Að reka mann og annan

Hið fornfræga knattspyrnufélag ÍA hefur nú rekið þjálfara meistaraflokks félagsins í þriðja sinn á þremur árum. Lið ÍA er í fjórða sæti Íslandsmótsins þegar þessi orð eru skrifuð og ein umferð er eftir af mótinu, hefur tryggt sér þátttöku í Evrópukeppni og er komið í úrslit bikarkeppninnar. Þetta þótti stjórnarmönnum félagsins óviðunandi árangur og var þjálfari félagsins látinn sæta ábyrgð vegna þess – m.ö.o var hann leystur frá störfum.

Hið fornfræga knattspyrnufélag ÍA hefur nú rekið þjálfara meistaraflokks félagsins í þriðja sinn á þremur árum. Lið ÍA er í fjórða sæti Íslandsmótsins þegar þessi orð eru skrifuð og ein umferð er eftir af mótinu, hefur tryggt sér þátttöku í Evrópukeppni og er komið í úrslit bikarkeppninnar. Þetta þótti stjórnarmönnum félagsins óviðunandi árangur og var þjálfari félagsins látinn sæta ábyrgð vegna þess – m.ö.o var hann leystur frá störfum.

Við þessu er í raun ekkert að segja en spurningar vakna hins vegar um stöðu stjórnarmanna hjá íþróttafélögum, þjálfarinn er varla einn ábyrgur fyrir gengi liðsins. Erlendis tíðkast mjög að gagnrýni stuðningsmanna knattspyrnufélaga beinist ekki síður að stjórnarmönnum og eigendum, enda hafa þeir ákvörðunarvald í mjög mikilvægum málum, eins og t.a.m. varðandi leikmannakaup.

Það virðist vera lenska hér á landi að skella skuldinni ætíð á þjálfarann og eru í raun allir sekir um það, stjórnarmenn, stuðningsmenn og ekki síst fjölmiðlar. Fréttaflutningur Morgunblaðsins af brottvikningu Loga Ólafssonar frá ÍA vekur þó vonir um að þetta sé að breytast, enda reyndi blaðið að varpa ljósi á hugsanlegan þátt stjórnarinnar í ógöngum liðsins.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.