Á föstudag birtist hér grein um þrjár einfaldar lagabreytingar sem myndu opna á löglegar leiðir fyrir fólk utan Evrópu til setjast löglega að á Íslandi. Þær sneru að því að láta dvalarleyfi vegna náms, tímabundinnar launaðar vinnu og eigin rekstur telja til búsetuleyfis. Síðastnefnda leyfið væri nýtt leyfi, að fyrirmynd annarra landa. Almennt mældust breytingar […]
Umræðan um útlendinga er oft á mjög almennum nótum. Sumir vilja hafa landið opnara, og tala vel um útlendinga, öðrum líst ekkert á það og tala illa um útlendinga. Stundum finnst mér sem fólki í fyrrnefnda hópnum vanti fleiri konkret stefnumál til að berjast fyrir. Hér eru þrjú sem einföld eru í framkvæmd. Dvalarleyfi vegna […]
Í gegnum mína ekki svo löngu ævi hef ég alltaf verið með sterkt bein í nefinu, sagt nei við því sem ég vil ekki. Á unglingsárunum drukku allir vinir mínir, og þeir drukku mikið og oft, mikið var reynt til að fá Stellu til að fá sér smá í tána, en ég bara hafði enga […]

Við erum öll í mismiklum áföllum vegna þess sem gerðist í París fyrir viku. Það dó fullt af saklausu fólki sem átti sér einskis ills von. Það var að fá sér að borða, hlusta á tónlist og spjalla saman á stöðum sem þau töldu sig öll vera örugg. En þau voru það ekki. Árásarmennirnir voru […]
Síðastliðna helgi var haldin ráðstefna um uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík og var þar farið yfir helstu áherslur þróunaraðila fasteigna þessa daganna og hvernig þær áherslur fara saman við áherslur og forgangsröðun þeirra sem eru að leita sér húsnæðis. Ríkjandi þema hjá ungu fólki er að komast í húsnæði þar sem ekki er jafnmikil þörf á […]
Árásirnar í París síðastliðinn föstudag, sú í Beirút daginn áður, og á rússnesku farþegavélina yfir Sínaí 2. nóvember, virðast um margt frábrugðnar þeim hryðjuverkum sem drýgð hafa verið á Vesturlöndum á undanförnum árum. Með tilkomu og viðgangi íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak má segja að í fyrsta sinn geti Vesturlönd—og allur hinn siðmenntaði heimur—bent […]
Eyríkið Nauru í Suður-Kyrrahafi var um skeið það þjóðríki í heiminum þar sem landsframleiðsla á mann var hæst. Auður eyjunnar fólst í ríkulegustu fosfatnámum veraldar, sem eftir miðbik 20. aldar skiluðu þjóðinni gríðarlegum verðmætum. Þegar landið öðlaðist sjálfstæði frá Ástralíu var tekin ákvörðun um að grípa til ráðstafana til þess að tryggja að eyjaskeggjar þyrftu […]
Stórkostlegar breytingar hafa orðið á umgengni barna við foreldra sína eftir skilnað þeirra. Áður fyrr var það venja að barn fór aðeins aðra hvora helgi til annars foreldrisins (vanalega föðurins) en í dag hefur það aukist til muna að börn skipta tíma sínum jafnt á milli foreldra sinna. Ég held að allir geti sammælst um […]
Hvað sem mönnum kann að finnast um Sjálfstæðisflokkinn, stefnu hans eða forystumenn, þá er landsfundur flokksins merkileg samkoma og einstök í íslenskum stjórnmálum. Á landsfundi birtist stærð flokksins og styrkur hans með allt að þvi áþreifanlegum hætti. Oft hefur landsfundur verið vettvangur mikilla pólitískra sviptinga og yfirleitt vekja sviptingar sem snúast um menn fremur en […]
Það er sem betur fer ekki á hverjum degi sem vinir manns eru dæmdir í fangelsi. Það gerðist þó fyrir rúmri viku þegar Hæstiréttur úrskurðaði í Ímon-málinu svokallaða. Þar sem mér er annt um hina dæmdu las ég dóminn, til að reyna að skilja af hverju ríkisvaldið ákvað að svipta þau frelsi. Við lesturinn er […]
Einhver magnaðasta saga íþróttanna í Bandaríkjunum er sorgarsaga hafnarboltaliðsins Chicago Cubs. Félagið átti gullöld sína, sem varði í rúm tvö ár, um miðjan fyrsta áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur gengi félagsins verið ömurlegt. Chicago Cubs hefur ekki orðið meistari síðan árið 1908 og ekki komist í úrslit hafnarboltadeildarinnar síðan árið 1945. Lélegt gengi Chicago […]
Í síðustu viku skrifaði ég pistil um skipulagsmál í Reykjavík en sama dag var hús sem tengist æsku minni afmáð úr borgarmyndinni. Rammagerðin flutti í Hafnarstræti 19 frá áttunda áratug síðust aldar en afi minn stofnaði fyrirtækið. Það eru því fáir staðir sem ég eytt jafn miklum tíma á en þetta hús sem var rifið […]
Ég er hægrikrútt. Hægrikrútt eru hægrimenn sem vinstrimenn umbera. Vinstrimönnum þætti ekkert að því ef sumir, ja, jafnvel margir hægrimenn hyrfu úr lífi þeirra. En þeir hefðu ekkert á móti því að halda nokkrum hægrikrúttum. Ekki til að við myndum stjórna neinu, heldur sem kryddi í tilveruna og sem málefnalegri en ávalt mjög svo kurteisri […]
Miðbær Reykjavíkur einstaklega skemmtilegur nú til dags. Í öllum veðrum er Laugavegurinn þéttsetinn og jafnvel hægt að týnast í fjöldanum. Minnir mann dálítið á erlendar stórborgir. Þó eru ekki allir sáttir við þetta fyrirkomulag. Sumir segja að fyrirhuguð hótelbygging í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll sé menningarslys og sami hópur fer ekki beint fögrum orðum skipulagið […]
Það er vitað frá aldaöðli að þorstinn eftir ríkidæmi er vís leið til þess að týna sjálfum sér. Algjör samstaða er um þetta meðal trúarbragða heimsins og helstu hugsuða mannkynssögunnar—allt frá Móses til Krists, Búddha, Múhammeðs og Yoda. Ásælni er ein af höfuðsyndunum; það er synd að vera upptekinn af því að vilja komast yfir […]
Þótt ég hafi hlustað á foreldraviðtal eftir foreldraviðtal, í raun alla mína skólagöngu, um að ég væri of hávær í skólanum og yfir höfuð í lífinu sá ég alltaf fyrir mér að þetta myndi eldast af mér. Ég yrði ekki eins hávær þegar ég yrði fullorðin. Þá myndi ég ganga um alla liðlangan daginn […]
Undanfarið hefur verið mikil umræða um höfundalög og netið. Ekki í fyrsta skipti og alveg örugglega ekki í það seinasta. Píratinn Helgi Hrafn skrifaði frábæra grein þar sem hann útskýrði sjónarmið Pírata, eftir ádeilu frá Agli Helgasyni sem kallaði afstöðu Pírata vandræðalega gagnvart „þjófnaði“. Eins og Helgi benti á þá er baráttan töpuð nema með […]
Eitthvert skrýtnasta deilumál okkar sem búum í höfuðborginni er deilan um einkabílinn. Deilan tekur á sig ýmsar myndir. Þannig virðist þeir sem eru á móti einkabílnum líka á móti flugvellinum í Vatnsmýri, en bílafólkið er á hinn bóginn sagt andvígt þéttingu byggðar. Þá vill bílafólkið ekki eyða meiri pening í almenningssamgöngur á meðan hinir hjólandi […]
Þegar maður byrjar að fylgjast með íþróttum eftir langt hlé getur það virkað yfirþyrmandi að finna réttu leikina til þess að horfa á og gerast spenntur yfir. Sönn stórveldi íþróttanna eru yfirleitt á sínum stað, en þegar litið er á liðaskipan í efstu deildum með tíu til fimmtán ára millibili þá hefur töluvert breyst. Fyrir […]
Við Íslendingar búum við þann lúxus að eiga fjölmargar auðlindir ólíkt mörgum öðrum þjóðum. Við eigum fiskinn í sjónum og stóra landhelgi. Við eigum hreint og ómengað vatn. Við eigum víðfema óspillta náttúru. Við eigum náttúrundur eins og Geysi og stærsta jökulinn í Evrópu. Eldfjöll sem spúa túristagosi og hjálpa til við auglýsa landið okkar […]