Tölfræðilega marktæk vændiskona

Aðgerðir hóps fólks á einkamálavef hafa kallað fram umræðu um kynlífsþjónustu. Það er gott, það getur verið gott að tala um þennan málaflokk. Og í þeirri siðferðislegu umræðu á að taka mest mark á þeim sem beita fyrir sér bestum rökum og rannsóknum og síður þeim sem nota gildishlöðnustu lýsingarorðin um skoðanir sínar og annarra, ef fyrir þeim er lítil innistæða.

Aðgerðir hóps fólks á einkamálavef hafa kallað fram umræðu um kynlífsþjónustu. Það er gott, það getur verið gott að tala um þennan málaflokk. Og í þeirri siðferðislegu umræðu á að taka mest mark á þeim sem beita fyrir sér bestum rökum og rannsóknum og síður þeim sem nota gildishlöðnustu lýsingarorðin um skoðanir sínar og annarra, ef fyrir þeim er lítil innistæða.

Byrjum á einu. Skoðun manna á þeim aðgerðum að beita tálbeitum til að góma einhvern við tiltekinn verknað er oftast tengd skoðun manna á þeim tiltekna verknaði. Það mundi flestum þykja annað mál að reyna að reyna leiða barnaníðinga í gildru eða til dæmis að „fletta ofan“ af framhjáhaldi með sama hætti.

Og það hvort verknaðurinn sé löglegur í gefnu landi hefur varla mikið að gera með siðferðislegu hliðinu á þessu. Það er ekki skárra að beita tálbeituaðferðum til að „fletta ofan af samkynhneigð“ þar sem hún er ólögleg. Það er margfalt ógeðfeldara, ef eitthvað er.

Þannig snúa efasemdir þeirra sem efast um það að rétt sé að koma fyrir gildrum fyrir fólk í leit að kynlífsþjónustu oftar en ekki að því að þeir efast um það að það að kaupa eða að veita slíka þjónustu eigi að vera ólöglegt. Það er ekki fáranlegt að vilja svara þeim siðferðislegu spurningum sem snúa að frjálsu vali fólks með því að virða frjálsa valið.

Þetta er auðvitað ekki algjörlega einhlítt. Til dæmis væri hæpið að nota frjálst val í umræðu um „rétt verkamanna“ til að anda að sér asbesti. Þeir sem vilja banna kynlífsþjónustu, eða kaup á henni munu líklega halda því fram að vændi sé eins eða margfalt verra. Það er verðugt deiluefni.

Hollendingar leyfðu og vændishús um aldamótin en hertu jafnframt viðurlög við svokallaðri refsiverðri vændisþjónustu. Um svipað leyti breyttu Svíar sinni löggjöf um kaup á kynlífsþjónustu. Um báðar þessar leiðir má finna ýmsar rannsóknir. Hér er til dæmis rannsókn hollenskra stjórnvalda á reynslu það í landi. Erfitt er að taka djúpt í árinni miðað við þá skýrslu. Framboð og eftirspurn virðist hafa minnkað á rannsóknartímabilinu þótt það sé ekki rakið til laganna. Hins vegar verður heldur ekki séð að lögunum hafi tekist að stemma stigum við ólöglegri vændisstarfssemi eða öðrum óæskilegum áhrifum vændis. Að sama skapi er hæpið að fullyrða um að það að sænska leiðin hafi dregið stórlega úr framboði á kynlífsþjónustu þar í landi.

Spurningin um lögleiðingu eða bann við vændi er siðferðileg, en í framhaldinu framhaldinu einnig vísindaleg, því vísindin eiga og geta verið grundvöllur svara við spurningum um siðferði. En rannsóknir eru ekki alltaf á þessu viðfangsefni eru ekki auðveldar, niðurstöður sjaldnast tölfræðilega marktækar, tilfinningar miklar og bilið milli rannsakenda og baráttufólks stundum óskýrara en æskilegt getur talist.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.