Gleðilegt ár!

Deiglan óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina undanfarin ár.

Sannlega mega þeir súpa hel

Þegar ráðamenn ríkisstjórna og peningastofnanna á Vesturlöndum ákváðu að veita rússneskum stjórnvöldum tugmilljarða dala lán, var það réttlætt með þeim rökum, að tryggja þyrfti stöðugleika í rússneskum stjórnmálum.

Landbúnaður á villigötum

Það er líklega ekki ofsögum sagt að íslenskur landbúnaður sé á villigötum. Einhver bölvun virðist hvíla yfir þessari atvinnugrein, sem mátt hefur þola í senn harðneskju náttúraflanna og heimsku stjórnmálamanna. Deiglan leiddi hugann að nokkrum atriðum líðandi stundar sem varpa ljóstýru á fullyrðingu fyrsta málsliðar.

Borið í bakkafullan lækinn

Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að minnast á virkjunarmálin ægilegu hér í Deiglunni. En áhugaverð hlið málsins var dregin fram af Davíð Oddssyni í Silfri Egils í gær. Kom það fram í máli Davíðs að lón hefði verið á Eyjabökkum til forna af náttúrunnar völdum.

Háttvísi í fréttaflutningi

Eins og alþjóð er nú kunnugt, var framið voðaverk í Reykjavík sl. föstudagskvöld þegar háaldraðri konu var ráðinn bani. Því miður eru morð framin á Íslandi annað veifið og eru slíkir atburðir að sjálfsögðu fréttnæmir.

Jólabókin í ár

Ein af jólabókunum í ár er tvímælalaust bókin Lagasafn 1999, sem er framhald metsölubókarinnar Lagasafn 1995. Bók þessi fer þykknandi með árunum og bendir það óneitanlega til sífellt ríkari tilhneigingar löggjafans til íhlutunar í daglegt líf þegnanna. Nokkur umræða hefur orðið á síðustu misserum um þessa miklu lagasmíð og réttilega bent á að hún er að mestu í höndum embættismanna og fagaðila, sem heyra í flestum tilvikum undir framkvæmdavaldið.

Samsæriskenningar Moskvubúans

Deiglan er ákaflega hrifin af samsæriskenningum hvers konar og dáist að þeim, sem færir eru í framsetningu slíkra kenninga. Stóratburðir verða iðulega kveikja að samsæriskenningum og ein þekktasta samsæriskenning síðari tíma snýst án efa um morðið á John F. Kennedy. Atburðir líðandi stundar kom hugarflugi samsæriskenningasmiða einnig á flug.

Nafnið eitt og innantómt

Deiglan leitar sífellt upplýsingar og þáttur í þeirri viðleitni er að horfa á sjónvarp. Í gærkvöldi var á dagskrá á SKJÁEINUM þátturinn Pétur og Páll, þar sem fjallað var ítarlega um félag ungra femínista á Íslandi, Bríeti.

Spilakassar og líflátshótanir

Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri-grænna og formanni BSRB, hefur að sögn verið hótað lífláti vegna þingmáls sem hann hefur flutt ásamt öðrum um bann við spilakössum. Hótun um líflát er ekkert gamanmál og í tilviki Ögmundar ber að taka slíkt sérstaklega alvarlega. En þótt Deiglan sé á þeirri skoðun að flutningur frumvarpsins sé ekki dauðasök, er engu að síður ýmislegt við þessar tillögur að athuga.

Samhengi hlutanna

Tvær fréttir vöktu athygli Deiglunnar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Annars vegar fréttir af gífurlegri kostnaðaraukningu í heilbrigðiskerfinu vegna launahækkana ákveðinna starfstétta í þeim geira, og hins vegar mótmæli opinberra starfsmanna við frumvarpi til laga frá fjármálaráðherra, sem m.a. miðar að því að stemma stigu við hópuppsögnum og öðrum aðferðum opinberum starfsmanna, sem beitt hefur verið í kjarabaráttu á síðustu árum.

Leikrit í Laugardalnum

Þjálfaramál íslenska landsliðsins í knattspyrnu taka sífellt óvæntari stefnu. Í Morgunblaðinu í morgun gefur Eggert Magnússon, formaður KSÍ, í skyn að Atli Eðvaldsson komi ekki síður til greina í starf landsliðsþjálfara en Guðjón Þórðarson. Deiglan hefur áður fjallað um frábæran árangur landsliðsins undir stjórn Guðjóns og ljóst er að algjör kúvending hefur orðið eftir að hann tók við starfi landsliðsþjálfara síðla sumars 1997.

Svara ber kalli tímans

Í gær reið borgarstjóri niður Laugarveg í hestvagni til að marka upphaf jólaverslunar í miðbænum. Af því tilefni voru einnig tendruð jólaljós og jólasveinar skemmtu börnum.

Ráðherraraunir á raunir ofan

Vandræðum Framsóknarmanna virðast engin takmörk sett. Enn eitt innabúðarklúðrið er nú í uppsiglingu með ráðherraembætti Páls Péturssonar, sem Valgerður Sverrisdóttir telur sig eiga tilkall til. Grundvöllur þessa tilkalls Valgerðar er samningur eða samkomulag sem forystumenn flokksins eiga að hafa gert við stjórnarmyndum sl. vor.

Af skandinavískum þankagangi

Frá því var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að norski athafnamaðurinn Kjell Inge Røkke væri að sölsa undir sig stórfyrirtækið RGI þar í landi. Aðferð Røkkes við yfirtökuna er um leið útsmogin og fífldjörf, en þó ekki eins frumleg og ætla mætti við fyrstu sýn.

Útsmogin aðferðarfræði I

Það er þekkt aðferð útsmoginna stjórnmálamanna að eigna sér heiðurinn af málum sem verið að koma í höfn. Röskva, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Háskóla Íslands, leikur nú þennan leik í tengslum við kjör námsmanna hjá LÍN. Röskvuliðar hafa síðustu daga eytt miklu púðri í að krefjast nýrrar könnunar á grunnframfærslu stúdenta og óhikað haldið því fram að stjórnvöld vilji ekki gera slíka könnun.

Sálumessa syndarans

Fyrir tveimur árum kom út bók eftir lækni nokkurn. Bókin hét Sálumessa syndara og olli hún nokkru fjaðrafoki.

Enn eitt gróðabrallið hjá misheppnaða athafnamanninum

Síðastliðinn sunnudag skemmti Deiglan sér að vanda yfir þætti Egils Helgasonar á Skjá einum, Silfri Egils. Þar voru mættir þeir Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Í hverju felst ágóðavonin?

Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum er töluverður áhugi hér á landi á hlutabréfum í enska knattspyrnufélaginu Stoke City. Hlutur í Stoke Holding, eignarhaldsfélagi íslensku fjárfestanna, verður væntanlega boðinn til sölu hér á landi innan skamms. Deiglan veltir því fyrir sér hvort um vænlegan fjárfestingarkost sé að ræða, m.ö.o. í hverju ágóðavonin felist.

Gert út frá Brüssel?

Löngu tímabært er að umræða um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefjist fyrir alvöru hér á landi. Fyrr en seinna þarf þjóðin að taka afstöðu til þess, hvort hún vilji ganga í ESB eða ekki og því er nauðsynlegt að upplýst umræða um kosti aðildar og galla hefjist sem fyrst. En á meðan lögformlegt umhverfismat og virkjanir eiga hug ráðamanna og almennings allan er ekki von á því að rými sé fyrir alvarlega umræðu um Evrópumálin.

Hver er heimildarmaður Deiglunnar?

Málefni íslenska landsliðsins í knattspyrnu og aðdragandi starfsloka Guðjóns Þórðarsonar komust í brennidepil um helgina. Víkverji Morgunblaðsins sunnudaginn 7. nóvember vakti þá athygli á skrifum Deiglunnar um þetta mál.