Nýsköpun er kaótískt fyrirbæri

Undanfarin misseri hafa orðin nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, sprotafyrirtæki og fleiri sambærileg réttilega verið nefnd til sögunnar í samhengi við endurreisn efnahagslífsins, sköpun nýrra starfa og verðmætasköpun. Það er frábært að þessi mál eigi nú upp á pallborðið í umræðunni, en það er líka ljóst að við þurfum að ganga varlega til skógar því nýsköpun er orðið tískuorð – og við vitum öll hvernig sagan um nýju fötin keisarans endaði!

Undanfarin misseri hafa orðin nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, sprotafyrirtæki og fleiri sambærileg réttilega verið nefnd til sögunnar í samhengi við endurreisn efnahagslífsins, sköpun nýrra starfa og verðmætasköpun. Það er frábært að þessi mál eigi nú upp á pallborðið í umræðunni, en það er líka ljóst að við þurfum að ganga varlega til skógar því nýsköpun er orðið tískuorð – og við vitum öll hvernig sagan um nýju fötin keisarans endaði!

Kjarni málsins er sá að nýsköpun er í eðli sínu tiltölulega óskilgreint kaótískt fyrirbæri sem hvorki er hægt að miðstýra, ferlavæða né festa hendur á með einföldum hætti! Lykilatriði í þeirri uppbyggingu sem er framundan er því að skapa öflugt og hvetjandi umhverfi fyrir nýsköpun þar sem einstaklingarnir og fyrirtækin sjálf fara sínar eigin leiðir og stuðningur við þau byggir á heilbrigðri samkeppni.

Mikilvægt er að varast að handstýra nýsköpun. Það liggur til að mynda í augum uppi að stjórnmálamenn og embættismenn eru afar illa til þess fallnir að ákveða á hvað sviðum eigi að fjárfesta og hvernig á að styðja við nýsköpun. Sem dæmi eru háskólar best til þess fallnir að kenna og einkaaðilar eru best til þess fallnir að stýra fyrirtækjum. Það getur því tæpast passað að opinberar stofnanir séu best til þess fallnar að kenna fólki að stýra fyrirtækjum. Háskólar og einkaaðilar eru mun betur til þess fallnir, enda sjáum við þróun í þá átt í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við.

Hið opinbera hefur þó afar mikilvægu hlutverki að gegna og getur stutt við nýsköpun á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi með því að skapa almennt hagstætt umhverfi fyrir fyrirtæki, s.s. einfalt skatta- og lagaumhverfi og leggja áherslu á innviði. Það er einnig hægt að styðja við nýsköpun með öflugum hætti, án pólitískra afskipta og handstýringar, til að mynda með aðferðum samfjármögnunar. Á það bæði við um stuðningsumhverfið sjálft og beinan stuðning til fyrirtækja – ef það er aftur á móti hlutverk hins opinbera sem svo er önnur spurning sem ekki verður farið í hér. Bent hefur verið á leið sem fjölmargar þjóðir hafa farið, þ.e. svokallaða meðfjárfestingasjóði þar sem einkaaðilar stýra í raun fjárfestingum ríkisins sem kemur til móts við framlag einkaaðila og fjárfestir „krónu fyrir krónu“.

Nýsköpun er kaótískt fyrirbæri og það er því nauðsynlegt fyrir umhverfi nýsköpunar að steypa ekki öllum fyrirtækjum og frumkvöðlum í sama mótið eftir fyrirframskilgreindum ramma. Ef horft er til femstu stuðningsumhverfa nýsköpunar í heiminum hjá annars vegar Babson College og MIT háskóla, þá eiga þeir það til að mynda sameiginlegt að allur þeirra stuðningur er ekki miðstýrður – heldur fjölbreyttar aðgerðir ólíkra aðila sem frumkvöðlarnir sjálfir sjá að miklu leiti um að móta og taka þátt í.

Það er frábært að sjá umhverfið á íslandi vera að fara í þessa átt, en undanfarið hafa sprottið upp fjölmargar mismunandi aðilar sem vinna að þessum málum. Má t.d. nefna Hugmyndaráðuneytið, Nýsköpun.org, Viðskiptasmiðjuna hjá Klakinu, Hugmyndahús HR og Listaháskólans, frumkvöðlasetur í gömlu bönkunum og svo mætti áfram telja. Þessum fjölbreytileika þarf að viðhalda í stað þeirrar mótsagnar að handstýra, ferlavæða og stofnanavæða nýsköpun.

Latest posts by Andri Heiðar Kristinsson (see all)