Stórfelld kannabisræktun stöðvuð í Seðlabankanum

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fyrir stundu stórfellda kannabisræktun í Seðlabankanum við Kalkofnsveg. Um er að ræða stærstu ræktun sinnar tegundar sem hefur fundist á Íslandi. Alls lagði lögreglan hald á hátt á tíunda þúsund plöntur sem gætu gefið af sér allt að 2000 kg. af „grasi“ eða sem samsvarar um 7 milljörðum að götuverðmæti.

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fyrir stundu stórfellda kannabisræktun í Seðlabankanum við Kalkofnsveg. Um er að ræða stærstu ræktun sinnar tegundar sem hefur fundist á Íslandi. Alls lagði lögreglan hald á hátt á tíunda þúsund plöntur sem gætu gefið af sér allt að 2000 kg. af „grasi“ reglulega eða sem samsvarar um 7 milljörðum að götuverðmæti.

Málið er allt hið viðkvæmasta og verst lögreglan allra fregna af málinu. Heimildir Flugufótarins úr innstu röðum bankans staðfesta þó fundinn og að ræktunin hafi átt sér stað í brynvörðum gullgeymslum bankans. Ekki er þó enn þá ljóst hver hafi staðið fyrir ræktuninni og voru flestir starfsmenn bankans hissa á fundinum í morgun. Ýmsar umræður meðal starfsmanna hafa þó sprottið upp en menn greinir á um hvenær ræktunin hafi hafist. Sumir halda því fram að fyrri bankastjórn hafi í skjóli nætur komið plöntunum hagalega fyrir en aðrir vilja meina að nýi seðlabankastjórinn standi fyrir ræktuninni.
<%image(plontur.jpg|128|104|plontur.jpg)%>
Heimildarmaður Flugufótarins sagði enn fremur að ekki væri ljóst hvort að ræktunin hafi verið hugsuð til að styrkja gjaldeyrisforða bankans og því ætluð til sölu úr landi eða til neyslu innanlands. Vildu sumir starfsmenn jafnvel meina að fyrri bankastjórn hafi einfaldlega ræktað plönturnar til eigin neyslu og bentu á hegðun ónafngreindra fyrrum bankastjóra því til staðfestingar. Það er þó ljóst að eftir að peningar landsmanna töpuðust við bankahrunið hafi víðáttumiklar gullgeymslurnar staðið auðar og því tilvalið skálkaskjól til ræktunar af þessu tagi. Þar að auki séu kjöraðstæður í geymslunum þar sem þær eru illa loftræstar og hitastigið hátt sem er nauðsynlegt til að viðhalda háu gæðastigi á gulli. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að illkvittnir aðilar hafi einfaldlega brotist inn í geymslurnar og komið plöntunum fyrir án vitneskju starfsmanna bankans enda höfðu þær ekki verið opnaðar síðan í lok september á síðasta ári.

Heimildamaður Flugufótarins á staðnum sagði að lokum að von væri á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum einhvern tímann á næstu klukkustundum en um leið og þeir fréttu af inngripum lögreglunnar hafi forstjóri sjóðsins staðfest komu sína. Heimildarmaðurinn bætti við að þessi óvæntu viðbrögð AGS hafi greinilega vakið ákveðnar grunsemdir hjá lögreglunni og væri nú mikill viðbúnaður á staðnum og lögreglan væri að rannsaka hvort ræktunin gæti tengst gjaldeyrishöftunum sem AGS kom á fót í lok síðasta árs.

Hvað er Flugufóturinn?
Flugufóturinn hóf göngu sína á Deiglunni á vormánuðum 2001. Ekki er flugufótur fyrir flestu því sem fram kemur í Flugufætinum. Lesendur eru beðnir um að hafa það hugfast. Innihald flugufótarins skal ekki túlka þannig að það endurspegli viðhorf Deiglunnar, eða einstakra penna Deiglunnar, til einstakra mála eða persóna. Um er að ræða góðlátlegt grín, hvort sem viðfangsefnið telst vera viðkvæmt eður ei. Telji einhver lesanda að of langt sé gengið í gríninu er hann vinsamlegast beðinn um að koma ábendingum til ritstjóra.

thorlindur@deiglan.com'
Latest posts by Flugufóturinn (see all)