Hetjuskapur á pólnum

Það fyrsta sem kom upp hugann þegar fregnir bárust af þeirri ákvörðun Haraldar Arnar Ólafssonar, annars leiðangursmanna á Norðurpólinn, að halda för sinni áfram einsamall eftir að félagi hans, Ingþór Bjarnason, heltist úr lestinni vegna kals, var hvers konar brjálsemi þyrfti til að taka slíka ákvörðun.

Það fyrsta sem kom upp hugann þegar fregnir bárust af þeirri ákvörðun Haraldar Arnar Ólafssonar, annars leiðangursmanna á Norðurpólinn, að halda för sinni áfram einsamall eftir að félagi hans, Ingþór Bjarnason, heltist úr lestinni vegna kals, var hvers konar brjálsemi þyrfti til að taka slíka ákvörðun. Í kjölfarið fylgdu hefðbundnar úrtölur; það myndi nú kosta eitthvað sækja lögfræðinginn unga út á ísinn þegar þokunni létti loks í höfði hans. Að lokum kom sú spurning upp í hugann, hvað maðurinn væri eiginlega að sanna með þessu?

Auðvitað eru menn að sanna sig, fyrir sjálfum sér og öðrum, reyna andlega- og líkamlega getu sína til hins ítrasta. En það kemur meira til, það hlýtur eiginlega vera, þegar menn taka ákvörðun á borð við þá sem Haraldur Örn tekur um að halda áfram einsamall. Afreksmenn í þessum flokki hafa alla tíð verið geggjaðir. Það þarf ákveðna geggjun til að legggja sjálfan sig í stórhættu við klifra um fjallstind í Nepal, bara „af því að hann er þarna,“ eins og frægur fjallgöngumaður orðaði það svo skemmtilega.

Í geggjuðum afreksmönnum endurspeglast í raun allt það besta sem prýðir manninn og skilur frá dýrategundum. Þörfin fyrir að skara fram úr og reisa sér óáþreifanlega minnisvarða er einstaklega mannleg. Hið versta af öllu er hjarðhugsunin, þar sem enginn má rasa út fyrir hjörðina og þeir sem slikt gera eru litnir hornauga af hinum sauðunum. Þannig er það þá, að þrátt fyrir hégómann í þessu öllu saman, ber Deiglan mikla virðingu fyrir pólförinni, sem er – í allri sinni geggjun – hetjuskapur.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.