Áður en ég dey…

Sem krakki hafði Jenny Downham setið á skólabókasafninu og útbúið lista yfir hluti sem hún ætlaði að gera áður en hún myndi deyja. Þetta varð síðar kveikjan að fyrstu bók hennar Áður en ég dey.

Sem krakki hafði Jenny Downham setið á skólabókasafninu og útbúið lista yfir hluti sem hún ætlaði að gera áður en hún myndi deyja. Þetta varð síðar kveikjan að fyrstu bók hennar Áður en ég dey.

Bókin fjallar um Tessu Walker 16 ára stúlku sem er með hvítblæði og hefur barist við í fjögur ár. Nú er sjúkdómurinn kominn á lokastigið og hún fengið að vita að hún eigi aðeins ófáa mánuði eftir lifaða. Hún ákveður að útbúa lista yfir hluti sem hún ætlar að gera áður en deyr. Þessir hlutir eru misjafnir og hafa misalvarlega afleiðingar en henni er slétt sama. Hlutirnir taka þó óvænta stefnu, í þá átt sem hún á síst von á. Ekki er gott að segja meira um hvernig söguþráður bókarinnar er.

En þó er hægt að segja að söguþráðurinn fær mann til að hugsa um lífið og hversu dýrmætt það er. Tessa tekst á við alvarleg veikindi en berst engu að síður á móti því að komið sé fram við hana sem sjúkling og vill fá framkomu sem heilbrigð manneskja meðan hún lifir enn. Á raunsæann hátt er varpað ljósi að samskiptum milli aðstandenda og sjúklings í þessum sporum. Höfundur nær á mjög trúverðugan hátt að skrifa bók um unglinga, skoðanir og lífsýn þeirra sem nær þó til þeirra sem eldri eru.

Bókin er skrifuð mjög beinskeitt og er mjög hreinskilin. Lesandinn tekur oft andköf af hinni miklu og köldu hreinskilni – það er ekkert verið að skafa utan af hlutunum! Stíllinn er einfaldur, laus við skrúðmælgi og miklar umhverfislýsingar, heldur þannig lesandanum vel við efnið.
Búast má við að lesandinn sitji eftir agndofa og hugsi jafnvel um þá hluti sem hann ætlar að gera áður en hann deyr.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)