Fram, fram fylking…

Samfylking vinstri manna heldur áfram að tvístrast og er Fylkingin nú fátt nema nafnið eitt. Í gær gekk einn helsti forystumaður Alþýðubandalagsins, Árni Þór Sigurðsson, úr bandalaginu á þeim forsendum að áherslur þess hefðu orðið undir í samkrullinu. Reyndar má segja að áherslur Alþýðubandalagsins í heild hafi orðið undir, bæði almennt og algjörlega, en það er önnur saga.

Samfylking vinstri manna heldur áfram að tvístrast og er Fylkingin nú fátt nema nafnið eitt. Í gær gekk einn helsti forystumaður Alþýðubandalagsins, Árni Þór Sigurðsson, úr bandalaginu á þeim forsendum að áherslur þess hefðu orðið undir í samkrullinu. Reyndar má segja að áherslur Alþýðubandalagsins í heild hafi orðið undir, bæði almennt og algjörlega, en það er önnur saga.

Nú er að sjá hvort Árni Þór gengur til liðs við Vinstrigræna eða hvort enn eitt flokksbrotið verður til. Deiglunni er reyndar alveg sama en þetta brölt hefur vissulega nokkuð skemmtanagildi. Margrét Frímannsdóttir er hins vegar hætt að brosa, eins og hún gerði þegar Steingrímur & co yfirgáfu Alþýðubandalagið fyrir kosningar. Þá virtist hýrna meir og meir yfir Margréti eftir því sem fleiri flokksmenn hennar sáu ástæðu til að ganga á dyr.

Af helstu forystumönum Samfylkingarinnar sem minna ber á í fjölmiðlum en áður, saknar Deiglan einn minnst Sighvats Björgvinssonar. Hann hefur látið fara lítið fyrir sér eftir að jafnaðarmannaflokkar víða um Evrópu fóru að missa niður um sig buxurnar í kosningum, en eins og margir muna taldi Sighvatur sig eiga drjúgan hlut í kosningasigri jafnaðarmanna í Þýskalandi fyrir nokkrum árum.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.