Borið á torg

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, nýtur mikillar hylli meðal íslensku þjóðarinnar. Þetta er óumdeild staðreynd, þótt af sé sem áður var þegar Ólafur Ragnar var ekki hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hins vegar finnast enn hér á landi sérvitringar sem eru ósáttir við forsetann, bæði tilkomu hans í embætti en ekki síður hvernig hann hefur farið með það.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, nýtur mikillar hylli meðal íslensku þjóðarinnar. Þetta er óumdeild staðreynd, þótt af sé sem áður var þegar Ólafur Ragnar var ekki hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hins vegar finnast enn hér á landi sérvitringar sem eru ósáttir við forsetann, bæði tilkomu hans í embætti en ekki síður hvernig hann hefur farið með það.

Þessir sérvitringar munu vera á þeirri skoðun, að yfir embætti forseta Íslands eigi að hvíla helgi virðingar og hann eigi að vera sameiningartákn lýðveldisþjóðar en ekki konungborið tildurmenni, eins og víða tíðkast. Í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld birtist viðtal við forsetann, þar sem hann var staddur í Fjarðarbyggð, og má lesa það í heild sinni með því að smella hér.

Þær tilfinningar sem forsetinn lýsir í ofangreindu viðtali eru fullkomlega eðlilegar hverri manneskju. Forsetinn á samúð þjóðarinnar allrar varðandi sína persónulegu erfiðleika. En erfiðleikarnir eru einmitt persónulegir og hver og einn verður að gera það upp við sig, hvort sæmandi sé að bera nánustu tilfinningamál sín á torg frammi fyrir alþjóð.

Deiglunni er nokkuð sama um einkalíf núverandi forseta og út af fyrir sig má telja sjálfsagt að hann skýri þjóðinni frá sínum högum með almennum hætti, sérstaklega þegar slúðurblöð hafa kynt undir sögusögnum um einkalíf hans. Aðferðin er hins vegar allrar gagnrýni verð og að mati Deiglunnar lítt hæfandi embætti forseta Íslands, eins og eðli þess hefur verið frá lýðveldisstofnun.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.