Bensínskattur í sumarfrí

Senn líður að forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frambjóðendurnir þrír sem eftir eru leita nú allra leiða til þess að ná til kjósenda. Ekki er allt jafn gáfulegt í því efni. Eitt nýlegt útspil frá John McCain er sú hugmynd að veita bensínskatti í Bandaríkjunum sumarleyfi, þ.e. fella skattinn niður tímabundið yfir sumartímann þegar Bandaríkjamenn nota bíla sína meira en í annan tíma til þess að ferðast.

Senn líður að forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frambjóðendurnir þrír sem eftir eru leita nú allra leiða til þess að ná til kjósenda. Ekki er allt jafn gáfulegt í því efni. Eitt nýlegt útspil frá John McCain er sú hugmynd að veita bensínskatti í Bandaríkjunum sumarleyfi, þ.e. fella skattinn niður tímabundið yfir sumartímann þegar Bandaríkjamenn nota bíla sína meira en í annan tíma til þess að ferðast.

Hillary Clinton var fljót til að taka undir þessa tillögu. En Barak Obama lýsti sig hins vegar andvígan slíkum aðgerðum. Þar sem þetta er eitt af fáum málum þar sem skýr munur er á afstöðu Clinton og Obama hefur þetta mál hlotið mikla umfjöllun í Bandaríkjunum undanfarna daga.

Flestir hagfræðingar bæði á hægri og vinstrivæng stjórmálanna eru sammála um að þessi tillaga sé með ólíkindum óskynsamleg. Margt mælir gegn henni. Í fyrsta lagi myndi lækkun bensínskatta í Bandaríkjunum auka eftirspurn eftir bensíni tímabundið. Þessi aukna eftirspurn myndi leiða til hærra olíuverðs og því myndi bensínverð ekki lækka sem svarar skattalækkuninni. Þar sem olíuframleiðsla í heiminum er nálægt hámarksframleiðlsugetu er líklegt að slík verðhækkun á olíu myndi éta upp stóran hluta skattalækkunarinnar. “Ágóðinn” af skattalækkuninni myndi því ekki nema að hluta til renna til neytendi í Bandaríkjunum. Hinn hlutinn myndi renna til olíufyrirtækja en þó aðallega til olíuframleiðsluríkja.

Í öðru lagi er lækkun bensínskatta í hrópandi ósamræmi við yfirlýst markmið McCain og Clinton um það að draga úr notkun kolefnaeldsneytis þar sem slíkt eldsneyti leiðir til hlýnunar jarðar. Það er hagkvæmt að skattleggja bensín þar sem notkun bensíns hefur neikvæð ytri áhrif á umhverfið.

Í þriðja lagi er bensínskattur hagkvæmur þar sem eftirspurn eftir bensíni er ekki sérlega næm fyrir verði bensíns. Það er almennt hagvæmara að skattleggja slíkar vörur þar sem skattlagningin veldur minni röskun á neyslumynstri fólks en t.d. skattlagning raftækja.

Það er vonandi að Obama nái að sannfæra Bandaríkjamenn um það að þessi hugmynd sé óskynsamleg. Að sama skapi væri ágætt ef almenningur á Íslandi sannfærðis um að svipaðar hugmyndir vörubílstjóra hér á landi séu óskynsamlegar.

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.