Hefði maður sem lynti illa við flesta, kom illa fram við alla, og fór sjaldan í bað náð langt sem embættismaður í Evrópusambandinu? Eða hefði hann getað klifrað upp metorðastiga stórfyrirtækis? Sennilega ekki. En það eru samt þannig furðufuglar sem skapa vísindin, listina og tæknina sem breytir heiminum.
Nú er vika í Landsfund Sjálfstæðisflokksins þar sem landsfundarfulltrúar munu fá tækfæri til að kjósa sér formann. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem kosið er á milli einstaklinga um embætti formanns í flokknum. Núverandi formaður, Bjarni Benediktsson hefur gert góða hluti fyrir flokkinn í sinni formannstíð og hann á skilið lof fyrir það, en þrátt fyrir það tel ég að nú væri farsælast fyrir flokkinn að velja sér nýjan formann sem nýtur víðtæks trausts, ekki bara innan flokksins heldur úti í samfélaginu líka.
Það er tiltölulega öruggt veðmál að tala illa um Framsóknarflokkinn í mínum aldurs- og búsetuhópi. En til eru verri flokkar og sumt af því sem framsóknarstefna hefur gert fyrir heiminn verðskuldar jafnvel virðingu okkar.
Hagur Bændasamtakanna hefur heldur betur vænkast á síðustu árum. Nú þegar fjármálagosarnir eru farnir horfir þjóðin aftur til frumframleiðenda í sveitum og í landbúnaðarráðuneytinu situr holdgervingur þeirra gilda sem bændastéttin stendur fyrir. Í þokkabót eru bændur nú síðasti útvörður þjóðríkisins, mennirnir sem munu brauðfæða þjóðina á styrjaldartímum.
Innan Sjálfstæðisflokksins hefur ætíð verið rík lýðræðishefð. Þannig hafa flokksmenn getað haft áhrif á val á forystu flokksins á landsfundi, kjörnum fulltrúum í prófkjörum og stefnu flokksins á landsfundi. Stundum hafa átökin innan flokksins verið hörð en flokkurinn hefur þó yfirleitt borið gæfu til þess að fólk hefur tekist á, um menn eða málefni, innan þeirra marka sem lýðræði, virðing og góðir mannasiðir krefjast. Á þessu eru þó því miður undantekningar og þeim fer fjölgandi.
Að krefjast framlaga úr sameiginlegum sjóðum er þjóðaríþrótt á Íslandi. Hvar í flokki sem menn standa, í hvaða félagasamtökum sem þeir starfa, hvar á landinu sem þeir eru; framámenn eru hvarvetna metnir að verðleikum eftir því hversu vel þeim tekst til að fá þessi eða hin útgjöldin samþykkt, að ná þessu í gegn, að koma þessu til leiðar; nær undantekningarlaust með opinberu fé.
Vangaveltur eru um hvort formaður stjórnmálaflokks geti gegnt starfinu án þess að eiga sæti á Alþingi. Ef gripið er til myndlíkingar úr sjómannamáli mætti velta fyrir sér hvort skipstjóri geti stýrt skipi sínu frá landi.
Hörðustu ESB sinnar hafa grafið undan þeim hugsjónum sem liggja til grundvallar Evrópusamvinnunni með því að neita að taka til skoðunar aðra valkosti í gjaldeyrismálum heldur en krónuna eða ESB aðild. Sú kredda gæti reynst Íslandi dýrkeypt.
Aðgerðir hóps fólks á einkamálavef hafa kallað fram umræðu um kynlífsþjónustu. Það er gott, það getur verið gott að tala um þennan málaflokk. Og í þeirri siðferðislegu umræðu á að taka mest mark á þeim sem beita fyrir sér bestum rökum og rannsóknum og síður þeim sem nota gildishlöðnustu lýsingarorðin um skoðanir sínar og annarra, ef fyrir þeim er lítil innistæða.
Rekstur íþróttafélaga hér á landi gengur víðast hvar erfiðlega. Á dögunum birtust fréttir af því að launakröfur fótboltamanna væru hluti af vandanum. Svo þarf þó ekki að vera og tímabundinn rekstrarvandi hjá félögum má ekki verða til þess að festa íþróttaiðkun hér á landi í sessi sem áhugamál – eitthvað sem menn sinna bara eftir vinnu.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur 17. nóvember næstkomandi. Á fundinum verður ný forysta kosinn en flokkurinn þarf jafnframt að sýna að hann sé traustsins verður; að hann sé öflugasta fjöldahreyfing landsins – hreyfing sem getur sómasamlega, innan sinna raða, komist að niðurstöðu um öll helstu álitamál sem koma upp í samfélaginu.
Stundum hvarflar að mér að letin verði minn banabiti. Ekki með hefðbundnum hætti þó.
Kaupmáttur í landinu hefur rýrnað og verkfallsvopn launþegasamtakanna hafa af þeim sökum verið dregin fram. Meira að segja hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands ætluðu að grípa til vopna og leggja niður hljóðfærin. Veldur hver á heldur en það er falskur tónn í flutningi þeirra sem hæst tala að hægt sé að bæta kjör fólks með brellubrögðum.
Íslenska krónan var jafngild þeirri dönsku þegar íslensk stjórnvöld tóku að sér að stýra henni. Síðan þá hefur hún misst meira en 99,95% af verðgildi sínu gagnvart dönsku systur sinni. Það þýðir að nú kostar danskur fimmaurabrandari heilar hundrað krónur íslenskar.
Þrátt fyrir öll þau úrræði sem í boði eru og markmiðum um að viðhalda greiðsluvilja fólks, eins og það heitir, kemur engu að síður sá hópur best út, sem ekkert hefur greitt, og mun betur en margir þeirra sem hafa verið að reyna að standa í skilum.
Íslensk stjórnvöld, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðun, stóðu fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um íslensk efnhagsmál. Ráðstefnan var áhugaverð fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þarna voru saman komnir nokkrir af fremstu hagfræðingum heimsins til að gefa sína skoðun á því hvernig ástandið væri á Íslandi í dag, hverjar horfurnar væru og hvað hefði betur mátt fara í kjölfar bankahrunsins.
Nú er hinni árlega bókamessu í Frankfurt nýlokið og í ár var Ísland heiðursgestur hátíðarinnar. Þessi bókamessa er ein sú stærsta og vel þekktasta bókahátíð í heiminum og ár hvert eru hingað samankomnir rithöfundar, útgefendur aðrir áhugasamir um bókmenntir til að skoða það helsta sem er að gerast í ritlist í dag.
Nokkur umræða hefur skapast um kynjaskiptingu í fastanefndum Alþingis í kjölfar þess að aðeins ein kona situr í fjárlaganefnd þingsins og tvær konur í atvinnuveganefnd, efnahags-og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Fastanefndir þingsins eru átta, nefndarmenn eru níu í þeim öllum og eru konur í meirihluta í þremur þeirra: allsherjar- og menntamálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd.
Á sunnudaginn fyrir rúmri viku ákváðum við félagarnir að skella okkur í bíó. Sunnudagsbíó er mikið stunduð iðja í mínum vinahópi en í þetta skiptið var stemningin öðruvísi. Við vorum að fara að sjá mynd sem við höfðum beðið eftir í marga mánuði, jafnvel ómeðvitað í mörg ár. Eldfjall, eftir Rúnar Rúnarsson.
Það er draumur marga að byggja upp atvinnurekstur. Fólk með frjóa hugsun og mikið verkvit gengur með góðar hugmyndir í maganum í von um að einn daginn verði þessar hugmyndir að arðbærum rekstri. Það er lykilhutverk stjórnvalda að vinna markvisst að því að skapa umhverfi þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki geta vaxið og dafnað