Nú væri gott að hafa sæstreng

Fyrir nokkrum mánuðum var þjóðfélagsumræðan gegnsýrð af deilum um orkupakka 3 sem var þó á endanum samþykktur. Þó ekki sé langt síðan að umræðan náði hámarki er samt ástæða til að rifja upp að hræðsla andstæðinga pakkans við samþykkt hans gekk að miklu leyti út á að ef hann yrði hluti af íslenskri löggjöf væri okkur gert að tengjast orkukerfi Evrópu um sæstreng. Að við myndum missa forræði yfir orkuauðlindunum, Íslendingar myndu einhvern veginn glata sjálfsákvörðunarréttinum um lagningu hans og í kjölfarið myndi unga fólkið flykkjast burt frá tækifærasnauðu landi.

Verðum við neydd til að tengjast raforkumarkaði Evrópu?

Forsvarsmenn Orkunnar okkar hafa gert mikið úr því að með innleiðingu orkupakka EES-samningsins muni ríkinu verða skylt að ,,[..] ryðja úr vegi hindrunum fyrir millilandatengingu“ og ,,afnema takmarkanir í viðskiptum með rafmagn milli aðildarríkjanna“  og að þetta feli í sér einhvers konar skyldu íslenska ríkisins að heimila lagningu sæstrengs. Auðvitað er þetta ekki raunin. Með […]

Víglínan um EES-samninginn

Umræðan um 3. orkupakkann hefur opinberað nýjar línur í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Fyrrverandi mótherjar úr stjórnmálunum hafa fundið sameiginlegt baráttumál þvert á gamlan hugmyndafræðilegan ágreining. Í þessu máli virðist sem landsmenn skipi sér í tvo hópa alþjóðlegs frjálslyndis annars vegar og þjóðernisíhalds hins vegar. Það kemur ekki á óvart að klassískir vinstri menn séu á móti […]