Uppgjörið sem bíður enn…

Fyrir mörg okkar er siðfræðileg og hugmyndafræðileg hnignun Repúblikanaflokksins skuggaleg áminning um það hvernig flokkar geta snúist gegn grunngildum sínum og siglt sofandi að feigðarósi í stað þess að ráðast á sín innanmein, þróa hugmyndafræði sína í takt við breyttan tíðaranda og um leið byggja á málefnalegum grunngildum sem ekki eigi að hvika frá.

Einokun ríkisins á verslun með áfengi er auðvitað algjör tímaskekkja

Hversu lengi ætla íslenskir ráðamenn að hafna nútímanum hvað þetta varðar? Ég ætla rétt að vona að staðan verði önnur árið 2031 því annars mun ég neyðast til að skrifa enn annan pistil.

Vinnum upp mannfagnaði

Maðurinn er félagsvera sem þarfnast samveru við annað fólk. Samkomutakmarkanir og fjarlægðarmörk vegna heimsfaraldursins hafa haft í för með sér aukna einangrun fólks. Við höfum farið á mis við verðmætar samverustundir með fjölskyldu og ástvinum, sérstaklega þeim sem eldri eru. Á Íslandi höfum við þó verið lánsöm hvað þetta varðar þar sem áhrif á daglegt […]

Vantar betri hjólastíga út úr borginni

Á nokkrum árum hefur hlutfall hjólreiða í Reykjavík aukist úr 2% í 7%. Helsta ástæðan eru innviðir. Lengi vel var einn hjólastígsbútur í borginni, á efri hluta Laugarvegar. Nú má hins vegar hjóla á góðum sérmerktum hjólastígum frá Ægisíðu og upp í Elliðarárdal og frá Hlemmi upp Elliðarárvoga. Þessir innviðir munu bara batna á næstu […]

Lyktin af grasinu

Fyrir mann með gróðurofnæmi er fátt sem minnir heiftarlegar á sumarkomuna en ilmurinn af nýslegnu grasi. Lyktin vekur þó ekki bara upp ofnæmisviðbrögð heldur líka ljúfa minningar. Hún minnir á það sem tilheyrði sumrinu á æskuárunum—fótboltavöllurinn. Hreyfing og útivera tilheyra sumrinu. Nú standa vonir til þess að takmarkanir á fjölda þeirra sem hittast mega, til […]

Mál að linni

Einmuatíð hefur verið á landinu síðustu vikur. Þurrt og bjart veður gleður margs nú þegar dagarnir lengjast óðfluga og sigur á faraldrinum virðist innan seilingar. En þurrviðrið er ekki gallalaust.

Að friðlýsa hálfan bæ

Sumir sjá ofsjónum yfir háu fasteignaverði í Garðabæ en það skýrist ekki síst af því að fólk vill einmitt búa í grennd við óspillta náttúruna. Það er því manneskjunni ekki aðeins heilsusamlegt að búa við slík gæði heldur er það hagkvæmt og góður „bissness” að vernda náttúruna og friðlýsa stóran hluta sveitarfélaga, þar sem pólitískur vilji og aðstæður eru til þess.

Allir vinna hjá einhverjum

Hægt og hljótt hefur það gerst að meirihluti kjósenda á Íslandi er annað hvort beinlínis á launaskrá hjá hinu opinbera eða er að meira eða minna leyti efnahagslega háður hinu opinbera. Þetta er það sem á ensku er kallað “gamechanger”.

Auðveldum gjaldtöku við ferðamannastaði

Óhætt er að fullyrða að t.d. Langjökull væri langflestum Íslendingum ófær ef áræðnir einstaklingar hefðu ekki haft hugmyndaflug í að grafa göng í jökul eða gert sér von um að skapa úr því verðmæti.

Óhreinu börnin hennar Evu

Virðing og trú á fólki kemur alla jafna ekki fram í því að það sé tekið úr augsýn.

Fram fyrir skjöldu

Samtakamáttur er ekki bara til góðs, eins og því miður hefur komið í ljós á síðustu vikum. Óttinn er frumhvöt og hann kallar fram hið frumstæða í manninum. Ótti og samtakamáttur er öflug en hættuleg blanda.

Neysla eða þátttaka

Það að fara á leikinn og horfa á leikinn eru tvennt mjög ólíkt—annað er þátttaka og hitt er neysla. Kannski munu lok heimsfaraldursins, og mótþróinn gegn fjármálavæðingu fótboltans, leiða til þess að þess að stærstu íþróttalið heims missi aðdráttarafl sitt, en að aðdáendur sæki frekar í hrárri, nánari og ástríðufyllri keppni.

Rauðir fánar

Fyrsti maí er alvöru dagur. Ólíkt öðrum fánadögum þá er einhvern rangt að vera í hátíðarskapi á fyrsta maí. Menn þurfa að vera hæfilega reiðir, sárir helst.

Eldgos, gjörðu svo vel!

Það fer hver að verða síðastur að sjá eldgosið í myrkri. Sól hækkar á lofti og daginn fer að lengja. Búast má við mjög fínu veðri á gosstöðvunum um helgina og því kjörið að skella sér í göngutúr, í góðum skóm með nesti og spariskapið.

Er hagfræði vísindi?

Eitt sem ég held að eigi stóran þátt í því að fólki hrís hugur við því að líta á hagfræði sem vísindi er að hagfræði er oft notuð í pólitískum tilgangi. Margar niðurstöður í hagfræði hafa pólitískar afleiðingar.

Farsæld barna

Takist félags- og barnamálaráðherra og svo sveitarfélögunum í framhaldi að hrinda þessum metnaðarfullu áætlunum í framkvæmd rætist vonandi sú draumsýn sem við öll höfum um að börnin okkar fái alltaf þá þjónustu og þann stuðning sem þau þurfa, þegar þau þurfa hann.

… þar til flugvélin hefur numið staðar og slökkt hefur verið á sætisbeltaljósum

Hálft annað ár mun það taka okkur að komast í gegnum faraldurinn. Flest hefur tekist vel hér á landi. Ekki allt. Stærsti sigurinn hefur unnist í beinni baráttu við útbreiðslu veirunnar. Hann er sýnilegur. Ósigrarnir eru flestir lítt eða ósýnilegir.

Þegar mennskan hverfur

Um líkama minn fór hrollur þegar ég horfði á kvöldfréttir í síðustu viku. Dönsk stjórnvöld hafa tekið fordæmalausa ákvörðun um að senda tæplega 200 Sýrlendinga, sem eru í landinu á tímabundnu dvalarleyfi, aftur til Sýrlands. Ástæðan þeirra er að nú sé ástandið þar orðið mikið betra og því kominn tími til að þau snúi aftur […]

Keppnisíþróttir og íþróttasýningar

Í mínum huga var mun minna sem aðskildi Hlyn Stefánsson og Diego Maradona heldur en aðskildi sjálfan mig og Hlyn Stefánsson. Ég gat auðveldlega séð Hlyn Stefánsson fyrir mér spila með Napólí en áttaði mig fljótlega á því að möguleikar mínir á því að spila meistaraflokksleik með ÍBV væru mjög takmarkaðir.

Að græða á umhverfinu

Nú þegar kreppir að eru mikil sóknartækifæri í umhverfismálum fyrir Íslendinga. Stjórnvöld hafa vaknað til lífsins og horfa í auknum mæli til verðmætasköpunar á grundvelli nýsköpunar.