Höfðað til fjöldahyggju

Fjöldahyggja er einhver ógeðfelldasta tilhneiging mannsins og að líkindum ein sú ómannlegasta sem hann býr yfir. Illa innrættir menn hafa í gegnum aldirnar náð valdi yfir fólki með skírskotun til fjöldahyggju þess og afleiðingarnar hafa verið allt frá kjánalegum verkfallsaðgerðum til helfarar gegn heilli þjóð.

Fjöldahyggja er einhver ógeðfelldasta tilhneiging mannsins og að líkindum ein sú ómannlegasta sem hann býr yfir. Illa innrættir menn hafa í gegnum aldirnar náð valdi yfir fólki með skírskotun til fjöldahyggju þess og afleiðingarnar hafa verið allt frá kjánalegum verkfallsaðgerðum til helfarar gegn heilli þjóð. Nú berast af því fréttir, að hvítir bændur fyrrum Ródesíu séu myrtir einn af öðrum af landtökuhópum sem æða um landið í skjóli og eftir hvatningu forsetans, Roberts Mugabes. Zimbabwe er vettvangur þessara ofsókna en landið var bresk nýlenda til 1980, er Bretar létu innfæddum eftir stjórn landsins og þá tók Mugabe við stjórnartaumunum.

Mest allan áttunda áratuginn geysaði borgarastrið í landinu, þar sem svarti meirihlutinn gerði uppreisn gegn bresku nýlendustjórninni. Breskir bændur, sem sest höfðu að í Ródesíu, höfðu náð miklum árangri í ræktun gjöfuls landsins og grundvallaðist efnahagslífið á þeirra starfsemi. Eftir valdatöku Mugabes fengu hvítu bændurnir að starfa áfram en nýlega kynnti Mugabe nýja stefnu, sem minnir um margt á stefnu kollega hans í austurvegi á 4. áratug aldarinnar. Stefnan, sem útleggst á íslenku Umbætur í jarðamálum gengur í meginatriðum út á það, að hvítu bændurnir „skili“ jörðum sínum aftur til „eigenda“ þeirra. Þegar bændurnir þráuðust við gaf Mugabe út skotleyfi á það og uppgjafarhermenn úr borgarstríðunu voru látnir leiða landtökuhópa gegn varnarlausum bændunum. Þeir sem ekki hafa hingað til gefist upp með góðu hafa einfaldlega verið drepnir á jörðum sínum og landtökumennirnir síðan sest að í hýbýlum þeirra.

Engu breytti um þessa atburðarás, að hæstiréttur landsins úrskurðaði stefnu Mugabes ólögmæta. Hvernig getur stefna einræðisherra verið ólögmæt? Hann er lögin. Reyndar eru einræðisherrar á borð við Mugabe löggjafi, framkvæmdavald og sá dómstóll sem eitthvað hefur að segja. Flestir hjóta að fordæma það sem er að gerast í Zimbabwe, enda framkvæmd stefnunar villimannsleg. En þessi stefna er samt í uppáhaldi hjá æði mörgum í því sem við köllum „hinum siðmenntaða heimi“. Atburðirnir í Zimbabwe eru í raun aðeins öfgafullt dæmi um það, þegar ríkisvaldið – með skírskotun til fjöldahyggju múgsins – hrifsar eignarréttindi af mönnm, sem gert hafa gjafir náttúrunnar að verðmætum með vinnu sinni og hugviti.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.