Að taka slaginn en forðast stríðið

Við upplifum örlagatíma í sögu þjóðarinnar. Ástandið er ekki litað of dramatískum litum með slíku orðavali –síður en svo. Hvernig til tekst við þau verkefni sem brýnust eru í dag ræður nokkuð miklu um hag og lífskjör þjóðarinnar til framtíðar litið.

Stórfelld kannabisræktun stöðvuð í Seðlabankanum

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fyrir stundu stórfellda kannabisræktun í Seðlabankanum við Kalkofnsveg. Um er að ræða stærstu ræktun sinnar tegundar sem hefur fundist á Íslandi. Alls lagði lögreglan hald á hátt á tíunda þúsund plöntur sem gætu gefið af sér allt að 2000 kg. af „grasi“ eða sem samsvarar um 7 milljörðum að götuverðmæti.

Tvær hliðar á ESB-andstöðu II

Andstaðan við aðild að Evrópusambandinu á sér tvær hliðar, eina ljósa en aðra dekkri. Sú fyrri einkennist af þeirri skoðun að hægt sé að feta í átt til frelsis hraðar og betur en „skriffiskubáknið í Brussel“, að í stað þess að læsa sig innan tollamúra ESB verði til dæmis hægt að gera fríverslunarsamninga við flest ríki heims, eða jafnvel hægt að afnema tolla einhliða. Hin hlið andstöðunnar gengur út á úrelda og gamaldags þjóðernishyggju, byggðri á þeirri óþroskuðu lífsskoðun að útlönd og útlendingar vilji okkur illt.

Áætlun sem vinnur gegn sjálfri sér

Fyrr í mánuðinum kynnti félagsmálaráðherra loksins aðgerðaáætlun gegn mansali á Íslandi. Aðgerðaáætlunin er tekin svo til beint upp eftir Norðmönnum, þar sem hún hefur gefið ákaflega góða raun. Heilt á litið er áætlunin mikið framfaraskref í þágu mannréttinda og –virðingar á Íslandi. Hún er þó langt því frá að vera hafin yfir gagnrýni.

Nýsköpun er kaótískt fyrirbæri

Undanfarin misseri hafa orðin nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, sprotafyrirtæki og fleiri sambærileg réttilega verið nefnd til sögunnar í samhengi við endurreisn efnahagslífsins, sköpun nýrra starfa og verðmætasköpun. Það er frábært að þessi mál eigi nú upp á pallborðið í umræðunni, en það er líka ljóst að við þurfum að ganga varlega til skógar því nýsköpun er orðið tískuorð – og við vitum öll hvernig sagan um nýju fötin keisarans endaði!

Stefnuleysi í heilbrigðismálum

Einhver mestu lífsgæði í heimi er ennþá að finna á Íslandi. Á síðasta ári lýsti Forbes tímaritið því til dæmis yfir að Ísland væri heilbrigðasta land í heimi . Á meðal vestrænna þjóða eru lífslíkur hér hvað hæstar (81 ár), og það sem meira er, lifir fólk hér við góða heilsu lengst af (Healthy life expectancy) eða til 73 ára aldurs að meðaltali. Þó er víða pottur brotinn í heilbrigðismálum.

Bankaleynd

Bankaleynd hefur þann tilgang að koma í veg fyrir að upplýsingar um einkamálefni aðila séu borin á torg. Bankaleynd er hins vegar hvorki ætlað að koma í veg fyrir eftirlit á fjármálamarkaði né vera skálkaskjól fyrir lögbrjóta. Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir því að til þess bærir aðilar hafi greiðan aðgang að öllum upplýsingum banka sem þeim er nauðsynlegt að hafa til að meta áhættu þeirra og umsvif. Þá geyma íslensk lög fjölmörg ákvæði sem tryggja rannsóknaraðilum aðgang að nauðsynlegum gögnum ef grunur leikur á um refsiverða háttsemi. Séu rannsóknarúrræði ekki fullnægjandi er sjálfsagt að bæta úr því.

Að þykjast gefa þeim fátæku, en gefa í raun þeim ríku

Ókeypis peningar eru alltaf freistandi, og það sama á við um skuldaaflausnina sem Tryggvi Þór Herbertsson boðar þessa dagana. Það er skiljanlegt að þau 1-2% landsmanna sem skulda yfir 50 milljónir króna hugsi sér gott til glóðarinnar. En hvers vegna skyldu venjuleg heimili vera hrifin af hugmyndinni? Sennilegasta skýringin er sú að almenningur átti sig ekki á því að 20% flöt skuldaafskrift er umfangsmikil eignatilfærsla frá venjulegu fólki til efnaðra stórskuldara.

Hvers á landsbyggðin að gjalda?

20% skuldaniðurfelling væri líklega umfangsmesta tekjutilfærsla Íslandssögunnar. Einn stór hópur sem myndi tapa væri fólk á landsbyggðinni. Það tók ekki þátt í skuldafylleríinu í nærri jafn miklu mæli og íbúar höfuðborgarsvæðisins. En það myndi þurfa að borga fyrir niðurfellinguna til jafns við aðra í gegnum hærri skatta.

Sveitarstjórnir verði virkari í efnahagsstjórn landsins

Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um óábyrga fjármálastefnu sveitarfélaganna í góðærinu og er vissulega hægt að taka undir að víða hafi verið gengið of langt en þó ber að varast alhæfingar í því efni. En hver ættu markmið sveitarstjórna þar sem sjálfstæðisstefnan er leiðarljósið að vera?

Endurreisn og nýting náttúruauðlinda

Ég man eftir ritröð sem afi minn heitinn átti og mér þótti merkileg. Í bókunum var að finna frásagnir af íslenskum sjómönnum sem lent höfðu í sjávarháska. Þegar allar bjargir sýndust bannaðar sýndu menn af sér þrautseigju og æðruleysi og skildi það á milli feigs og ófeigs. Mér þótti titill bókanna alltaf merkilegur og lýsa efni þeirra í hnotskurn – Þrautgóðir á raunarstund.

Skapar ríkið störf?

Eftir mikið áfall hefur umræðan á Íslandi tekið að stefna í átt að því hvernig verði staðið að endurreisn landsins. Eitt stærsta vandamálið sem við horfumst í augu við er atvinnuleysi og stjórnmálamenn í kosningabaráttu berjast við að lýsa því yfir hversu mörg störf þeir ætla að skapa. En skapar ríkið í alvörunni störf?

40 dagar til kosninga

Prófkjörsúrslit benda til að um helmingur þingmanna komi nýjir inn í næstu kosningum sem er metfjöldi. Þrátt fyrir litla endurnýjun hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík felst ákveðin endurnýjun hjá flokknum í því að framvarðasveitin dregur sig í hlé meðan þingmenn halda velli. En burtséð frá endurnýjun þá er helsta hlutverk allra flokka nú að kynna fyrir kjósendum skýrar leiðir til uppbyggingar.

Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil

Það er að mörgu að huga í þeirri endurreisn og uppbyggingu sem framundan er í íslensku samfélagi. Við þurfum öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar en ábyrgð stjórnmálamanna er þó langmest.

Framtak, dugnaður og bjartsýni

Í vor verður kosið um á hvaða grunngildum skal byggja íslenskt samfélag. Í dag skiptir mestu máli að eyða þeirri óvissu sem ríkir um framtíðina. Það gerum við með því að tala skýrt og einbeita okkur að þeim verkefnum sem við blasa þ.e. að lækka vexti, endurreisa bankakerfið og ná með því tryggja þeim heimilum og fyrirtækjum, sem á þurfa að halda, endurfjármögnun.

Veljum besta fólkið í Suðurkjördæmi

Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fer fram á laugardaginn, þann 14. mars. Það skiptir miklu máli að þar veljist kraftmikið hugsjónafólk sem hefur kjark til að takast á við þau vandamál sem við okkur blasa. Þess vegna hvet ég sunnlendinga til að kjósa Unni Brá Konráðsdóttur í 2. sæti listans.

Í engum stígvélum – en ég stend alltaf upp!

Ísland rann á rassinn síðasta haust, og við höfum staðið í erfiðri (en nauðsynlegri) naflaskoðun síðan. Nú hækkar sól, vorið kemur og Íslendingar fá brátt tækifæri til að velja sér nýja ríkisstjórn. Nú þurfum við að snúa bökum saman og byggja upp nýtt atvinnulíf.

Þegar Ísland þurfti regnhlíf

Þegar ég hafði labbað nokkur skref frá járnbrautarstöðinni byrjaði að rigna. Og þetta var engin smá rigning. Sannkölluð miðevrópsk stórdemba sem varað gæti í nokkra kluttutíma. En viti menn, einungis örfáum metrum frá munna ganganna sem tengdu aðallestarstöðina í Kráká við innganginn í gamla bæinn stóð basar sem á stóð skýrum dökkbláum stöfum: REGNHLÍFAR.

Ferskt blóð á vígvöllinn

Yfir 40% kjósenda undir þrítugu styðja Vinstri-græna. Sjálfstæðisflokkurinn á að geta betur en tapa fylgi ungra kjósenda til fólks sem lagðist gegn bjórsölu og einkarekstri ljósvakamiðla. Það getur þó varla verið að þær hugsjónir sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séu að glata vinsældum. Frelsi einstaklingsins til að njóta hæfileika sinna og ná árangri á eigin forsendum er eitthvað sem flestir geta sammælst um að standa vörð um. Hver er þá vandi flokksins?

Foreldrajafnrétti tryggt í lögum

Það er grundvallarkrafa að foreldrajafnrétti sé tryggt í lögum, börnum og foreldrum til hagsbóta. Breyta þarf barnalögum á þann hátt að réttarstaða beggja foreldra og barns sé tryggð eftir skilnað. Lagaumhverfið á ekki að gera upp á milli foreldra og mikilvægt skref í að leiðrétta þá stöðu er að dómarar fái heimild til þess að dæma foreldrum sameiginlega forsjá.