Dýrð sé þér Maó…

Í gær fögnuðu ráðamenn í Kína 50 ára afmæli alþýðulýðveldisins svonefnda. Heiti ríkisins er þó hið mesta öfugmæli því það er hvorki lýðveldi né er það fyrir alþýðuna. Á þessum fimmtíu árum hefur ógnareðli fjöldahyggjunnar birst með afar skýrum hætti í Kína og fórnarlömb hennar skipta milljónum. Mannréttindabrot eru þar eins og daglegt brauð, nema kannski enn hversdagslegri og örugglega miklu algengari. Milljónir hafa fallið fyrir hendi ráðamanna svo hugsjónin um alþýðulýðveldið yrði ekki trufluð.

Í gær fögnuðu ráðamenn í Kína 50 ára afmæli alþýðulýðveldisins svonefnda. Heiti ríkisins er þó hið mesta öfugmæli því það er hvorki lýðveldi né er það fyrir alþýðuna. Á þessum fimmtíu árum hefur ógnareðli fjöldahyggjunnar birst með afar skýrum hætti í Kína og fórnarlömb hennar skipta milljónum. Mannréttindabrot eru þar eins og daglegt brauð, nema kannski enn hversdagslegri og örugglega miklu algengari. Milljónir hafa fallið fyrir hendi ráðamanna svo hugsjónin um alþýðulýðveldið yrði ekki trufluð.

Í þessu ljósi var með ólíkindum að heyra lofgjörð nauðungarútvarpsins RÚV í fréttatíma þess í hádeginu í gær. Þar var það gefið í skyn að stjórnarhættir sósíalista í Kína hefðu lagt grunn að velferð almennings þar í landi, tekist hefði að brauðfæða fólkið og veita því húsaskjól. Hvorugt er reyndar rétt, milljónir létu lífið í hungursneyð á tímum Maós og húsaskjól er meira í líkingu við aðbúnað loðdýra í Skagafirði. En það sem meira er, þá hefur ótölulegur fjöldi af saklausum Kínverjum goldið það með lífi sínu, að bera brigður á ágæti sósíalismans.

Það er afar kyndugt að fjölmiðlar skuli keppast við að ata NATO auri á 50 ára afmæli þess, vegna tilrauna af hálfu bandalagsins til að koma í veg fyrir að þjóðernissinnaðir sósíalistar í Belgrad þurrkuðu út heilan þjóðflokk, en varpi síðan dýrðarljóma á hálfraraldarafmæli einnar mestu ógnarstjórnar sögunnar.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.