Happdrættisvinningur?

Alþingi samþykkti í gær sérstakt viðbótarframlag til samgöngumála upp á þrjá milljarða króna og stendur því til að verja alls níu milljörðum til ýmissa samgöngubóta á næstu árum.

Þegar gæfan faðminn bauð…

Í nýlegu fréttabréfi knattspyrnufélags ÍA er greint frá því að ný auglýsing muni prýða búninga félagsins í sumar en Búnaðarbankinn hf. hefur verið aðalstyrktaraðili ÍA síðan velmektartímabil félagsins hófst í upphafi 10. áratugarins.

Orð og ábyrgð

Vart er hægt hugsa sér harðari áfellisdóm yfir manni en að hann beri ábyrgð á dauða annars manns eða manna. Hin geðþekka og umburðarlynda Kolbrún Halldórsdóttir fór þó létt með það í Silfri Egils í gærkvöldi, þar sem hún sakaði Árna Johnsen, vísnasöngvara og alþingismann, um að bera ábyrgð á sjálfsvígum ungra manna með afstöðu sinni á Alþingi til málefna samkynhneigðra. Ekki ætlar DEIGLAN að blanda sér efnislega í umræðuna um málefni samkynhneigðra, en ljóst er að sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Frumsýning Samfylkingarinnar

Vinstri menn á Íslandi, eða hluti þeirra að minnsta kosti, frumsýndu um helgina nýjustu afurð sína á mikilli sýningu í Borgarleikhúsinu.

2.655.000.000.000 kr.

Í gær lauk uppboði sem breska ríkisstjórnin efndi til vegna úthlutunar á leyfum fyrir farsímaþjónustu í landinu. Fimm leyfi stóðu til boða en rásirnar, sem þjónustan byggir á, eru ágætt dæmi um takmarkaða auðlind. Óhætt er að segja að uppboðið hafi tekist bærilega, alla vega frá sjónarhóli seljandans séð, því rásirnar fimm voru slegnar á samtals 22,5 milljarða punda, eða 2.655.000.000.000 kr. (tvöþúsundogsexhundruð milljarða króna!).

Til stuðnings frjálsum fjölmiðlum í Íran

Helsti óvinur harðstjórna, hvar í heimi sem þær finnast, er málfrelsið. Kína er kannski eitt besta dæmið um harðstjórnarríki, þar sem ritskoðun og hreinar og klárar njósnir um einstaklingana eru sjálfsagður hlutur. Tölvupóstur manna er jafnvel skoðaður og frjálsir fjölmiðlar þekkjast varla.

Gleðilega páska!

Deiglan óskar lesendum sínum nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegra páska. Í dag minnast kristnir menn upprisu Krists og af því tilefni er Deiglan á trúarlegu nótunum í dag.

Veðravítið Reykjavík

Reykjavík er veðravíti. Landsbyggðarfólk sem hyggur á búferlaflutninga til höfuðborgarinnar ætti að gera sér grein fyrir þessu sem fyrst. Öll óveður og ófærð landsbyggðarinnar blikkna í samanburði við þau gjörningaveður sem yfir borgina við sundin ganga

Höfðað til fjöldahyggju

Fjöldahyggja er einhver ógeðfelldasta tilhneiging mannsins og að líkindum ein sú ómannlegasta sem hann býr yfir. Illa innrættir menn hafa í gegnum aldirnar náð valdi yfir fólki með skírskotun til fjöldahyggju þess og afleiðingarnar hafa verið allt frá kjánalegum verkfallsaðgerðum til helfarar gegn heilli þjóð.

Væntingar og verðmæti

Nú í morgun bárust af því fréttir að hlutabréf á mörkuðum í Asíu væru í frjálsu falli eftir hrun á hlutabréfum í Bandaríkjunum fyrir helgi. Þótt flestir hafi búist við að hlutabréf myndu lækka í verði eftir að tilkynnt var um hækkun verðbólgu vestan hafs í byrjun síðustu viku, er niðursveiflan mun meiri en flesta óraði fyrir.

Átakasaga Elians

Málefni kúbanska drengsins Elians Gonzales taka á sig sífellt furðulegri mynd. Afstaða bandarískra stjórnvalda hefur hingað til verið nokkuð skynsöm í meginatriðum; að um sé að ræða sifjamál, eðlilegt að drengurinn sé hjá föður sínum og heppilegast að stjórnmál komi sem minnst við sögu.

Byssur og bandarískt gildismat

Margt virðist benda til þess, að meðferð skotvopna verði eitt helsta kosningamálið í bandarísku forsetakosningunum á hausti komanda. Orsakir þess er óþarft að rekja hér en í öllu falli er ljóst, að full ástæða er til þess fyrir þegna þar vestra, að velta fyrir sér, hvort sá skýlausi réttur allra frjálsra manna þar í landi til að bera skotvopn, hafi nokkra skírskotun til aðstæðna í nútímanum.

Skrautfjöður í hatt SKJÁSEINS

Sjónvarpsstöðin SKJÁREINN bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn um helgina er hún sýndi beint frá Heimsmótinu í skák, sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Mótið og útsendingin frá því tókst í alla staði mjög vel en að auki hafði DEIGLAN ákaflega gaman af viðtali Egils Helgasonar við sjálfan heimsmeistarann, Gary Kasparov.

Hún á afmæli í dag

Valgerður Sverrisdóttir, nýskipaður viðskipta- og iðnaðarráðherra, er mikill höfðingi. Enda er hún úr sveit. Nánar tiltekið Grenivík, en fædd á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi 23. mars 1950. Eins og sönnum höfðingjum sæmir hélt hún veglega upp á fimmtugsafmæli sitt um síðustu helgi. Hinn nýi ráðherra var svo rausnarlegur að bjóða öllu starfsfólki ráðuneytanna í helgarferð til Grenivíkur til þess að samfagna með sér tímamótunum og þáðu fjórtán af þrjátíu starfsmönnum boðið.

Hetjuskapur á pólnum

Það fyrsta sem kom upp hugann þegar fregnir bárust af þeirri ákvörðun Haraldar Arnar Ólafssonar, annars leiðangursmanna á Norðurpólinn, að halda för sinni áfram einsamall eftir að félagi hans, Ingþór Bjarnason, heltist úr lestinni vegna kals, var hvers konar brjálsemi þyrfti til að taka slíka ákvörðun.

Frelsarinn Pútín

Fátt bendir til annars en að Vladimír Pútín verði forseti Rússlands, hvort sem til þarf eina eða tvær umferðir. Í kringum helmingur kjósenda greiddi Pútín atkvæði sitt í kosningunum og þorri almennings kann greinilega að meta skörulega stjórnarhætti hans.

Útþenslustefna og heimsyfirráð

Skipulagsmál ætla að verða helsta hitamálið næstu árin í borgarmálunum og örugglega eitt helsta kosningamálið árið 2002. Um þessar mundir beinist athyglin einna helst að flugvellinum og fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu R-listans meðal Reykvíkinga.

Örlagaskot í Teheran?

Klukkan rúmlega fimm í gærmorgun að íslenskum tíma var Saeed Hajjarian skotinn í andlitið af óþekktum byssumanni í miðborg Teheran, höfuðborgar Írans. Að sögn vitna flúðu árásármennirnir af vettvangi á mótorhjóli en nærstaddir lögreglumenn gerðu enga tilraun til að ná þeim.

Sannur leiðtogi

Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Samband ungra jafnaðarmanna var stofnuð í dag, nokkrum árum eftir að ungliðahreyfing Alþýðuflokksins, Samband ungra jafnaðarmanna, var stofnuð. Formaður fyrrnefnda sambandsins var valinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, laganemi. Nokkur bjartsýni hefur greinilega ríkt meðal Vilhjálms og stuðningsmanna hans um að hann næði kjöri, því merki sambandsins, sem var afhjúpað nokkrum dögum fyrir hinn svokallaða stofnfund, er brjóstmynd af leiðtoganum tilvonandi, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, ásamt ónefndri stúlku.

Aldrei að kvíða

Því er gjarnan haldið á lofti að enginn efist lengur um réttmæti veru bandaríska hersins hér á landi. Deigluvinurinn Þórlindur Kjartansson beinir sjónum sínum að þessu „ekki-lengur“ viðvæma máli í pistli dagsins. Þórlindur er manna fróðastur um skáldskap herstöðvarandstæðinga sem hann segir svo skemmtilegan „að ungir hægrimenn geta ekki annað en andvarpað í vonleysi því ekki er til þess vitað að ungur hægrimaður hafi nokkru sinni haft andagift til þess að standast bestu skáldum og rithöfundum vinstri manna snúning.“