Ráðherrar hætti á þingi

Þrískipting ríkisvaldsins er einn af hornsteinum lýðræðissamfélagsins og snýr að sjálfstæði löggjafarvaldsins, framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins. Grundvallarhugsunin á bakvið skiptinguna er einföld; skapa lýðræðislega umgjörð samfélagins til að hámarka réttlæti, árangur og gegnsæi – þegnum landsins til góða. Því miður er staðreyndin sú að ekki er með góðri samvisku hægt að segja að þrískipting ríkisvaldsins hafi verið raunverulega virk á Íslandi.

Gefum ungu fólki tækifæri

Í komandi Alþingiskosningum er gerð mikil krafa um endurnýjun á Alþingi. Þjóðin bindur vonir að með nýju fólki komi nýjar áherslur og ný gildi í þingstörfum sem muni hjálpa íslensku þjóðinni að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru. Eftirspurninni fyrir endurnýjun hefur verið svarað með mörgum framboðum frambærilegra einstaklinga í öllum stjórnmálaflokkum.

Eru „hressilegar“ skattahækkanir lausnin?

Efnahagsmálin eru mál málanna í dag. Tekjur ríkisins hafa dregist verulega saman auk þess sem ábyrgðir hafa fallið á ríkissjóð. Ljóst er því að lítið verður til skiptanna úr ríkiskassanum næstu misserin og við því verður að bregðast. Ég met stöðuna svo að fólkið í landinu og fyrirtækin megi ekki við frekari áföllum og tel því að skattahækkanir séu ekki sú leið sem ríkisstjórnin á að grípa til .

Hraðkassinn við Austurvöll

Á undanförnum vikum hefur fjöldi nýrra og afdrifaríkra laga verið samþykktur á Alþingi. Með ólíkindum er hversu litla umræðu sum þessara nýju laga hafa fengið í þingsölum, og svo virðist sem umræðutími hverrar og einnar nýrrar löggjafar sé í öfugu hlutfalli við mikilvægi hennar og áhrif á almenning og atvinnulíf. Öll þessi afdrifaríku lög virðast líka eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í innstu kimum ráðuneyta, samin af sérfræðingum, en ekki kjörnum fulltrúum.

Snúum orðræðunni við!

Nú þegar nokkrir mánuðir eru liðnir frá falli bankanna hefur fréttaflutningurinn lítið breyst og sást það ef til vill best í sjónvarpsfréttum RÚV þann 19. febrúar síðastliðinn þar sem fyrsta frétt var kynnt undir yfirskriftinni „Engin framtíð“. „Frábært!“ hugsaði ég með mér.

Persónukjör og peningar

Verði hugmynd ríkisstjórnarinnar um persónukjör að lögum vaknar spurningin um hversu miklu frambjóðendur á óröðuðum framboðslista mættu eyða í kynningu og kosningabaráttu. Tæplega er hægt að heimfæra reglur um prófkjör á slíka baráttu og líklega yrði að líta svo á að slík kynningarstarfsemi jafngilti framlagi til viðkomandi flokks og takmarkaðist því við 300 þúsund krónur.

Frelsið og einstaklingurinn

Forysta vinstriflokka á Íslandi sá tækifæri í haust þegar bankakerfi þjóðarinnar hrundi og lýsti því yfir að grunnhugsjón Sjálfstæðisflokksins væri gjaldþrota rétt eins og bankarnir.

Hvað kosta tillögur Framsóknarmanna?

Framsóknarmenn eru aftur að reyna að slá sig til riddara með glæfralegum tillögum í húsnæðismálum. Tillögur þeirra fyrir kosningarnar 2003 áttu stóran þátt í því að búa til núverandi húsnæðisvanda. Nú vilja þeir einfaldlega færa húsnæðislán niður hlutfallslega alveg án tillits til greiðslugetu hvers og eins. Tillögur þeirra munu kosta skattgreiðendur mikið fé. Þeir sem vilja hærri skatta ættu að kjósa Framsókn.

Ljós í myrkrinu

Á hverju ári fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alla jafna eru það tvær fylkingar sem takast þar á, Vaka og Röskva. Það er engin tilviljun að í nýafstöðnum kosningum fyrr í þessum mánuði hafi Vöku verið falið á nýjan leik umboð til að stýra starfi Stúdentaráðs.

Eru skuldir heimilanna ofmetnar um 70 milljarða?

Um fasteignaverð
Einn fasteignasali sem pistlahöfundur ræddi við sagðist telja að af 8.000 fasteignum sem væru til sölu væru líklega 7.500 á of háu verði. Þessi sami fasteignasali vildi meina að ekki væri óvarlegt að ætla að raunveruleg lækkun í beinni sölu næmi 25-30% frá toppi fasteignabólunnar.

Íbúðalánasjóður og upptaka annars gjaldmiðils

Þegar rætt er um upptöku annars lögeyris á Íslandi er nauðsynlegt að hafa örlög Íbúðalánasjóðs í huga, enda má ætla að viðamikil endurfjármögnun muni eiga sér stað meðal eigenda fasteigna ef skipt verður um gjaldmiðil.

Nóg komið af bullinu í Ólafi Ragnari

Forsetinn mætti kannski taka sér smá pásu frá því að ræða við útlendinga, sérstaklega þá sem bera plastaða fréttamannapassa utan um hálsinn. Í staðinn ætti hann að nota afganginn af seinasta kjörtímabili sínu til byggja aftur upp þá virðingu forsembættisins sem það hafði áður en hann tók við því. Það á ekki að vera hlutverk forsetans að tjá sig um greiðslugetu ríkissjóðs, né heldur ætti hann að hella sér yfir erlenda diplómata á tvísýnum tímum.

Hátekjuskatt, nei takk!

Stjórnmálamenn á borð við Steingrím J. eða Jóhönnu Sigurðardóttur verða ekki í aðalhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, heldur almenningur. Verðmætasköpun fólksins í landinu er algjör grunnforsenda þess að endurreisn geti átt sér stað. Því ber að gjalda varhug við hugmyndum sem eru til þess fallnar að letja duglegt fólk til góðra verka.

„Eitthvað alvöru“

Með hruni hins „óraunverulega“ bankahagkerfis ríður yfir samfélagið bylgja mikillrar trúar á allt sem er raunverulegt og konkret. Nú á sko að fara að búa til alvöru efnisleg verðmæti og ekkert rugl. Það er í sjálfu sér eðlileg leiðrétting frá því hugarfari sem ríkti fyrir skömmu en hins vegar má ekki skipta oftrú á skuldsettar yfirtökur út fyrir oftrú á matvælaframleiðslu og álbræðslu. Heimurinn þarf ekki tvöfalt meiri mat og bíla en áður.

70 ára íbúðalán eru fásinna

Í lok síðasta árs voru heimildir Íbúðalánasjóðs til lengingar húsnæðislána rýmkaðar, svo sjóðurinn hefur nú heimild til að lengja endurgreiðslutíma lána til allt að 70 ára. 70 ára íbúðalán eru ekki mjög skynsamleg, svo vægt sé til orða tekið.

Vaka í meirihluta SHÍ

Í dag er fyrsti starfsdagur nýs meirihluta í Stúdentaráði Háskóla Íslands, undir forystu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta eftir frækinn sigur félagsins í Stúdentaráðskosningunum sem haldnar voru þann fjórða og fimmta febrúar sl.

Hvert verður virði séreignasparnaðarins?

Núna eru uppi hugmyndir að leyfa fólki taka út sinn séreignasparnað fyrir þann tíma sem löglegt er að leysa hann út. Hugmyndir þessar voru viðraðar strax eftir bankahrunið sem leið til þess að létta undir hjá fólki sem til þess þurfti. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið málið upp aftur og er gert ráð fyrir að greiða út sparnaðinn um leið og málið fær afgreiðslu á þingi og forseti hefur staðfest lögin.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera upp við valdaskeið sitt

Það er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn horfist í augu við þátt sinn í að skapa þær aðstæður sem uppi eru og ráðist í endurnýjun í hópi fulltrúa sinna.

Burt með hrokann!

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera svo þessir 80 dagar verði ekki að fjórum árum? Er flokkurinn tilbúinn til að líta í eigin barm, sýna smá auðmýkt og umfram allt tilbúinn í endurnýjun?

Ríkið drap kaupmanninn á horninu

Einn tangi af áfengissölustefnu stjórnvalda er algjör dauði litlu hverfisbúðanna. Nýlega lokaði verslunin Þingholt þegar Bónus flutti í hverfið. Það er nöturlegt að ekki sé einu sinni hægt að reka verslun sem þessa á einu alþéttbýlasta svæði landsins.