Hvert verður virði séreignasparnaðarins?

Núna eru uppi hugmyndir að leyfa fólki taka út sinn séreignasparnað fyrir þann tíma sem löglegt er að leysa hann út. Hugmyndir þessar voru viðraðar strax eftir bankahrunið sem leið til þess að létta undir hjá fólki sem til þess þurfti. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið málið upp aftur og er gert ráð fyrir að greiða út sparnaðinn um leið og málið fær afgreiðslu á þingi og forseti hefur staðfest lögin.

Núna eru uppi hugmyndir að leyfa fólki taka út sinn séreignasparnað fyrir þann tíma sem löglegt er að leysa hann út. Hugmyndir þessar voru viðraðar strax eftir bankahrunið sem leið til þess að létta undir hjá fólki sem til þess þurfti. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið málið upp aftur og er gert ráð fyrir að greiða út sparnaðinn um leið og málið fær afgreiðslu á þingi og forseti hefur staðfest lögin.

Nokkrar spurningar vakna varðandi þessa aðgerð. Til dæmis hefur núverandi ríkisstjórn boðað skattahækkanir og þar sem séreignasparnaður er ekki skattlagður fyrr en fólk leysir hann út, verður það þá forgangsverkefni vinstri stjórnar að hækka skatta fyrst til þess að fá meira inn í ríkiskassann? Maður verður að spyrja sig hvort það sé þess virði að taka út sparnaðinn ef það á að auka skattlagninguna á þá peninga eða hvort það sé þá jafnvel betra að bíða með það til betri tíma.

Annað sem þarf að athuga er hvaða skilyrði eru fyrir því að fólk geti tekið út sparnaðinn. Hvað verður maður að skulda mikið til að fá að taka hann út? En ef það verða engin skilyrði þá er stór spurning hvernig bankarnir taka á þessu? Ef opnað verður fyrir séreignasparnað gætu bankar landsins séð sér leik á borði og sett kröfu á þann pening ef fólk er komið í vond mál, jafnvel gjaldþrota. Er þá ævisparnaðurinn farinn til bankanna vegna þess að fólk vildi taka út sinn sparnað?
Svona mál þarf að skoða gaumgæfilega og algerlega óráð að flýta sér í reglugerðunum, því eins og fólk hefur séð undanfarið þá eru tveir fuglar í skógi ekki alltaf betri en einn í hendi.