Völlur á Deiglunni

Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir hefur Deiglan haslað sér á völl með formlegum hætti á Netinu og hampar nú veffanginu www.deiglan.com.

Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir hefur Deiglan haslað sér á völl með formlegum hætti á Netinu og hampar nú veffanginu www.deiglan.com. Er það von útgefanda að þessi breyting auðveldi lesendum aðgang að ritinu. Þá má búast við aukinni útgáfutíðni og hugsanlega munu gestapennar setja mark sitt á Deigluna. Fyrst um sinn verða „áskrifendur“ látnir vita um nýtt tölublað með tölvupósti, eins og verið hefur, en líklega verður látið af því þegar Deiglan fer að koma út daglega.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.