Vaka í meirihluta SHÍ

Í dag er fyrsti starfsdagur nýs meirihluta í Stúdentaráði Háskóla Íslands, undir forystu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta eftir frækinn sigur félagsins í Stúdentaráðskosningunum sem haldnar voru þann fjórða og fimmta febrúar sl.

Í dag er fyrsti starfsdagur nýs meirihluta í Stúdentaráði Háskóla Íslands, undir forystu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta eftir frækinn sigur félagsins í Stúdentaráðskosningunum sem haldnar voru þann fjórða og fimmta febrúar sl.

Vaka hlaut 2.342 atkvæði, eða 52,25% atkvæða í kosningunum en Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, fékk 2140 atkvæði, eða 47,75% atkvæða. Með því fékk Vaka fimm fulltrúa kjörna í Stúdentaráð en Röskva fjóra. Aldrei hefur meirihluti Stúdentaráðs haft eins mörg atkvæði á bak við sig og hefur hinn nýi meirihluti því sterkt umboð til þess að vinna í þágu stúdenta. Aldrei áður hafa jafn margir stúdentar kosið í Stúdentaráðskosningum en 4.626 stúdentar greiddu atkvæði í kosningunum.

Síðastliðinn föstudag var haldinn skiptafundur í Stúdentaráði, þar sem nýr formaður Stúdentaráðs var kosinn ásamt nýrri stjórn. Nýkjörinn formaður er Hildur Björnsdóttir, 22 ára laga- og stjórnmálafræðinemi. Á næstu dögum verða síðan auglýst störf framkvæmdarstjóra, lánasjóðsfulltrúa, hagsmunafulltrúa, fjölskyldufulltrúa, alþjóðafulltrúa og jafnréttisfulltrúa Stúdentaráðs sem munu ásamt formanni mynda sterka heild á skrifstofu ráðsins á Háskólatorgi.

Komandi starfsár verður mjög krefjandi fyrir nýtt Stúdentaráð. Á þeim erfiðu tímum sem íslenska þjóðin mun ganga í gegnum á næstu misserum er mikilvægt að staðið sé vörð um hagsmuni stúdenta. Mikilvægt er að Háskóli Íslands bjóði nemendum sínum upp á bestu menntun sem völ er á og ekki sé brotið á rétti nemenda í allri þeirri hagræðingu sem mun eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. Með Vöku í forystu Stúdentaráðs eru stúdentar við Háskóla Íslands öryggir með að staðið sé vörð um hagsmuni stúdenta og að Stúdentaráð einbeiti sér ekki að öðrum pólitískum þrætumálum sem varða stúdenta ekki beint. Vaka er tilbúin fyrir þau krefjandi verkefni sem framundan eru og mun láta frumkvæði og framkvæmdargleði, sem einkennt hefur félagið, láta ráða för til að ná tilsettum markmiðum.

Latest posts by Jan Hermann Erlingsson (see all)