Meiri bjór, minni bömmer

Enn einn naglinn í líkkistu forsjárhyggjunnar er lýtur aðgengi að áfengi og frelsi til áfengisviðskipta var sleginn nú um helgina. Þá voru birtar rannsóknarniðurstöður þess efnis að tíðni skorpulifur hafi fækkað um fjórðung á Íslandi síðustu 25 árin, og það þrátt fyrir aukna heildarneyslu og aukið aðgengi að áfengi. Augljóslega er engin ástæða til að ætla að frjáls sala á bjór og léttvíni breyti þeirri heillaþróun sem orðin er og því rökrétt að láta rökleysu stjórnlyndisins sem vind um eyru þjóta og gefa sölu á bjór og léttvíni frjálsa hið fyrsta.

Enn einn naglinn í líkkistu forræðishyggjunnar er lýtur aðgengi að áfengi og frelsi til áfengisviðskipta var sleginn nú um helgina. Þá voru birtar rannsóknarniðurstöður þess efnis að tíðni skorpulifur hafi minnkað um fjórðung á Íslandi síðustu 25 árin, en það er sjúkdómur sem rakinn er að mestu til óhóflegrar áfengisneyslu. Niðurstöðurnar voru birtar í Læknablaðinu.

Skorpulifur er nú fátíðari á Íslandi en hjá öðrum vestrænum þjóðum.

Ástæðu þess að tíðni skorpulifurs hefur fækkað jafn mikið á undanförnum árum má auðvitað rekja til þess að færri neyti áfengra drykkja í óhófi. Það gerist þrátt fyrir að bæði hafi heildarneysla áfengis aukist stórum á þessu tímabili, og jafnvel þrátt fyrir að aðgengi að áfengi hafi einnig aukist mikið með tilkomu sífellt fleiri vínveitingastaða og sífellt fleiri vínbúða í sífellt fleiri hverfum og smáþorpum úti á landi.

Með þessu falla um sjálf sig tvö aðalrök forsjárhyggjunnar í þágu ábyrgrar áfengisneyslu meðal Íslendinga, nefnilega að takmarka eða banna neysluna (svo sem reynt var með bjórbanninu fræga), og takmarkað aðgengi að áfengi (með ríkissumsjá). Hvoru tveggja skilaði árangri, og má alveg eins færa rök fyrir því áhrifin hafi verið á aðra leið. Að bann við bjórneyslu og mjög takmarkað aðgengi hafi ýtt undir óhófsneyslu.

Það er nefnilega svo að á þessu tímabili hefur neyslumynstrið breyst svo um munar. Neysla á sterku áfengi sem hlutfall af heildarneyslu hefur t.a.m. farið úr 70% í 20% á þessu tímabili. Það munar ekki síst um bjórinn, sem lögleiddur var fyrir ótrúlega skömmum tíma, eða árið 1989.

En í heildina litið benda niðurstöðurnar eindregið til þess að Íslendingar (og reyndar erlendir ferðamenn sem hefur fjölgað mikið) neyti áfengis langtum meira nú en áður. Þeir neyta áfengis hins vegar mun síður í óhófi. Það eru sannarlega góðar fréttir.

Rökrétt næsta skref í þágu frelsis og framfara er að láta augljósa rökleysu forræðishyggjunnar og stjórnlyndis sem vind um eyru þjóta og gefa frjálsa sölu á bjór og léttvíni. Á hinn bóginn verður vissulega að horfa til þess að margir eiga um sárt að binda vegna þess hræðilega sjúkdóms sem alkóhólisminn er, og taka tillit til sjónarmiða um að áfengi verði t.a.m. ekki haft á áberandi stöðum og jafnvel hafður í sérútbúnum og aflokuðum rýmum. Síðan þarf auðvitað að tryggja að einungis fólk með ákveðin réttindi og aldur til megi selja það. En vegurinn áfram, í þessu efni sem öðru, eru frelsi og framfarir.

Einn bjór fyrir svefninn fyrir mig takk.

Latest posts by Samúel T. Pétursson (see all)

Samúel T. Pétursson skrifar

Sammi hóf að skrifa á Deigluna í maí 2005.