Hjálp

Ég lenti merkilegu atviki síðasta fimmtudag. Um klukkan eitt að nóttu var dinglað á útidyrabjöllunni hjá mér og einhver vægast sagt undarlegur einstaklingur vildi komast inn á stigaganginn í blokkinni. Ég ræddi aðeins við kauða og að lokum sagðist hann vera á vitlausum stað og fór. Þessu er svo sem við að búast enda bý ég alveg rétt við Hlemm og Kaffi Stígur í næsta húsi. En er það eðlilegt að verða fyrir aðkasti frá þessu fólki? Er það bara eitthvað sem við verðum að sætta okkur við þegar við erum í miðbænum?

Ég lenti merkilegu atviki síðasta fimmtudag. Um klukkan eitt að nóttu var dinglað á útidyrabjöllunni hjá mér og einhver vægast sagt undarlegur einstaklingur vildi komast inn á stigaganginn í blokkinni. Ég ræddi aðeins við kauða og að lokum sagðist hann vera á vitlausum stað og fór. Þessu er svo sem við að búast enda bý ég alveg rétt við Hlemm og Kaffi Stígur í næsta húsi. En er það eðlilegt að verða fyrir aðkasti frá þessu fólki? Er það bara eitthvað sem við verðum að sætta okkur við þegar við erum í miðbænum?

Einfalda svarið er já. Það er nefnilega svo merkilegt að ákveðinn hluti þjóðfélagsins hefur komið sér í mjög slæma aðstöðu. Ennþá merkilegra er að sumir hafa engan áhuga á að koma sér út úr allri þessari óreglu. Því alveg sama hvert í veröldinni farið er þá eru alltaf til ólánsfólk. Það merkilega er að alveg sama hve miklum pening væri eytt, þetta fólk væri líklegast alltaf til staðar. Menn verða að vilja hjálp áður en þeir þiggja hana og þar er rót vandans. Við getum ekki ætlast til að allir lifi lífi sínu eins og okkur finnst eðlilegt. Ef einhver vill eyða æfi sinni í Bakkus þá er það hans val og ekki mitt að banna það. Við búum eftir allt í frjálsu þjóðfélagi.

Þjóðir hafa þó brugðist við þessum vanda á mjög mismunandi hátt. Sumir hafa reynt að fela fólk. Til að mynda voru allir heimilislausir fjarlægðir af götum Barcelona fyrir Ólympíuleikana árið 1992. Danir hafa í sínu velferðakerfi gert afskaplega mikið fyrir þetta fólk en það hefur ekki borið mikinn árangur. Þar sem um einn þriðji heimilislausra í Kaupmannahöfn eru útlendingar. Því mætti segja að vandinn hafa frekar aukist þar vegna aukinna útgjalda ríkisins. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti gert sem minnst og reiða sig á hjálparstofnanir til að kljást við vandann. Þetta sést glögglega á köldum vetrum þegar tala heimilslausra í New York lækkar snögglega.

En hvað er þá hægt að gera? Ekki mikið. Við þurfum að sjá til þess að fólk hafi skjól og verði ekki úti á köldum vetrarnóttum. Við þurfum að geta veitt hjálp ef eftir henni er óskað. Mikið meira er ekki hægt að gera.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.