Uppskera góðs sjónvarpsárs

Golden Globes hátíðin er í hættu vegna yfirstandandi verkfalls hjá handritshöfundasambandi Ameríku, sambandið hefur gefið út að þeir muni standa verkfallsvörð. En þó að framtíðin sé ekki ráðin í þessum efnum er alltaf jafn gaman að velta fyrir sér hver muni fá gullhnöttinn með sér heim, hvort sem af verður eða ekki.

Golden Globes hátíðin er í hættu vegna yfirstandandi verkfalls hjá handritshöfundasambandi Ameríku, sambandið hefur gefið út að þeir muni standa verkfallsvörð. Stéttarfélag leikara hefur beint þeim tilmælum til leikara að mæta ekki á hátíðina. Hvað mun gerast? Verða The Golden Globes haldin 13. janúar næstkomandi? Nú spyr sá sem ekki veit.

En þó að framtíðin sé ekki ráðin í þessum efnum er alltaf jafn gaman að velta fyrir sér hver muni fá gullhnöttinn með sér heim, hvort sem af verður eða ekki. Það er yfirleitt talað um það að The Golden Globes sé vísbending um hvað koma skal á Óskarsverðlaunahátíðinni, þessi pistill mun ekki fjalla um það heldur mun þessi pistill algerlega snúast um þá sjónvarpsþætti sem tilnefndir eru.

Ég er sjálf í miklum vandræðum þegar það kemur að því að velja dramaþátt ársins 2008 því í þeim flokki eru bæði þættir sem hafa átt nokkrar farsælar þáttaraðir að baki og þættir sem eru nýjir á nálinni og hafa svo sannarlega komið skemmtilega á óvart.

Í fyrra var það læknadramað Grey’s anatomy sem vann þessi verðlaun, hann er einn af mínum uppáhalds þáttum en hann hefur ekki verið að skila sínu nógu vel upp á síðkastið því tel ég ólíklegt að hann muni vinna aftur. Ég held að keppnin muni standa á milli Damages og The tudors, en Dameges er aðeins meira “retro” og því tel ég að hann muni vinna þá keppni.

Damages er frábær þáttur, hann gerist í raun á tveim tímaskeiðum, spennan í þættinum er þvílík og ekki er hægt að vita hvernig þátturinn endar nema í síðasta þættinum. Þátturinn heldur manni því vel við efnið og maður getur ekki misst af neinum þætti. Glenn Close þarf vart að kynna fyrir fólki en hún nær nýjum hæðum í leik sínum í þessum þáttum og er hún að mínu mati örugg um að fá gullna hnöttinn fyrir besta leikkonan í dramaseríu.

Þegar kemur að besti gaman og eða söng sjónvarpsþátturinn er erfitt að velja þann sem er vænlegastur til sigurs. 30 rock, Californication, Entourage, Extra og Pushing Daisies aðeins eru þrír þættir sýndir hér heima því er aðeins erfiðara fyrir mann að segja hver mun vinna. Ég tel samt að Californication sé sigurstranglegast aðalega vegna þess að á meðan hann er að dansa á línunni kemur þessi fallega saga um föður og dóttur sem lætur engan ósnortinn. Þátturinn hefur líka komið David Duchovny aftur á kortið og hefur hann stimplað sig aldeilis vel inn á ný.

Það sem einkennir svoldið sjónvarpsárið í ár er að þekktir leikarar úr kvikmyndaheiminum eru að láta til sín taka í sjónvarpsheiminum. Leikarar á borð við Glenn Close, Sally Field, Holly Hunter, Minnie Driver, Bill Paxton, Jonathan Rhys Meyers og Alec Baldwin eru öll betur þekkt af stóra hvíta tjaldinu en af litla skerminu heima í stofu en eiga það öll sameiginlegt að vera tilnefnd fyrir leik sinn í sjónvarpsþætti.

Þetta hefur verið gott sjónvarpsár og vonandi vísir að því sem koma skal en hvort The Golden Globes verður haldið í ár eða ekki er erfitt að segja en ég set fram mína spá hér til þess að þú lesandi góður getir pælt aðeins í því hver myndi vinna.

Besti dramaþátturinn
Big Love (Stöð 2)
*Damages (Stöð 2)
Grey’s Anatomy (Stöð 2)
House (Skjár einn)
Mad Men (ekki sýnt á Íslandi)
The Tudors (Stöð 2)

Besta aðalleikkona í dramaþætti
Patricia Arquette – Medium (Stöð 2)
*Glenn Close – Damages(Stöð 2)
Minnie Driver – The Riches (ekki sýnt á Íslandi)
Edie Falco – The Sopranos (RÚV)
Sally Field – Brothers & Sisters (RÚV)
Holly Hunter – Saving Grace (Stöð 2)
Kyra Sedgwick – The Closer (Stöð 2)

Besti aðalleikari í dramaþætti
Michael C. Hall – Dexter (Skjár einn)
Jon Hamm – Mad Men (ekki sýnt á Íslandi)
*Hugh Laurie – House (Skjár einn)
Bill Paxton – Big Love (Stöð 2)
Jonathan Rhys Meyers – The Tudors (Stöð 2)

Besti gaman og/eða söng þáttur
30 Rock (Skjár einn)
*Californication (Skjár einn)
Entourage (Ekki sýndur lengur á Íslandi)
Extras (RÚV)
Pushing Daisies (Ekki sýndur á Íslandi)

Besta leikkona í aðalhlutverki í gaman og/eða söng þætti
Christina Applegate – Samantha Who? (Ekki sýnt á Íslandi)
*America Ferrera – Ugly Betty (RÚV)
Tina Fey – 30 Rock (Skjár einn)
Anna Friel – Pushing Daisies (Ekki sýnt á Íslandi)
Mary-Louise Parker – Weeds (Sirkus)

Besti leikari í aðalhlutverki í gaman og/eða söng þætti
Alec Baldwin – 30 Rock (Skjár einn)
Steve Carell – The Office (Skjár einn)
*David Duchovny – Californication (Skjár einn)
Ricky Gervais – Extras (RÚV
Lee Pace – Pushing Daisies (Ekki sýnt á Íslandi)

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.