Réttur stúdenta til persónuleyndar

Einkar athyglisvert mál er nú í gangi í Háskóla Íslands. Málið varðar aðgang starfsmanna stúdentaráðs að gögnum í vörslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem hafa að geyma ýmsar viðkvæmar persónupplýsingar um námsmenn. Þessi aðgangur er tilefni kæru sem Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sent tölvunefnd.

Einkar athyglisvert mál er nú í gangi í Háskóla Íslands. Málið varðar aðgang starfsmanna stúdentaráðs að gögnum í vörslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem hafa að geyma ýmsar viðkvæmar persónupplýsingar um námsmenn. Þessi aðgangur er tilefni kæru sem Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sent tölvunefnd.

Forystumenn Stúdentaráðs eru undrandi yfir kærunni, segja óþarft að kæra og auk þess sé þessi aðgangur þeirra mjög til hagsbóta fyrir ýmsa námsmenn, t.a.m. þá sem dvelja erlendis. Þessi réttlæting er svo fáránleg að Deiglan myndi ekki eyða plássi í andmæla henni, ef ritið væri prentað. En þar sem Netið gefur útgefendum svo að segja ótakmarkað pláss, skal bent hér á örfá atriði.

Í fyrsta lagi eru alltaf einhverjir sem njóta góðs af aðgengi einhverra að persónuupplýsingum. Hagur sjúklinga með arfgenga sjúkdóma myndi t.a.m. vænkast mjög ef heimilt yrði að skrá allar heilsufarsupplýsingar í miðlægan gagnagrunn undir nöfnum og kennitölu, þ.e.a.s. ef persónuleyndinni yrði sleppt með öllu. Það er auðvitað spurning um gildismat hvort rétt sé að kasta fyrir róða persónuleynd ef með því móti mætti bjarga mannslífum. En aðgangur forystumanna stúdentaráðs að persónuupplýsingum um samnemendur sína bjargar engum mannslífum, hann sparar í besta falli einhverjum litlum hópi stúdenta sporin – og það á kostnað persónuleyndar allra hinna.

Í öðru lagi er grátbroslegt að heyra formann stúdentaráðs lýsa því yfir brostinni röddu, að óþarfi sé að kæra svona, eðlilegra hefði verið að vinna málið í gegnum fulltrúa stúdentaráðs í stjórn LÍN. En málið snýst nú bara einmitt um gjörðir þessa tiltekna fulltrúa. Hann stóð að samningsgerðinni og hefur séð um framkvæmd samningsins. Deiglunni er kunnugt um að formaður stúdentaráðs er ekki lögfræðimenntaður en hann hlýtur þó að hafa heyrt þess getið, að enginn er dómari í eigin sök.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.