Lýðræðið stendur sterkt

Ef við lesum meira úr atburðunum síðasta miðvikudag en tilefni er til gefum við vanstilltum hópi fólks eða leiðtoga þeirra, sem ber enga virðingu fyrir undirstöðum vestrænna lýðræðisríkja, allt of mikið vægi sem þau eða aðrir geta nýtt sér þegar fram líða stundir.