Óbyggðirnar kalla ekki á hollenska kalla

Í Fréttablaðinu um daginn var stutt viðtal við Hollenskan mann, Gerti Van Hal, sem kvartaði undan því að þegar hann ferðaðist um Ísland væri orðið allt of mikið af greinagóðum merkingum og öðrum ferðamönnum. Þetta stutta viðtal lýsir í hnotskurn þversögninni um hálendi Íslands. Hvernig er hægt að selja þúsund manns einveru?

Í Fréttablaðinu um daginn var stutt viðtal við Hollenskan mann, Gerti Van Hal, sem kvartaði undan því að þegar hann ferðaðist um Ísland væri orðið allt of mikið af greinagóðum merkingum og öðrum ferðamönnum. Þetta stutta viðtal lýsir í hnotskurn þversögninni um hálendi Íslands. Hvernig er hægt að selja þúsund manns einveru?

Íslendingar byggja og rækta einungis lítinn hluta af landi sínu. Stærsti hlutinn er „hálendið“. Hrjóstrug óbyggð sem er ekki hægt að búa á um vetur vegna veðravítis.

Umráðaréttur yfir hálendinu á Íslandi hefur lengi verið í höndum tveggja þrýstihópa: Jeppaeigenda og gönguþjarka. Þessir tveir hópar hafa lengi barist fyrir því að loka óbyggðirnar af með slæmum vegum þannig að umferð takmarkist við jeppaeigendur og göngufólk. Enga auma Yariseigendur takk, nema þeir eigi góða gönguskó. Þannig hefur tekist að halda hálendinu fámennu lengur en raunverulega hefur verið efni fyrir.

Þegar deilur um Kárahnjúkavirkjun stóðu sem hæst þá var því haldið fram að svæðið væri mun meira virði sem ferðamannastaður heldur en sem virkjunarsvæði.

Það reyndist hafa góð áhrif á ferðaþjónustu að byggja góða vegi og þjónustuaðstöðu. Það komu fleiri ferðamenn til Kárahnjúka, akandi með bros á vör á Yarisunum sínum upp á heiðarnar. Þegar aðkoman batnar þá fjölgar strax ferðamönnum og þá vaknar spurningin hvort menn vilji marga ferðamenn í óbyggðirnar?

Eitt sem hefur aldrei verið almennilega útskýrt varðandi hugmyndir um hálendisferðamennsku þegar rætt var um fórnarkostnað Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma er uppruni tekna.

Ef ferðamannastaðir í náttúrunni eiga að gefa miklar tekjur í þjóðarbúið þá þarf annað af tvennu að gerast: (1) það koma mjög margir ferðamenn á svæðið sem eyða litlu; eða (2) það koma fáir ferðamenn á svæðið sem greiða hátt verð fyrir að komast þangað.

Núverandi stefna í náttúruferðamennsku er að fá marga ferðamenn á svæðið, rukka þá ekki (það er ókeypis að keyra alla hálendisvegi landsins, ókeypis að ganga Laugarveginn, ókeypis að skoða Kerið og Geysi) og fá þá mengun sem óneitanlega fylgir miklum fjölda ferðamanna.

Með því að rukka fólk ekki fyrir notkun á náttúrunni brjótast fram neikvæð ytri áhrif sem lýsa sér meðal annars í því að Þýskir ferðamenn vita ekki að þeir eiga sums staðar að passa sig á haföldunni. Í dæmi þýsku ferðamannanna sem drukknuðu næstum því í vikunni þá heimtaði rútufyrirtækið sem seldi þeim ferðina að landeigandinn myndi standa kostnað af öryggismálum á svæðinu. Viðtal við landeigandann leiddi í ljós að hann hafði engar tekjur af því að 100.000 manns heimsóttu landareignin hans á ári (!?)

Langsamlega besta stefnan í náttúruferðamennsku er sú að hafa færri ferðamenn sem greiða hærra verð. Það skapar tekjuhærri störf í ferðamennsku (sem er láglaunastétt í dag). Það veldur minna raski á náttúrunni og fækkar ferðamönnum sem verða þá ekki lengur fyrir honum Gerti Van Hal.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.