165 lögverndaðar starfsgreinar

Þar sem búast má við því að einstakar starfsréttir taki því illa að missa sína lögverndun, þá væri á það reynandi að endurskoða allar lögverndanir í einu lagi og taka umræðuna heildstætt út af hagsmunum almennings og samfélagsins í heild en ekki út frá sérhagsmunum einstakra starfsstétta.

Heimurinn sem börnin okkar munu erfa

Heilbrigt lýðræði þarf nauðsynlega á því að halda að mismunandi fylkingar líti ekki hvor á aðra sem hættulega óvini ríkisins.

Fjarað undan skólalokunum

Sé þess kostur er mikilvægt að reyna að halda skólum gangandi. Bæði vegna barnanna og líka til að nauðsynlegir póstar samfélagsins, þeir póstar þar sem starfsfólk þarf að mæta geti virkað.

Krafan um loftgæði er hvorki húmbúkk né einkaflipp

Loftgæði eru auðvitað lífsgæði og skortur á loftgæðum – ef svo má að orði komast í nafnorðasýkinni – er heilsuspillandi. Tölur virðast benda til þess að loftgæðum hafi hrakað í Reykjavík á síðustu árum. Aukning í bílafjölda virðist hins vegar ekki nema að litlu leyti skýra aukna svifryksmengun.

Ferðaþjónustu fórnað í von um gott leikhúsár, sem kom svo ekki

Það er ekkert sanngjarnt við þetta ástand. Ekki nokkuð. Það er ekki sanngjarnt að tónlistamaðurinn geti ekki haldið tónleika, það er ekki sanngjarnt að leiðsögumaðurinn geti ekki farið með um bæinn og það er ekki sanngjarnt að veitingamaðurinn geti ekki eldað mat.

Af veirum og vöðvabólgum

Klukkan var rétt rúmlega tvö og ég í miðju verkefni þegar að síminn hringdi. Tónlistin í heyratólunum mínum þangaði og gervileg kvenmannsrödd með bandarískum hreim reyndi sitt besta að segja Klatratræet sem er alveg einstaklega danskt orð

Tækifærin í lægðinni

Nú þegar fækkun ferðamanna hefur sett mark sitt á Reykjavíkurborg er tilvalið að endurhugsa miðborgina með þarfir íbúa í huga. Svæðið þarf að þróa sem áfangastað bæði íbúa og ferðamanna – svæði sem þjónar þörfum ferðaþjónustu og borgarbúa – aðdráttarafl sem auðgar líf bæði innlendra sem erlendra gesta. Tækifærið er núna.

Græðum þetta land

Við Íslendingar horfumst í augu við það að geta kannski ekki uppfyllt skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsáttmálanum með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og afleiðingum fyrir náttúruna. En við eigum í handraðanum ónýttan bjargráð. Stóraukna landgræðslu með þátttöku viljugs almennings og undraplöntu sem þráir ekkert annað en að græða upp landið okkar með ofurhraða.

Er þetta ekki bara fínt ?

Ég á ennþá nokkur spil upp í erminni; flokka legóið og einstæðu sokkana en ég er að spara það til aðventunar. Því framundan er jólahátíð sem verður líklega með óhefðbundnu sniði.

Úr sér gengnar framfarir

Að horfa upp á hið furðuflókna fyrirkomulag sem er við lýði í Bandaríkjunum í tengslum við kosningar virðist einkennilegt. Kannski er kerfið of flókið af því það átti að vera hagkvæmt, en kannski er það úr sér gengið af því það átti að vera svo nútímalegt.

Frá bergmálshellunum er þetta helst

Ég geri mér það jafnan upp að ég sé svolítið farinn að eldast (ég er nýorðinn 22 ára). Ég fer í göngutúra á kvöldin og fer fyrr og fyrr að sofa á kvöldin – helst bara beint eftir tíufréttir. Ég er þó ekki meira trúr þessum leikaraskap mínum en það, að ég eyði heilu vinnudögunum á samfélagsmiðlum á degi hverjum.

Þúsund ákvarðanir

Þetta er eins og ef tunglið myndi lenda í áttunda húsi vatnsberans — á sama tíma og mannkynið lendir á því í fyrsta skiptið í 38 ár. En þetta er núna verkefnið þitt. Þú kemst upp á lagið með þetta.

Hvar er pabbinn?

Alveg eins og íslenskir karlmenn virðast þurfa lagasetningu til að annast börn sín eftir fæðingu, til jafns á við mæður, velti ég því fyrir mér hvort aðra slíka þurfi til þess að opna augu fólks fyrir því að ekki aðeins konur og karlar eignast saman börn.

Nú er komið að Alþingi

Í upphafi faraldursins var íslenskum stjórnvöldum hrósað fyrir að halda sig til hlés og leyfa embættismönnum á sviði sóttvarna að upplýsa um gang mál og leggja línurnar um það hvernig bregðast skyldi við faraldrinum.

Hvaða áhrif hafa stjórnarskipti í Bandaríkjunum á íslenska hagsmuni?

Þótt alls ekki, og síður en svo, standi til á þessum vettvangi að gera lítið úr þeim persónulega sigri sem fjölmargir Íslendingar upplifðu – og sáu ástæðu til að deila með öðrum – þegar fréttir bárust um að þau Joe Biden og Kamala Harris myndu bera sigurorð af þeim Donald Trump og Mike Pence í atkvæðagreiðslu kjörmanna, þá kann að vera óvitlaust að velta fyrir sér raunverulegum áhrifum þess á íslenska hagsmuni.

Staðreyndaóreiða

Ég var stödd í samfélagsmiðlakór vel samsettra radda sem sungu allar sama lagið. Í gegnum árin hafði mér fyrir tilviljun tekist að safna saman hópi sammála fólks. Var ég sammála þeim eða gegnsýrð af einhliða upplýsingaflæði?

Friðsamleg og skipuleg valdaskipti

Enginn er stærri en liðið, er sagt í íþróttum—og enginn er stærri en embættið mætti einhver hvísla að Bandaríkjaforseta. Hvort hann myndi taka undir það er svo önnur saga.

Ríkið setji Landsbankann á markað

Þegar er ljóst að ríkissjóður Íslands verður rekinn með stjarnfræðilegum halla á næstu 5 árum. Þessi reikningur verður sendur á komandi skattgreiðendur og jafnvel komandi kynslóðir. Um 330 milljarðar króna eru bundnir í ríkisbönkunum tveimur og því hljótum við að velta því fyrir okkur hvort ekki væri hægt að verja þessum gríðarlegum fjármunum til betri hluta þegar við stöndum andspænis miklum efnahagsþrengingum.

Afl atkvæðisins

Það er öfugsnúin þróun að kosningarétturinn hafi um aldir verið þægindi hinna fáu sem þeir nýttu eins og hver önnur forréttindi en þægindi samtímans séu þau að mæta ekki á kjörstað og láta öðrum það eftir að taka afstöðu fyrir sig. Við slíkar aðstæður gerist það sem er hættulegast af öllu að kjörnir eru fulltrúar sem bera hvorki virðingu fyrir né hafa skilning á lýðræðinu. Þetta gerðist í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og afleiðingarnar hafa afhjúpast sem aldrei fyrr síðustu daga.

Klofin Bandaríki

Þetta er birtingarmynd af þróun undanfarinna tveggja áratuga þar sem millistéttin í Bandaríkjunum hefur dregist saman en fjölgað í hópi þeirra sem eiga mjög mikið annars vegar og ekkert hins vegar.