Ræður núverandi forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, vekja jafnan athygli fjölmiðla og ræða sú sem hann flutti við setningu Alþingis í gær er engin undantekning. Í ræðustóli þar settist hann einu sinni sem oftar í hásæti siðapostulans vammlausa og varaði við áhrifum markaðarins á störf Alþingis sem löggjafarsamkomu.
Þessi orð siðapostulans eru hins vegar grjótkast úr glerhúsi – eða grjóthríð úr glerbúri, eins og ágætur maður orðaði það – því í forsetatíð sinni hefur Ólafi Ragnari Grímssyni tekist, viljandi eða óviljandi, að gera þetta virðingarmesta embætti þjóðarinnar að ódýrri söluvöru götublaða – til hagsbóta fyrir markaðsöflin illu, að sjálfsögðu.
- Lýðræðið hrindir atlögunni - 9. janúar 2021
- Fögnuður tímans - 1. janúar 2021
- Einkaframtakið færði okkur bóluefnið - 29. desember 2020