Síhækkandi eldsneytisverð vekur gleði hjá fáum, ekki síst í ljósi þess að stór hluti þess rennur í vasa ríkissjóðs á formi bensín- og olíugjalds. Gleðin minnkar enn þegar það rennur upp fyrir fólki að gjaldið rennur ekki nema að hluta til uppbyggingar og rekstur samgöngukerfisins. En í stað þess að hlaupa til og lækka þessi gjöld ætti ríkið að beita sér fyrir því að hraða nauðsynlegri umbyltingu á kerfi tekjustofna til samgangna, öllum til hagsbóta.
Líklega er hlegið mikið í Hvíta húsinu þessa dagana. Forseti Bandaríkjanna nýtur reyndar svo frámunalega lítils stuðnings að engin fordæmi eru um. Ætli stuðningur við hann sé ekki farinn að nálgast fylgi Martins Taylor á Highbury eða Halims Al á Íslandi. En samt getur George W. Bush hlegið. Ástæðan er sú staða sem er uppi í Demókrataflokknum.
Um tvennt geta menn verið vissir í lífinu og allt það og ljóst að flest okkar Íslendinga greiða sem samsvarar rúmum 35% af hverri krónu í skatt eftir að frítekjumarkinu er náð.
Björk sýndi bæði sjálfstæði og ómælt hugrekki beint fyrir framan nefið á kínverskri öryggisgæslu á tónleikum sínum í Sjanghæ fyrir rúmri viku síðan. Hún kunni að nýta tækifærið sem hún fékk til að leggja málstað lið sem engir vestrænir leiðtogar hafa þorað að taka af skarið með.
Nú þegar lokaspretturinn er hafinn í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur umræðan um áhrif neikvæðrar kosningabaráttu fengið töluverða umfjöllun síðustu daga.
Umræðan um byggðastefnu stjórnvalda skýtur alltaf upp kollinum annars lagið og eru skoðanir manna æði misjafnar á þeirri stefnu. Oft er kvartað og kveinað yfir því að byggðastefnan sé ekki nægjanlega skýr, að ég tali nú ekki um þann grátkór sem oft og iðulega hljómar í ljósvakamiðlunum um aukið fjármagn og færslu opinberra starfa út á land. Staðreyndin er hins vegar sú að grundvallarhugmyndin um byggðastefnu er alröng að mati höfundar.
Höfundar bókarinnar Freakonomics eru óskoraðir meistarar þess sem allir ættu að tileinka sér; að skyggnast undir yfirborð hlutanna í stað þess að fallast hugsunarlaust á viðtekin sannindi.
Gefið hefur verið í skyn að ímynd Vestfjarða sem ferðamannastaðar verði gjörónýt ef Olíuhreinsistöð rísi í landsfjórðungnum. En er það virkilega svo að ferðamenn hætta að fara á staði þar sem er iðnaður?
Sjálfsmorðsárásir eru fyrirbæri sem færist í aukanna með hverju árinu sem líður og er sú aðferð sem mörg hryðjuverkasamtök velja sér helst til þess að beita í baráttu sinni fyrir þeim málefnum sem þau hafa valið sér að berjast fyrir.
Íslendingum fjölgar og þeim fjölgar ört. Ef sú fjölgun sem átt hefur sér stað á seinasta áratug mun halda áfram verða íbúar Íslands orðnir 400 þúsund eftir um 15 ár og hálf milljón eftir 35 ár. Þetta eru góðar fréttir fyrir heiminn.
Fyrir nokkru féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í hinu svokallaða Kompásmáli. Þar var dæmt í einu umtalaðasta kynferðisbrotamáli seinni ára og höfðu allir skoðun á málinu.
Ég lenti merkilegu atviki síðasta fimmtudag. Um klukkan eitt að nóttu var dinglað á útidyrabjöllunni hjá mér og einhver vægast sagt undarlegur einstaklingur vildi komast inn á stigaganginn í blokkinni. Ég ræddi aðeins við kauða og að lokum sagðist hann vera á vitlausum stað og fór. Þessu er svo sem við að búast enda bý ég alveg rétt við Hlemm og Kaffi Stígur í næsta húsi. En er það eðlilegt að verða fyrir aðkasti frá þessu fólki? Er það bara eitthvað sem við verðum að sætta okkur við þegar við erum í miðbænum?
Undanfarin misseri hafa skrif í skjóli nafnleysis riðið röftum í íslenskum fjölmiðlum og verið stór þáttur í umræðu hér á landi meira segja í þeim fjölmiðlum sem vilja láta taka sig alvarlega. Sú þróun er varhugaverð og beinlínis hættuleg þegar lesendum þessara fjölmiðla er ógert að meta raunverulegan tilgang fréttanna eða öðlast skilning á raunverulegri stöðu mála.
Tækiframfarir hafa gert það að verkum að saga margra félaga er illa varðveitt, myndir eru geymdar í tölvum gamalla félaga, fundargerðir ekki til og jafnvel ekki vitað hver sat í stjórnum félaganna. Mörg félög þurfa að gera átak til þess að skilja eftir sig gögn til varðveislu fyrir framtíðarfélag og varðveita söguna.
Áhugafólk um pólitík hefur fengið mikið fyrir sinn snúð undanfarna mánuði þar sem forkosningar um forsetaefni demókrata og repúblikana hafa staðið yfir í Bandaríkjunum. Það sem hefur þó glatt mig hvað mest er hversu ‘pólitískir sérfræðingar’ höfðu skemmtilega rangt fyrir sér um þróun kosningabaráttunar og hverjir stæðu uppi sem sigurvegarar.
Þessarar spurningar er án efa spurt á nánast öllum heimilum í hverri viku. Úrvalið sem við höfum úr að velja er næstum því orðið óyfirstíganlegt og erum við flest að miklu leyti búin að missa tengslin við uppruna þeirra matvæla sem við verðum okkur út um.
Pistlaröðin Pappírstígrar og slúðurberar I-IV eftir Þórlind Kjartansson, sem titlar sig fyrrverandi ritstjóra Deiglunnar, hefur vakið töluverða athygli. Flugufóturinn fór á stúfana og komst að því að boðskapur Þórlinds fær blendnar viðtökur hjá þeim sem lifa og hrærast í íslenskri þjóðmálaumræðu.
Að undanförnu virðist sem ritstjórnir fréttamiðla hafi í auknum mæli sætt sig við að byggja fréttaflutning nánast alfarið upp á sögusögnum og yfirlýsingum frá fólki sem neitar að koma fram undir nafni. Fréttastofur, sem vilja að tekið sé mark á þeim, leika sér að eldinum þegar þær leyfa stjórnmálamönnum að tala ábyrgðarlaust og nafnlaust í fréttum.
Á laugardaginn næstkomandi eru nítján ár liðin síðan frumvarp var samþykkt á Alþingi um breytingu á áfengislögum sem heimilaði bruggun og sölu bjórs hér á landi.
Slúðurpistlar, naflausir eða undir nafni, eru áreiðanlega mikið lesnir í dagblöðum. Ritstjórnir dagblaða ættu þó að gæta sérstaklega að slíku efnu, einkum því nafnlausa. Það er slæmt ef trúverðugleiki prentmiðlanna er notaður til þess að stýra umræðu og lesendum er gert ómögulegt að greina á milli þess þegar skrif eru fréttir eða áróður.