Röskva = Skrökva

Nýútkomið tölublað Stúdentablaðsins hefur endanlega sýnt mönnum fram á að Röskva getur ekki, og vill ekki, gera greinarmun á samtökum félagshyggjufólks við Háskóla Íslands annars vegar og skylduaðildarapparatinu Stúdentaráði hins vegar. Málefnalega afstöðu er þó sem betur fer enn að finna meðal stúdenta, eins og lesa má í grein sem birtist í Morgunblaðinu 23. mars.

Gamalkunnur áróður

Að leika á tilfinningar almennings og gerast sjálfskipaðir talmenn hans í viðkvæmum dægurmálum – hverjir jafnast á við vinstrimenn í þeim efnum? Í eina tíð var það „undirlægjuháttur við erlent herveldi“ sem ógnaði „sjálfstæði og tilveru íslensku þjóðarinnar,“ eins og upphrópanir vinstrimanna hljómuðu þá. Nú hafa tekið við nýjar upphrópanir en hræsluáróðurinn sem að baki liggur er af sama sauðahúsi.

Að kunna og að kunna ekki að reka knattspyrnufélag

Nýlega var tilkynnt um mikil umskipti í rekstri Sementsverksmiðjunnar hf. og voru þau umskipti ekki síst rakin til endurskipulagningar sem átti sér stað við hlutafélagsvæðingu fyrirtækisins fyrir nokkrum árum.

Saklaus uns sekt er sönnuð… eða hvað?

Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð. Þetta hefur hingað til verið talin meginregla í öllum vestrænum réttarríkjum og þótt víðar væri leitað. Páll Þórhallsson, lögfræðingur, sem skrifað hefur töluvert um lögfræðileg málefni í Morgunblaðið, segir í grein sinni, Uns sekt er sönnuð, í Morgunblaðinu sl. sunnudag, þar sem hann fjallar um tvo dóma Hæstaréttar í kynferðistafbrotamálum, að í þeim tilvikum hafi öllum vafa um sekt sakborninga verið ýtt til hliðar.

Hverjum er góðærið að þakka?

Í fréttum Stöðvar 2 fimmtudagskvöldið 10. janúar sl. fullyrtu forystumenn stjórnarandstöðunnar að góðærið væri ekki Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, að þakka. Rannveig Guðmundsdóttir sagði t.a.m. að forsætisráðherra réði ekki fiskgengd. Nokkuð merkileg uppgötvun hjá Rannveigu og verða jafnvel áköfustu stuðningsmenn Davíðs að viðurkenna þessi takmörk á hæfileikum hans.

Útsvarshækkun og friðarhöfðinginn

Sjö af hverjum tíu Reykvíkingum eru á móti útsvarshækkun R-listans, ef marka má nýja skoðanakönnun Gallups. Fréttastofa ríkissjónvarpsins las glögglega í niðurstöðurnar: „Sjö af hverjum tíu Reykvíkingum eru á móti útsvarshækkun meirihluta borgarstjórnar en kjósendur R-listans styðja hækkunina.“ Einmitt það. Eru kjósendur R-listans ekki nema 30% Reykvíkinga? Gott ef rétt væri, en sama Gallupkönnun mældi fylgi R-listans rúm 50% og því hlýtur verulegur hluti þeirra að vera andvígur hækkuninni.

Hámarkshraði og innganga í trúfélög

Svokallaðir áhugamenn um bætta umferðarmenningu leggja ætíð mikla áherslu á að halda ökuhraða á þjóðvegum landsins niðri. Á þeim má skilja að hraðaakstur sé orsök lang flestra umferðarslysa. Það er reyndar mjög skarplega ályktað hjá þessum áhugamönnum að hættueiginleikar ökutækja felist einmitt í þeirri staðreynd að þau hreyfast. En er ökuhraðinn í sjálfu sér endilega svo stór þáttur í umferðarslysum, hvað með andvaraleysi og dómgreindarbrest?

Óhæfr rekstraraðili háskóla

Vinstri menn segja að vandi Háskóla Íslands sé tilkominn vegna lágra framlaga ríkisins til skólans. Þetta er hárétt. Vandi Háskóla Íslands er m.ö.o. fólgin í því eigandi og rekstraraðili hans er óhæfur. Ríkissjóður getur ekki og á því ekki að reka stofnun á borð við Háskóla Íslands. Hins vegar gæti ríkissjóður varið ákveðnum fjármunum til háskólastarfs í landinu og sjálfseignarstofnunin Háskóli Íslands gæti þegið hluta af þeim.

Fjölgun

Deiglan hefur nú göngu sína að nýju eftir óvenjulangt sumarleyfi, sem þó er ekki nema rúmum mánuði lengra en sumarfrí íslenskra kennara, í hverju þeir eru á fullum launum. Sumarið hefur um margt verið viðburðaríkt.

Af hverju er ríkið að keppa við einkaaðila um sjónvarpsefni?

Samningar hafa nú tekist um útsendingar frá íslenskri knattspyrnu í sumar. Ljóst er að þýska fyrirtækið UFA hefur beðið nokkurt tjón af samningi sínum við KSÍ.

Misheppnað framboð vinstrimanna

Sameiningarbylgja vinstri manna fjaraði út í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í dag.

Gamli Bláskjár allur

Frank Sinatra, sá mikli höfðingi, er fallinn frá. Óhætt er að fullyrða að Frank, eða Bláskjár, eins og hann mun stundum hafa verið kallaður, þótt hann hefði sjálfur varla svarað því kalli, hafi verið einn af mestu skemmtikröftum 20. aldarinnar.

Fjárglæframenn í borgarstjórn

Vinstri menn eru alltaf jafn samkvæmir sjálfum sér og hafa þeir undanfarna daga notað orð eins og ófrægingarherferð um upplýsingar þær, sem fyrrum starfsmenn Helga Hjörvar og Hrannars B. Arnarssonar, hafa vakið athygli fjölmiðla á.

Of dýrt í göngin?

„Allt of hátt,“ segja menn um aðgangsverð að Hvalfjarðargöngum. Vissulega eru eittþúsund krónur töluverð upphæð, sérstaklega þegar litið er til þess að menn þurfa fyrst að vinna sér inn tæpar tvö þúsund krónur til að geta náðarsamlegast fengið helminginn í eiginn vasa.

Slöpp tilraun til mannorðsvarnar

Ekki stendur steinn yfir steini í vandræðalegri tilraun Hrannars B. Arnarssonar og Helga Hjörvar til að hreinsa mannorð sitt af meintum rógi og svívirðilegum áburði. Þennan róg og áburð er að finna á Netinu á heimasíðu tveggja fyrrverandi launalausra starfsmanna félaganna, þar sem lesa má ítarlega um málið.

Tíkarsynir, skíthælar og aumasta þý

Tíkarsynir, skíthælar og aumasta þý, eru orð sem Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri, kýs að nota yfir meinta misgjörðamenn sína í tengslum við Landsbankamálið í Morgunblaðinu í gær. Undir fyrirsögninni Ég ákæri birtist einhver magnaðasta blaðagrein síðari ára, þar sem fyrrverandi þingmaður, ráðherra og bankastjóri viðhafði slík orð um embættismenn þjóðarinnar, blaðamenn og fleiri, að með ólíkindum var. Eðli greinarinnar var slíkt, að annaðhvort verður Sverrir sóttur til saka og sakfelldur fyrir ærumeiðingar, eða umræddir einstaklingar munu þurfa að svara fyrir það sem fram kemur í grein Sverris.

Málefnafátækt meirihlutans

Foringinn, foringinn, foringinn, foringinn. Þetta eru helstu kosningaáherslur R-listans. Engum heilvita manni þar á bæ dettur í hug að beina athygli borgarbúa að verkum R-listans, eða öðrum frambjóðendum. Og það er engin furða.

Krassandi greinaskrif og hvalveiðar

Sú var tíð að greinaskrif í íslenskum dagblöðum voru fjörug og krassandi, sumir myndu jafnvel segja ómálefnaleg og rotin. Hin síðari ár virðast greinarhöfundar hafa róast og meirihluti þeirra tekur afstöðu sem nær ómögulegt er að vera ósammála eða þeir fjalla um mál sem engan snerta eða öllum er sama um.

Heilög Jóhanna, utanbæjarmenn og fjölgun mannkyns

Jóhanna Sigurðardóttir stendur nú á hátindi ferils síns. Pólitískt líf hennar hefur loks öðlast tilgang og merkingu með uppsögnum þriggja bankastjóra.

Lax, Clinton og sama R-lista ruglið

Verð á laxveiðileyfum hefur hækkað jafnt þétt síðustu ár og hafa efnaminni laxveiðimenn furðað sig á þessari þróun, enda óskiljanlegt að einhverjir aðilar treysti sér til að borga hátt í 200 þúsund krónur fyrir einn dag í laxveiði.