Til stuðnings frjálsum fjölmiðlum í Íran

Helsti óvinur harðstjórna, hvar í heimi sem þær finnast, er málfrelsið. Kína er kannski eitt besta dæmið um harðstjórnarríki, þar sem ritskoðun og hreinar og klárar njósnir um einstaklingana eru sjálfsagður hlutur. Tölvupóstur manna er jafnvel skoðaður og frjálsir fjölmiðlar þekkjast varla.

Helsti óvinur harðstjórna, hvar í heimi sem þær finnast, er málfrelsið. Kína er kannski eitt besta dæmið um harðstjórnarríki, þar sem ritskoðun og hreinar og klárar njósnir um einstaklingana eru sjálfsagður hlutur. Tölvupóstur manna er jafnvel skoðaður og frjálsir fjölmiðlar þekkjast varla.

Það er líka einkennandi fyrir harðstjórnir, sem finna ráð sín fara þverrandi, að ráðast gegn frjálsum fjölmiðlum í þeirri von að ekki sjóði upp úr sé nógu fast þrýst á lokið. Tilraunir afturhaldsaflanna í Íran til að kæfa umbótastefnu Muhammads Kathamis, forseta landsins, eru af þessum meiði.

Senn líður að síðari umferð írönsku þingkosninganna en umbótasinnar unnu sem kunnugt er stórsigur í fyrri umferðinni. Í þessari viku hafa stjórnvöld lokað sextán fjölmiðlum með valdi og líta margir svo á að hér sé ferðinni undanfari valdaráns. Íranska þjóðin hefur þegar sýnt þann vilja sinn í verki, að vilja eiga samleið með hinum vestræna heimi og aðgerðir harðlínuaflanna að undanförnu hafa vakið mikla reiði almennings. Forystumenn umbótasinna hvetja þó til stillingar, því harlínuöflin eru sögð munu nota öll upphlaup sem tylliástæðu valdbeitingar.

Lesendum Deiglunnar er bent á heimasíðu til stuðnings frjálsum fjölmiðlum í Íran. Þaðan er hægt að senda tölvupóst til ráðamanna í Íran og mótmæla framferði stjórnvalda. Einnig er hægt að senda póst til forsvarsmanna alþjóðasamtaka blaðamanna og þar er jafnframt að finna lista yfir þá fjölmiðla í Íran sem bannaðir hafa verið að undanförnu.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.