Leiðarljós Evrópusamstarfsins frá síðari heimsstyrjöld felst í því að binda saman hagsmuni einstaklinga af ólíku þjóðerni með frjálsum viðskiptum. Þannig dregur mjög úr líkum á erjum og átökum stjórnvalda. Með því að bjóða stærsta lýðræðisríki múslimaheimsins að njóta kostanna við fjórfrelsi EES samningsins væri skref stigið í átt til bættra samskipta ólíkra menningarheima. Þar sem ESB aðild virðist ekki í spilunum fyrir Tyrkland ætti EFTA aðild að koma til greina.
Bandaríska tímaritið Newsweek birti á dögunum úttekt á stöðu umhverfismála í heiminum þar sem Íslandi var hrósað í hástert fyrir árangur og stefnumörkun. Úttektin vakti þó litla athygli hér heima enda samræmist hún illa þeim áfellisdómi sem umhverfisverndarsamtök hafa fellt yfir landi og þjóð að undanförnu.
Það hefur lengi loðað við íþróttamenn að þeir séu heimskari en annað fólk. Þótt auðvitað sé hægt að halda því fram að slíkar staðhæfingar séu uppspuni frá rótum, er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort vera kunni að fyrir þessari sögusögn sé einhver grunnur, og þá hversu traustur sá grunnur er.
Það er um margt að bítast í Vatnsmýrinni, ekki bara flugvöll, lóðir, skipulag, spítala og fleira í þeim dúrnum heldur verður þar einnig bitist um stúdenta. Báðir stóru háskólarnir stefna nær og nær hvor öðrum í Vatnsmýrinni og ljóst að innan skamms verður svæðið óvefengd þungamiðja háskólamenntunnar í landinu. Á næstu árum munu tugþúsundir nýrra fermetra á svæðinu taka á sig mynd Vísindagarða Háskóla Íslands og Þekkingarþorps Háskólans í Reykjavík.
Það er enginn tilgangur með opinberum heimsóknum erlends kóngafólks hingað til lands nema ef til vill sú að minnka við leiðindin í þægilegu en fyrirframákveðnu lífi þeirra. Margt mætti gera betra við peningana en að ausa víni og virðingu á fólk sem hefur sér ekkert til frægðar unnið annað að skríða í heiminn úr rétta leginu.
Senn líður að forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frambjóðendurnir þrír sem eftir eru leita nú allra leiða til þess að ná til kjósenda. Ekki er allt jafn gáfulegt í því efni. Eitt nýlegt útspil frá John McCain er sú hugmynd að veita bensínskatti í Bandaríkjunum sumarleyfi, þ.e. fella skattinn niður tímabundið yfir sumartímann þegar Bandaríkjamenn nota bíla sína meira en í annan tíma til þess að ferðast.
Hvernig getum við haldið áfram að sætta okkur við afturhaldssinnuð ummæli sumra stjórnmálamanna? Hvað eftir annað sjáum við menn í ástarsambandi við fortíðina ausa úr skálum reiði sinnar yfir öllum þeim breytingar hugmyndum sem koma fram. Hvers vegna eigum við að sætta okkur við það ástand sem er? Er það ekki heilbrigð forvitni að velta fyrir sér breytingum á landi og þjóð í von um að eitthvað batni?
Launþegar hér á landi hafa lifað í vellystingum undanfarin ár. Atvinnuleysi hefur verið svo til ekkert og launaskrið mikið. Flestar þjóðir hafa litið til atvinnuástandsins hérna með öfundaraugum – á sama tíma og verkamannastéttir sömu landa þramma um með mótmælaskilti og veina yfir því að enga atvinnu sé að fá. Í ljósi þess að megin inntak nýgerðra kjarasamninga var einmitt að hækka lægstu laun er það út frá hagfræðinni olía á eld þess atvinnuleysisins sem líklegt er að verði vegna beinna áhrifa frá efnahagsniðursveiflunni.
Seðlabankar víða um heim hafa á síðustu mánuðum rétt fjármálastofnunum hjálparhönd í þeim óróa sem nú skekur fjármálamarkaði. Slíkar aðgerðir hafa mætt ákveðinni gagnrýni ýmissa hópa – þá gjarnan spurt hvort tækt sé að bankar fái að hagnast um stjarnfræðilegar upphæðir og halda þeim ábata fyrir sjálfa sig, en leiti síðan á náðir hins opinbera þegar hallar undan fæti?
Sú hugsun að mannréttindum og vernd þeirra sé best sinnt með því að hafa nógu marga sérfræðinga á launum hjá Reykjavíkurborg virðist drífa áfram stóryrt mótmæli minnihluta borgarstjórnar í deilu sem sýnir vel hve rík tilhneiging er til að þenja út stjórn- og sérfræðingakerfi borgarinnar.
Reglulega skýtur upp kollinum umræða hvort kaupa eigi gegnumlýsingarbíl til að finna fíkniefni, en talið er að slíkur bíll muni kosta 120 milljónir. Á endanum eru þessi tæki samt ekki hentugasta leiðin til að finna fíkniefni enda fyrst og fremst hugsuð til leita að vopnum.
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir streyma mótorhjólin í miklu magni út í umferðina. Með vorinu koma ný og uppgerð hjól af öllum gerðum úr bílskúrum landsmanna og því tímabært að velta fyrir sér umferðaröryggi og rétti farartækja í umferðinni.
Forsetaslagur Obama og McCain verður nú æ líklegri, þrátt fyrir sigur Clinton í Pennsylvaníu í liðinni viku. Fari svo, er ljóst að kynþættir frambjóðenda verða hluti af kosningabaráttunni, og óhjákvæmilegt fyrir frambjóðendur sem og spámenn að taka það með í reikninginn. Undanfarnar forkosningar gefa ákveðnar vísbendingar um hvaða áhrif það mun hafa.
Á síðustu áratugum hefur ríkið smám saman tekið að sér freklegra hlutverk við að ráða ýmsu í lífi þegnanna og skipt sér af ótrúlegustu hlutum í hegðun þeirra og lífsmynstri. Og yfirþjóðlegar stofnanir auka vald sitt gagnvart ríkjunum sjálfum. Og sumum finnst sem þetta sé eftirsóknarvert – fjöllin blá og mennirnir miklir í útlöndum. Þannig verða þegnarnir smám saman að börnum í augum ríkisins – sem á móti eru eins og börn í augum yfirþjóðlegra stofnana.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var gert ráð fyrir að trúfélögum yrði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra á kjörtímabilinu, en undanfarin ár hafa ýmsir talsmenn Þjóðirkjunnar talað gegn því að trúfélög fái slíka heimild.
Eftir margra vikna friðsamlegt þref gegn ólöglegum mótmælum og sérhagsmunagæslu atvinnubílstjóra kom að því að lögreglan ákvað að marka vald sitt með því að senda mikinn liðsafla á vettvang mótmælanna. Bílstjórarnir ákváðu að storka því valdi með pústrúm og ögrunum. Við slíkar aðstæður getur lögreglan ekki annað en varið sitt svæði með þeim ráðum sem hún hefur. Ekki verður annað séð en að hún hafi beitt því valdi af hófstillingu gagnvart hópi sem sýndi af sér ógnandi hegðun.
Mótmæli er hægt að stunda með ýmsu móti, og yfirleitt er gott að hafa meðalhófsregluna til hliðsjónar þegar mótmælaaðferð er valin. Jafnvel þótt mótmælendur komist að þeirri niðurstöðu að friðsamleg mótmæli dugi ekki til eru ýmsar leiðir til áður en gripið er til slagsmála við lögreglu.
Í gær fóru fram forkosningar í Pennsylvaníu um útnefningu forsetaefnis demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Það er skemmst frá því að segja að Clinton fór þar með sigur af hólmi, er hún hlaut 55% atkvæða en Obama hlaut 45%. Staðan var hins vegar orðin þannig að sigur var ekki nóg fyrir Clinton.
Fyrri leikur fyrri viðureignar undanúrslita meistaradeildar Evrópu fóru fram í gær líkt og mörgum er kunnugt um. Allt stefndi í enn einn sigurinn hjá Liverpool á Chelsea í undanúrslitum keppninnar. Frændi vor, Jón Árni Riise, ákvað þó að taka í taumana og skora stórbrotið sjálfsmark fimm mínútum eftir venjulegan leiktíma.
Skuldafíkn er illvígur sjúkdómur, landlægur hér á landi, og líklega arfleið þess tíma er það þótti bæði upphefð og forréttindi að fá fyrirgreiðslu hjá bankanum. Íslendingar eru fíklar í lánsfé og eins og gildir um aðra fíkla, þá er verð fíkniefnanna engin fyrirstaða þegar þörfin kallar.