Seinheppin Valgerður

Í gær skrifar Valgerður Sverrisdóttir um áhyggjur sínar af því að Geir H. Haarde hafi ráðið Tryggva Þór Herbertsson, sem efnahagsráðgjafa. Hún skrifar pistil á heimasíðunni sinni þar sem hún veltir fyrir sér seinheppni Geirs Haarde.

Í gær skrifar Valgerður Sverrisdóttir um áhyggjur sínar af því að Geir H. Haarde hafi ráðið Tryggva Þór Herbertsson, sem efnahagsráðgjafa. Hún skrifar pistil á heimasíðunni sinni þar sem hún veltir fyrir sér seinheppni Geirs Haarde.

Valgerði væri kannski nær að velta fyrir sér seinheppni eigin flokks. Framsókn hefur gengið ákaflega illa að fóta sig í stjórnarandstöðunni og þegar hún ræðst gegn Tryggva Þór er það enn eitt vindhögg Framsóknarmanna.

Valgerður fullyrðir það að Tryggvi hafi „lengi talað fyrir sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins“. Hún bendir þó ekki á nokkur dæmi eða rök máli sínu til stuðnings. Miðað við þessa stóru fullyrðu hefði Valgerður átt á að benda á eitthvað máli sínu til stuðnings. Fyrst þetta er svona ítrekað, hefði henni átt að vera í lófa lagt að finna gott dæmi og kasta fram.

Valgerður hefur ekki séð neina ástæðu til þess að nefna þetta áður en Tryggvi hefur tekið að sér fjölmörg verkefni fyrir Ríkið. Halldór Ásgrímsson sá sérstaka ástæðu til að vitna í skýrslu Tryggva og Frederic S. Mishkin í ræðu sinni á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs 15. maí árið 2006. Þar hrósar hann þeim og segist sammála.

Valgerður sakar Tryggva einnig um að „í ræðu og riti verið harður andstæðingur Evrópusjónarmiða“ og vitnar jafnframt til skýrslu sem hann gerði ásamt Geir Zoega. Sú skýrsla athugaði fjölmargar kosti í gengissamstarfi, niðurstaða skýrslunnar var: „Annars vegar að halda núverandi fyrirkomulagi og hins vegar að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna“. Það er varla hægt að segja að hann hafi fundið Evrópusambandinu allt til foráttu þegar hann á þessum tíma metur stöðuna svo að nú verandi fyrirkomulag sé betra en næsti kostur sé upptaka Evrunnar. Þetta var gert eftir að hafa metið þá kosti sem voru mögulegir í stöðunni.

Varðandi starf hans fyrir Askar Capital, hefur það frekar aukið reynslu hans síðan hann starfaði fyrir Hagfræðistofnun og gefið honum nýja sýn. Það er heldur ekki eins og tillögur hans munu fara ólesnar yfir í framkvæmd. Það er þarf því lítið að óttast að þótt hann hafi tekið sér frí frá forstjórastöðu sinni.

Sem flokkur hefur Framsóknarflokkurinn verið í stöðugum vanda á þessu kjörtímabili. Um leið Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið eftir vegna dræmrar stöðu hagkerfisins, hefur Framsóknarflokknum ekki tekist að nýta sér það í eigin hag. Þvert á móti hefur flokkurinn misst þriðjung þess fylgis sem hann hafði í seinustu kosningum. Geri aðrir betur án þess að hafa gert stórkostleg mistök eða lent í stórum hneykslismálum.

Sú umræða sem Valgerður leggur af stað með að þessu sinni ber ekki vott um að flokkurinn sé að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Þessi gagnrýni er vindhögg, en í stað þess að gangrýna að ríkisstjórnin hafi yfir höfuð þurft að ráða sér ráðgjafa, er reynt að efast um hæfni ráðgjafans.

Ríkisstjórnin á hins vegar heiður skilinn fyrir að viðurkenna vandann, og á opinberan hátt reyna að vinna gegn honum. Í þessari stöðu er Tryggvi Þór maðurinn með reynsluna og því réttur maður á réttum stað.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.