Ögmundur á sér eina ósk

Ögmundur Jónasson sagði í viðtali við Vísi að hann ætti þá ósk að frjálshyggjumenn hættu að berjast gegn birtingu álagningarskráa. Það er ótrúlegt að þetta sé aðal ósk Ögmundar, þegar það eru svo miklu betri hlutir sem hann gæti óskað sér fyrir skjólstæðinga sína.

Opinber listi yfir heilsufar landsmanna

Í dag hefur landlæknir birt opinberan lista yfir heilsufarsupplýsingar allra landsmanna. Eru upplýsingarnar teknar úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Sérstaklega hefur verið birtur listi yfir veikustu, sem og heilbrigðustu einstaklinga landsins í hverju kjördæmi fyrir sig. Er listinn tekinn saman með tilliti til heildarlyfjainnkaupa viðkomandi einstaklinga, fjölda læknisvitjana og heildarfjölda daga sem viðkomandi hefur dvalið á sjúkrahúsi. Þetta er reiknað saman sem heildarkostnaður sem ríkið hefur þurft að leggja út vegna hvers einstaklings.

Við lífsins fögnuð fundum

Lífið er ekki alltaf dans á rósum. Skatturinn tekur sitt og daginn tekur að stytta er veturinn nálgast. Þess vegna höfum við svo gaman af að halda upp á ljósu punktana í lífinu eins og endurgreiðslu frá skattinum, hitamet, jólin og Þjóðhátíð.

Doha dó

Doha samningalota Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) var úrskurðuð látin í Genf, laust upp úr klukkan 18 að staðartíma í gær. Níu daga maraþonfundur var að áliti margra seinasta tilraunin til þrautalendingar, eftir sjö ára samningaferli, en strax í kjölfar þess að upp úr slitnaði voru samningsaðilar svartsýnir á að hægt væri að bjarga miklu úr brakinu.

Saving Graceland

Tónlistarverndunarhópurinn og andgravitistarnir Saving Graceland hefur sett upp tjaldbúðir við 3734 Elvis Presley Boulevard í Memphis Tennessee, betur þekkt sem Graceland. Þar berst hópurinn gegn slæmum tónlistarsmekk samlanda sinna og krefst þess að stjórnvöld setji löggjöf um tónlistarspilun sem útiloki tónlist sem ekki telst í anda Elvis Presley. Einnig berjast þau gegn því sem þau kalla alræði þyngdaraflsins og áhrifum af óheftu þyngdarafli á líf og limi fólks um gervallan heim.

ESB er ekki alltaf sama tóbakið

Þegar mögulegri aðild Íslands að ESB er velt upp er því gjarnan spáð að ýmiss konar aðlaganir og undanþágur fáist fyrir okkar hönd. Það sem stundum gleymist er að sambandið er á fleygiferð í átt að auknum pólitískum samruna þar sem áhrif einstakra aðildarríkja fara þverrandi. Þessi hugsunarháttur sést ágætlega í nýlegum tillögum forystu sambandsins varðandi sölu tóbaks.

Óbyggðirnar kalla ekki á hollenska kalla

Í Fréttablaðinu um daginn var stutt viðtal við Hollenskan mann, Gerti Van Hal, sem kvartaði undan því að þegar hann ferðaðist um Ísland væri orðið allt of mikið af greinagóðum merkingum og öðrum ferðamönnum. Þetta stutta viðtal lýsir í hnotskurn þversögninni um hálendi Íslands. Hvernig er hægt að selja þúsund manns einveru?

Piparprinsar – Nú fer hver að verða síðust

Mér til mikils hryllings komst ég að því að flestir prinsar á mínu reki eru hreinlega gengnir út. Draumur minn um konunglegt brúðkaup er svo gott sem úr sögunni. Ég hugsað með mér af hverju í ósköpunum ég hafi verið að samgleðjast þeim stöllum Mary Donaldson og Marie Cavalier, þær voru að stela mínum draumi! Hvað í ósköpunum er svona gleðilegt við það?

Í skugga Blairs

Nú er rúmlega ár liðið frá því að Gordon Brown tók við embætti
forsætisráðherra Bretlands af Tony Blair. Miklar vonir voru bundnar við
Brown, en fyrirfram var vitað að erfitt mundi verða fyrir hann að feta í
fótspor Blairs.

Óli á Ól

Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að standa uppi á palli við hliðina á kínverskum stjórnvöldum, brosa og veifa til mannfjöldans, og gerast þar með áróðurstæki kínverskra stjórnvalda. Það er vonandi að aðrir íslenskir ráðamenn hermi ekki þetta eftir forsetanum.

Börn náttúrunnar

Náttúra Íslands hefur verið vinsælt umfjöllunarefni undanfarið og ekki er útlit fyrir að breyting verði á, ef eitthvað er mun hún aukast. Hvort sem það tengist virkjunum, ferðaþjónustu, náttúruvernd eða öðru. En hvers virði er náttúran ef við höfum glatað öllum tengslum við hana ?

Ekki gera Strætó gjaldfrjálsan

Það verða löng og ströng græn skref áður en hlutdeild Strætó á höfuðborgarsvæðinu fer að verða sambærileg við það sem gengur og gerist í helstu samanburðarborgum. En gjaldfrjáls Strætó á ekki að vera hluti af þeim skrefum.

Trúverðug utanríkisstefna. Check.

Nú keppast forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum við að sanna fyrir bandarískum almenningi að þeir séu traustsins verðir þegar kemur að utanríkismálum, einum veigamesta málaflokki baráttunnar.

Seinheppin Valgerður

Í gær skrifar Valgerður Sverrisdóttir um áhyggjur sínar af því að Geir H. Haarde hafi ráðið Tryggva Þór Herbertsson, sem efnahagsráðgjafa. Hún skrifar pistil á heimasíðunni sinni þar sem hún veltir fyrir sér seinheppni Geirs Haarde.

Hraðar, hærra, sterkar

Í dag eru aðeins 22 dagar þar til Ólympíuleikarnir verða settir í Peking, höfuðborg Kína. Ísland á að venju glæsilega fulltrúa á leikunum og að þessu sinni koma þeir úr sex íþróttagreinum.

Af hverju ekki samstarf?

Af hverju ætti Evrópusambandið ekki að vilja semja við Íslendinga um að styrkja Evrópusamstarfið með samstarfi um gjaldmiðlamál? Ef til þess kemur að breytingar á gjaldmiðlinum verði settar á dagskrá hér heima væri óskiljanlegt að ESB, sem er yfirleitt kennt við sveigjanleika, myndi þverskallast við slíka samningagerð, til þess eins að verja prinsipp í gjaldeyrismálum sem það hefur þegar vikið frá.

Af aðgerðabúðum og álverum

Sá árvissi viðburður hefur nú skotið upp kollinum að fréttir eru farnar að berast af hópi atvinnumótmælenda sem búnir eru að hreiðra um sig í nálægð virkjanaframkvæmda. Hópurinn hefur nú komið sér fyrir og slegið upp svokölluðum aðgerðabúðum á Hellisheiði. Því miður er staðreyndin sú að þrátt fyrir góðan hug gera þessir ágætu mótmælendur gera líklega meira ógagn en gagn.

Er stríð við Íran í nánd?

Líkurnar á því að Bandaríkjamenn eða Ísraelsmenn ráðist á kjarnorkumannvirki í Íran virðast vera að aukast hratt. Líkurnar á slíkri árás fyrir lok árs er nú 32% samkvæmt intrade.com og hafa hækkað jafnt og þétt síðustu vikur og mánuði. Fregnir herma að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi stóraukið leynilegar aðgerðir innan Íran á undanförnum mánuðum til þess að undirbúa árás. Mjög skiptar skoðanir eru hins vegar um skynsemi þess að ráðast á Íran innan stjórnkerfis Bandaríkjanna.

Mislangur hringur

Sumarið 2007 voru kynntar mótvægisaðgerðir vegna skerðingar þorskkvóta. Hluti af þessum aðgerðum var uppbygging vegarins um Öxi sem átti að gera að heilsársvegi. Í kjölfarið var enginn maður með mönnum nema endurtaka þá merkingarlausu þulu að með þessu næðist ekki aðeins fram stytting á veginum milli Héraðs og Djúpavogs heldur einnig 60 km stytting á hringveginum Á meðan hristu kunnugir höfuðið enda veit það hver sem vilja vill að vegurinn liggur um Breiðdalsheiði en ekki Öxi og því engin stytting á hringveginum innifalin í þeirri ákvörðun að leggja uppbyggðan Axarveg.

Áður en ég dey…

Sem krakki hafði Jenny Downham setið á skólabókasafninu og útbúið lista yfir hluti sem hún ætlaði að gera áður en hún myndi deyja. Þetta varð síðar kveikjan að fyrstu bók hennar Áður en ég dey.