Stríðsins volaða helvíti

Rússar hafa nú loksins náð Grozný, eða öllu heldur rústum borgarinnar, á sitt vald. Taka borgarinnar reyndist Rauða hernum dýrkeypt, yfir eitt þúsund hermanna hans féllu í götubardögum við uppreisnarmenn og spurningar hafa vaknað um hernaðarlega getu gamla stórveldisins.

Gengisfelling fátæktarhugtaksins

Íslandi, í fréttum um helgina, þá er svarið tvímælalaust já. Vinsælt er núorðið að segja, að bilið milli ríkra og fátækra hafi aukist á Íslandi, og var það t.a.m. boðskapur í nýársávarpi forseta Íslands. Lítill vafi leikur á því að margir hafa efnast vel á undanförnum árum og enn minni vafi er á því að sumir hafa efnast minna. Að því leyti hefur bilið milli „ríkra“ og „fátækra“ breikkað.

Kynjakvóti á kosningalista

Morgunblaðið greindi frá því á þriðjudaginn að konur á framboðslista Röskvu til stúdentaráðs væru jafnmargar körlum. Var á fréttinni að skilja að þetta væri ekki tilviljun heldur með ráðum gert og þá væntanlega til að sýna jafnréttisvilja Röskvuliða í verki. Það er reyndar nokkuð skondið að tefla þeirri staðreynd fram sem einhverju trompi, að dilkadráttur hafi farið fram við val á listanum.

Elliðaey og tónlistarhús

Á síðustu vikum og mánuðum hefur komið fram nokkuð eindreginn vilji ráðamanna þjóðarinnar til að reisa svokallað tónlistarhús, að meira eða minna leyti fyrir fé úr ríkissjóði. Fyrir byggingu hússins hafa verið færð ýmis rök en andmælendur hugmyndarinnar telja að það sé ekki hlutverk ríkisins að reisa slík hús. Þeir sem einna helst þrýsta á um byggingu hússins eru tónlistarmenn. Deiglan sá athyglisverðan flöt á málinu koma upp nú í vikubyrjun.

Krappur dans í Staffordskíri

Heldur hefur syrt í álinn hjá Stoke City í síðustu leikjum og hefur liðið aðeins fengið eitt stig af síðustu níu mögulegum. Samhliða þessu hefur verðgildi hlutabréfa í Stoke Holding, eignarhaldsfélagi íslensku fjárfestanna, rýrnað nokkuð, eða um 10-15% að því er heimildir Deiglunnar herma. Vitaskuld var fyrirséð að gengi bréfanna myndi haldast í hendur við gengi liðsins inni á vellinum, en svo mikil lækkun kemur samt nokkuð á óvart.

Góðærið í hættu beggja vegna Atlantsála?

Uppsveifla efnahagslífsins í Bandaríkjunum hefur nú staðið í níu ár og er það lengsta samfellda hagvaxtarskeið vestra síðan á sjöunda áratugnum. Verðgildi hlutabréfa vex stöðugt, atvinnuleysi er tiltölulega lítið og staða alríkissjóðsins hefur batnað til mikilla muna.

Kattafárið mikla

Borgaryfirvöld hafa sagt reykvískum köttum stríð á hendur og verja nú umtalsverðum fjármunum í að uppræta meint kattafár innan borgarmarkanna.

Fasískt Austurríki?

Mál málanna í evrópskum stjórnmálum þessa dagana er myndun ríkisstjórnar í Austurríki. Þar stefnir í að hinn íhaldssami Þjóðarflokkur myndi stjórn með Frelsisflokki Jörgs Haider, en sú stjórn hefði ríflegan þingmeirihluta á bak við sig.

Verri en enginn

Deiglan er fjölmiðla- og fréttafíkill. Fyrir hana er gósentíð að renna upp, því senn líður að formannskosningu í nýja Samfylkingarflokknum. Ef vinstri menn eru sjálfum sér samkvæmir verður kosningabaráttan vingjarnleg og heiðarleg – fyrir fundinn – en að honum loknum sárindi, óheilindi og önnur yndi.

Rífum upp parketið!

Ef það er rétt, sem haldið hefur verið að fólki undanfarin ár, að handbolti sé þjóðaríþrótt Íslendinga, þá er óhætt fyrir landann að skríða undir sæng og láta ekki sjá sig á alþjóðavettvangi næstu mánuði. Deiglan telur að nú sé tímabært að stokka upp spilin í íslensku íþróttalífi.

Tilvistarkreppa embættismanna

Embættismenn ríkisins eru margir hverjir afar sárir þessa dagana, einkum forstöðumenn hinna ýmsu ríkisstofnana. Ástæðan er gagnrýni sem þeir hafa að undanförnu orðið fyrir frá stjórnmálamönnum, m.a. úr ræðustóli Alþingis. Það er auðvitað ótækt að menn úti í bæ þurfi að sitja undir árásum þingmanna með þessum hætti.

Efnahagshamfarir yfirvofandi?

Fátt brennur heitar á vörum landans þessi dægrin en sú spurning, hvort allt sé að fara fjandans til efnahagslega – hvort góðærið sé búið og krepputímar framundan. Þeir sem aðhyllast þessa skoðun benda gjarnan á að viðskiptahallinn sé hár og verðbólga mælist allt að 5,8% á ársgrundvelli. Aðrir benda gjarnan á að þessi hækkandi verðbólga, eins óviðunandi og hún er, sé hefðbundinn fylgifiskur mikilla efnahagsframfara.

Kærkomið tækifæri fyrir áhangendur Stoke

Í kvöld gefst íslenskum sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að berja hið nafntogaða lið Stoke City augum í fyrsta sinn síðan íslenskir fjárfestar eignuðust meirihluta í félaginu.

Skapadægrið skammt undan

Nú hillir undir að valdatíma Röskvu í Háskóla Íslands ljúki. Þessi ungliðahreyfing Samfylkingarinnar hefur í vetur sýnt öll einkenni deyjandi valdhafa, enda dylst engum að skapadægrið er skammt undan. Í sjálfu sér er breytinga þörf af þeirri ástæðu einni hve lengi Röskva hefur setið að völdum – allt vald spillir og algjört vald spillir. En það kemur meira til, mun meira.

Er Deiglan á móti markaðslausnum?

Deiglunni hefur borist eftirfarandi bréf frá dyggum lesanda sínum, sem brást ókvæða við umfjöllun hennar um markaðslaun í 4. tbl. frá því í gær:

Töfraorðið markaðslaun

Reglulega skjóta töfraorð upp kollinum og hið nýjasta er væntanlega töfraorðið markaðslaun. Verslunarmannafélag Reykjavíkur segist hafa snúið baki við kjarabaráttu síðustu aldar (væntanlega 19. aldar þar sem enn eru tæpt ár eftir af þeirri tuttugustu).

Á forsetinn að gæta bróður síns?

Ólafur Ragnar Grímsson, sem 2/5 hlutar íslensku þjóðarinnar kusu forseta fyrir nokkrum árum, ávarpaði þjóð sína í gær. Margt kom fram í máli forsetans en megináherslu lagði hann á þær áhyggjur sínar, að samhjálpin í íslensku þjóðfélagi væri í hættu. Bilið milli ríkra og fátækra væri stöðugt að breikka og þeir efnameiri gerðu leggðu minna af mörkum til hinna efnaminni en hollt gæti talist.

Gleðilegt ár!

Deiglan óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina undanfarin ár.

Sannlega mega þeir súpa hel

Þegar ráðamenn ríkisstjórna og peningastofnanna á Vesturlöndum ákváðu að veita rússneskum stjórnvöldum tugmilljarða dala lán, var það réttlætt með þeim rökum, að tryggja þyrfti stöðugleika í rússneskum stjórnmálum.

Landbúnaður á villigötum

Það er líklega ekki ofsögum sagt að íslenskur landbúnaður sé á villigötum. Einhver bölvun virðist hvíla yfir þessari atvinnugrein, sem mátt hefur þola í senn harðneskju náttúraflanna og heimsku stjórnmálamanna. Deiglan leiddi hugann að nokkrum atriðum líðandi stundar sem varpa ljóstýru á fullyrðingu fyrsta málsliðar.