Efnahagslegir hvatar í umhverfismálum

Þar sem flókið er að skilgreina eignarétt á andrúmsloftinu er erfitt að samræma skammtímahagsmuni einstaklingsins við hlýnun jarðar. Þó að afleiðingarnar geti verið hörmulegar, virka hvatarnir þannig að mikil hætta er á því að skeytingaleysi gagnvart umhverfismálum getur leitt til þess að ekki verði gripið tímanlega í taumana.