Ekki þörf á gegnumlýsingartæki

Reglulega skýtur upp kollinum umræða hvort kaupa eigi gegnumlýsingarbíl til að finna fíkniefni, en talið er að slíkur bíll muni kosta 120 milljónir. Á endanum eru þessi tæki samt ekki hentugasta leiðin til að finna fíkniefni enda fyrst og fremst hugsuð til leita að vopnum.

Reglulega skýtur upp kollinum umræða hvort kaupa eigi gegnumlýsingarbíl, en talið er að slíkur bíll muni kosta 120 milljónir. Umræðan hefur fyrst og fremst verið í um notkun á þessum bíl við til leitar á fíkniefnum.

Í fyrstu virðist þetta vera ágætis hugmynd. Bara renna gámunum í gegn og og þá kemur í ljós hvort það séu fíkniefni eða ekki í gáminum eða ekki. Hins vegar er málið ekki svo einfalt. Í boði er myndgreiningarbúnaður en að mestu er treyst á að tollvörður greini á sjónrænan máta myndir og átti sig þannig á því hvort það séu fíkniefni í gáminum eða annað sem ekki má koma til landsins.

Í dag er eina leiðin til þess að komast að þessu að opna gáminn, og ef ástæða þykir þarf að tæma gáminn stykki fyrir stykki. Tollayfirvöld eru með áætalnir sem þeir vinna eftir (og ekki er uppgefið hvernig þær eru) til þess að kanna ákveðna gáma.

Erlendis hefur áhersla þessara gegnumlýsinga verið fyrst og fremst á að finna gereyðingarvopn. Í raun og var fyrst lögð veruleg áhersla á þetta eftir 11. september, þegar Bandaríkjamenn gerðu miklar breytinagr á öryggisvörnum í kringum sínar hafnir. Svo mikil var áherslan á þessi tæki að í lok seinasta árs voru Bandaríkjamenn að íhuga á láta gegnumlýsa hvern einasta gám, en þeir hættu við það meðal annars eftir mótmæli frá Evrópusambandinu. Hliðaráhrif af þessari leit hefur verið að finna smygl og fíkniefni. Hér á landi hefur smygl ekki verið stórt vandamál fyrir utan fíkniefni.

Tækni nsem eru notuð til leitar virka á svipaðan máta og þegar leitað er í töskum okkar á flugvellinum, tækið er bara miklu stærra. Öll höfum við lent í að fara í gegnum svipaða leit á fluvelli, þar sem er verið að leita í handfarangrinum. Töllvörðurinn sér eitthvað grunsamlegt og við þurfum að taka allt upp úr töskunni, á sama tíma hafa blaðamenn reynt og tekist að smygla vopnum á milli landa.

Sama er uppi á tengnum með þessa gegnumlýsingarbíla, það er undir því komið að vörður hafi auga fyrir einhverju sem er eins og að finna nál í heystakk. Pakki sem tekur einn þúsundasta af gámnum, og getur verið vel falinn og jafnvel hulinn inn í hlutum. Á sama tíma og sú áhersla sem er annarsstaðar er að finna gereyðingarvopn sem eru greinilega sýnileg og auðvelt er að nota myndgreiningarbúnað til að finna.

Eins og á flugvellinum mega þeir gámar sem eitthvað sem gæti hugsanlega verið grunslegt endað í að fara í leit. Það þarf alls ekki að vera neitt að gámnum, nema einhver hlutur sem líkist einhverju grunsamlegu og þá er gámurinn tæmdur. Þetta mun því ekki spara í mannafla kostnaði, jafvel þótt það sé hægt að komast yfir mun fleiri gáma.

Mjög ólíklegt er að þetta skili árangri í fíkniefnaleit, bæði vegna smæðar fíkniefnanna og hins vegar sú staðreynd að fíkiefna innflytjendur hafa oft fundið sér samstarfsmenn hjá skipafélögunum sem eru búnir að taka efnin úr gámnunum áður en þeir komast í hendur tollvarða.

Nær væri að verja þessum peningum í að þjálfa upp aðrar varnir en gegnumlýsingu. Lítil hætta er á innflutning gereyðingarvopna hingað til lands en hvort sem er næðist aldrei að skanna alla gáma landsins. Mun nær væri að verja peningunum í að þjálfa t.d. upp hundasveitir og aðrar forvarnir gegn fíkniefnum sem skila árangri.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.