Einn maður – einskonar atkvæði

Fyrir átta árum höfðu réðu kjósendur á Florida úrslitum í kosningum um forseta Bandaríkjanna. Í forkosningunum undir lok mánaðar munu íbúar fylkisins komast að því hvernig það er að vera á hinum enda valdastigans, en þá fara fram forkosningar um alla núll fulltrúa fylkisins á landsfundi Demokrata, sem fram fer síðar á árinu. Þetta er aðeins einn fjölmargra gimsteina á hinu litskrúðuga perlufesti bandarískra kosningareglna.

Mac is Back

Fyrir fáum mánuðum var John McCain afskrifaður sem hugsanlegur frambjóðandi Repúblikana í kosningunum næsta haust. Eftir sigur í New Hamshire í vikunni hefur þetta snúist við. Hann er nú kominn í sömu stöðu og fyrir átta árum. Hann virðist óstöðvandi – en það getur snögglega breyst á ný, eins og McCain þekkir á eigin skinni.

Clinton for president, round two!

Clinton hjónin vilja fá gamla húsið sitt aftur. En núna ætlar Hillary að vera forsetinn og Bill forsetafrúin. Á meðan allir auglýsa framboð sín með eftirnafni, eins og til dæmis “Obama for president” eða “McCain for president”, þá auglýsir forsetafrúin fyrrverandi sitt framboð á fornafni; “Hillary for president”. Ástæðan er augljós.

Demókratar eiga sviðið

Forval forsetakosninga Bandaríkjanna virðist hafa fengið talsvert meiri umfjöllun fjölmiðla víðast hvar en forvalið fyrir kosningarnar tvær þar á undan. Demókratar virka alsráðir á vellinum, en umræðan hefur að miklu leiti snúist um baráttuna á milli frambjóðendanna tveggja Hillary Clinton og Barack Obama. Það kemur kannski ekki á óvart annars vegar vegna þess að Repúblikanar hafa vermt forsetastólinn síðustu tvö kjörtímabil og hins vegar vegna þeirrar staðreyndar að í fyrsta skipti eiga kona og blökkumaður raunhæfan möguleika á því að vinna forsetatilnefningu Demókrataflokksins.

GOBAMA

Þó Obama hafa ekki sigrað í gær í New Hampshire, þegar hann hlaut 37% atkvæða á móti 39% hjá Clinton, þá er árangur hans engu að síður mjög góður og löngu kominn fram úr öllu því sem flestir þorðu að vona fyrir nokkrum árum eða jafnvel mánuðum síðan. Það kallast: „Obama-mania“.

Hver tapaði stærst í New Hampshire?

Enginn vafi leikur á því að John McCain og Hillary Clinton eru sigurvegarar forvalsins sem fram fór í New Hampshire í gær. Mitt Romney tapaði illa, aftur, og Obama náði ekki að reiða Hillary náðarhöggið. En hvorugur þeirra beið þó stærsta ósigurinn, því hann féll í hlut sjónvarpstöðvarinnar ógeðfelldu, Fox News.

Bandarísku heilbrigðis(vanda)málin

Bandarískt heilbrigðiskerfi er dýrt, óskilvirkt, og uppfullt af markaðsbrestum. Um það eru bandarískir forsentaframbjóðendur í meginatriðum sammála, en hugmyndir frambjóðenda að lausnum eru eins ólíkar og svart og hvítt.

Romney: Íhaldsmaður af Guðs náð… eða hvað?

Auðjöfurinn og fv. ríkisstjóri Massachusetts Mitt Romney hefur af mörgum verið kallaður óskakandidat flokkseigandafélags Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann er ýmsum kostum búinn en er þó jafnframt umdeildur.

Gengið að hreinu kjörborði

Á þessu ári ganga Bandaríkjamenn í fyrsta sinn í marga áratugi að hreinu borði í forsetakosningunum í þeim skilningi að hvorki sitjandi forseti né varaforseti gefa kost á sér. Sá frambjóðandi sem hreppir hnossið hefur því einstakt tækifæri til að gera róttækar breytingar og áhugamenn um stjórnmál hafa að sama skapi nóg fyrir stafni næstu mánuðina við að fylgjast með öllum herlegheitunum.

Með hugmyndafræðina að vopni

Ron Paul hefur komið nokkuð á óvart í aðdraganda forvals Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Helst hefur gríðarlega vel lukkuð fjáröflun frambjóðandans hlotið athygli, en á þremur mánuðum tókst honum að safna yfir 20 milljónum dollara, aðeins með frjálsum framlögum á vefsíðu sinni.

Meiri bjór, minni bömmer

Enn einn naglinn í líkkistu forsjárhyggjunnar er lýtur aðgengi að áfengi og frelsi til áfengisviðskipta var sleginn nú um helgina. Þá voru birtar rannsóknarniðurstöður þess efnis að tíðni skorpulifur hafi fækkað um fjórðung á Íslandi síðustu 25 árin, og það þrátt fyrir aukna heildarneyslu og aukið aðgengi að áfengi. Augljóslega er engin ástæða til að ætla að frjáls sala á bjór og léttvíni breyti þeirri heillaþróun sem orðin er og því rökrétt að láta rökleysu stjórnlyndisins sem vind um eyru þjóta og gefa sölu á bjór og léttvíni frjálsa hið fyrsta.

Kolefnisskattar og kolefnistollar

Gróðurhúsaáhrif af völdum kolefnisútblásturs eru klassískt dæmi um það sem hagfræðingar kalla ytri áhrif. Hin klassíska lausn við ytri áhrifum í hagfræði er að leggja skatt á þann sem veldur þeim sem er jafn hár kostnaðinum sem aðrir aðilar bera af athæfi hans. Eitt vandamál við slíka skatta þegar kemur að kolefnisútblæstri er að þeir geta leitt til þess að útblásturinn er fluttur úr landi.

Dauði Sjónvarpsins

Sjónvarpið eins og við þekkjum það er dautt. Nútíma manneskjan hefur engan tíma til að bíða samviskusamlega eftir miðvikudagskvöldum einungis til að horfa á Lost. Við höfum of mikið að gera. Því hefur sjónvarpsmenningin í hinum vestræna heimi breyst. Það er ekki lengur ásættanlegt að horfa á dagskrárefni þegar sjónvarpstöðvum hentar að sýna það. Nei, við viljum horfa á þættina okkar þegar okkur sýnist og án auglýsinga.

Vonir og væntingar sveitarstjórnarmannsins

Það er gaman að vera sveitarstjórnarmaður á vaxtarsvæði þegar blússandi góðæri er það sem gildir og framtíðin virðist óendanlega björt. Á sumum svæðum hafa sveitarstjórnir vart undan við að skipleggja ný hverfi og byggja upp íþróttamannvirki. En er kannski eitthvað sem getur gleymst í öllum hamagangnum?

Aflakló á Íslandsmiðum

Tarantino eyddi áramótunum aftur á Íslandi. Rasar út um íslenskt hitamál hjá Flugufætinum.

Uppskera góðs sjónvarpsárs

Golden Globes hátíðin er í hættu vegna yfirstandandi verkfalls hjá handritshöfundasambandi Ameríku, sambandið hefur gefið út að þeir muni standa verkfallsvörð. En þó að framtíðin sé ekki ráðin í þessum efnum er alltaf jafn gaman að velta fyrir sér hver muni fá gullhnöttinn með sér heim, hvort sem af verður eða ekki.

Forsetinn þarf mótframboð

Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa kost á sér til þess að halda áfram í embætti. Líklegt er að mikill meirihluti kjósenda styðji þá hugmynd, enda hefur forsetinn eignast marga nýja aðdáendur í embætti. En yfirburðastaða eins frambjóðenda telst ekki vera rök gegn því að halda kosningar, nema í löndum þar sem lýðræðið stendur höllum fæti.

Heilafóður á nýju ári

Til að skilja betur hvernig heimurinn umhverfis þig virkar er hagfræðileg grundvallarhugsun ákveðin lykilforsenda. Tilvalin leið til að fóðra heilann nauðsynlegum sterum er að leggja reglulega leið sína í bloggheima hinna nýju rokkstjarna hagfræðinnar og er kannski ekki vitlaust nýársheiti nú um áramótin.

Völvuspá fyrir 2008

Framtíðin er ráðin. Valva Koskinkorva spámiðill hefur svipt hulunni af helstu viðburðum komandi árs og upplýsir við lesendur um sitt hvað óvænt. Vafi um framtíðina tilheyrir fortíðinni og lesendur Deiglunnar geta hafið undirbúning fyrir nýtt ár með fullkomnar upplýsingar um hvað það ber í skauti sér.

Helst af haustþingi

Fyrsti snúningur stjórnar og stjórnarandstöðu fór fram á haustþinginu. Það sem til tíðinda telst er hin nýja uppbygging stjórnarandstöðunnar sem telur það ekki hlutverk sitt að vera samstillt eða valkostur við ríkisstjórnina. Af málum á haustþinginu stendur þingskaparfrumvarpið upp úr en einnig fyrstu skrefin að stórum og mikilvægum breytingum á heilbrigðissviðinu.