ekki draga um of úr ánægju þeirra sárafáu sem hlusta.

Radíó Deiglan 20_17 – Ungdómurinn

Í sautjánda þætti Radíó Deiglunnar á árinu reyna frændurnir Þórlindur Kjartansson og Kjartan Sveinn Guðmundsson að brúa kynslóðabilið í samtali um allt það sem hæst ber í samfélaginu um þessar mundir og um það sem gengur á í afkimum internetsins þegar foreldrarnir sjá ekki til. Þeir fara yfir félagsleg, fjárhagsleg, menningarleg, líkamleg og andleg áhrif […]

Einu mennirnir með viti – 20_16 Sögur af landi

Einu mennirnir með viti settust niður á laugardagskvöldi og spjölluðu saman um ferðasumarið á Íslandi 2020, íslenskasta sumar í heila kynslóð. Og úr því fór umræðan yfir í íslenskasta tónlistarmann þeirra allra—Bubba Morthens, sem verið hefur innblástur allra skrifa á Deigluna í þessum mánuði.

Radíó Deiglan 20_15 – Bylting einhver sagði

Í fimmtánda þætti Radíó Deiglunnar í ár ræða Þórlindur og Þórhildur saman á afmælisdegi hins fyrrnefnda og hann fær kennslustund í femínisma í afmælisgjöf. Hver er munurinn á jafnrétti og femínisma? Hversu ólík eru kynin? Eru stjórnunarhættir karla og kvenna ólíkir? Eiga karlar að vera hjálpsamir inni á heimilinu, eða mega þeir ráða einhverju sjálfir? […]

Radíó Deiglan 20_14 – Frelsið með Þórhildi

Í fjórtánda þætti ársins tala Þórlindur Kjartansson og Þórhildur Þorleifsdóttir um alls konar frelsi. Þau tala um kvenfrelsi, græðgi, pólitískan rétttrúnað, barnauppeldi, persónufrelsi og einkalíf, hagfræði, listsköpun og samt er þátturinn bara rétt rúmlega klukkutími. Og já—Þórhildur segir frá því þegar hún bar út Morgunblaðið. Þátturinn var tekinn upp 26. júní 2020. Radíó Deiglan er á Spotify. Leitið og þér munuð finna.

Radíó Deiglan 20_11 – Í kófinu

Í ellefta þætti ársins spjalla Einu mennirnir með viti saman fremur stefnulaust um ástand mála í eigin lífi, samfélaginu og heimsbyggðinni. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir sjálfhverfu eru varaðir við þessum þætti. https://media.blubrry.com/deiglan/p/content.blubrry.com/deiglan/20_12-K_fi_heimtir_alla.mp3Podcast: Play in new window | Download (Duration: 50:14 — 69.0MB)Subscribe: Google Podcasts | Spotify | Email | RSS

Radíó Deiglan 20_10 Værukærð er veirukærð

Hægri mennirnir með vinstri kjörþokkann ræða um vinsældir annars þáttastjórnandans og vinsældir þáttarins. Hlustendur eru minnstir á að sá sem er værukær eru veirukær og í lokin er fjallað um að sumarið 2020 verður að öllum líkindum líkara sumrinu 1985 heldur en 2019.

Radíó Deiglan 20_09-HFMVK – Hraunbitar

Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann fagnar því að fulltrúi þáttarins sé kominn á þing. Þessi smávægilega breyting á ráðahag annars þáttastjórnandans er þó afgreidd sem tiltölega smávægilegt aukaatriði í samanburði við mikilvægustu umfjöllunarefni þáttarins sem eru annars vega Hraunbitar og hins vegar brauðtertur.

Radíó Deiglan 20_08 – HFMVK – Þríeykið

Þórlindur Kjartansson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir spjalla saman. Fyrst ræða þau stuttlega um höfuðsyndirnar sjö í tilefni þess að sería Einu mannnanna með viti hefur verið endurútgefin. En meginefni þáttarins er umfjöllun um heitasta sjónvarpsefnið í dag, Þríeykið. Rætt er um gagnkvæma rafræna aðdáun Þorgjargar Sigríðar og Víðis Reynissonar og tekin ákvörðun um að hann verði veislustjóri í stóru brúðkaupi sem hún hefur í hyggju að halda.

Radíó Deiglan 20_07 Cambridge Analysis

Fornvinirnir og Deiglupennarnir Þórlindur Kjartansson og Davíð Guðjónsson spjalla um ástandið. Davíð er staddur í Cambridge í Bretlandi þar sem hann stundar nám í taugalífræði. Þeir ræða útgöngubannið í Bretlandi og velta fyrir sér hvort, hvernig og til hvers langst tíma heimurinn er að breytast um þessar mundir.

Radíó Deiglan – 20_06 – Lundúnir á línunni

Radíó Deiglan er send út frá Lundúnum og Vesturbæ Reykjavíkur að þessu sinni. Hafsteinn Gunnar Hauksson og Þórlindur Kjartansson ræða saman um ástandið í heiminum, hugleiða hugleiðslu og gera sér mat úr gildismati. Hljóðgæðin líða fyrir fjarlægðina og tæknihalla, en hlustendur geta vonandi hlustað framhjá því að þessu sinni. Eins og margt annað er það allt í stöðugri endurskoðun og vonandi framför.

Einu mennirnir með viti – 20_05

Eftir rúmlega eins árs fjarveru snúa Einu mennirnir með viti aftur í Radíó Deigluna. Þar sem annar þeirra útskrifaðist af náttúrufræðibraut MR þykir þeim óhætt að veita ráðleggingar í tengslum við útbreiðslu smitsjúkdóma, en meginefni þáttarins er hæfnimat út frá námskröfum 6. bekkjar í grunnskóla sem annar þáttastjórnandinn framkvæmir á hinum.

Radíó Deiglan 20_04

Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann, Þórlindur og Þorbjörg Sigríður tala um vorboðann ljúfa í vestrinu áður en persónuleiki annars þáttastjórnandans er krufin. Svo er farið yfir hina umdeildu sjónvarpsþætti Exit og er þeim sem ekki vilja kynnast framvindunni bent á að bíða með að hlusta.

Radíó Deiglan 20_03 – Framtíðin

Brynjólfur Ægir Sævarsson leit í heimsókn í Radíó Deigluna föstudagskvöldi til þess að leysa öll helstu vandamál heims, einkum þau sem snúa að framtíðinni.

Radíó Deiglan 20_02 – HFMVK-Fagmennska

Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann ræðir um atvinnumennsku, fagmennsku, verkferla, viðbragðsáætlanir, fagaðila og fleiri spennandi málefni sem fólk þyrstir í að kryfjuð séu til mergjar.