Ríkið drap kaupmanninn á horninu

Einn tangi af áfengissölustefnu stjórnvalda er algjör dauði litlu hverfisbúðanna. Nýlega lokaði verslunin Þingholt þegar Bónus flutti í hverfið. Það er nöturlegt að ekki sé einu sinni hægt að reka verslun sem þessa á einu alþéttbýlasta svæði landsins.

Einn tangi af áfengissölustefnu stjórnvalda er algjör dauði litlu hverfisbúðanna. Nýlega lokaði verslunin Þingholt þegar Bónus flutti í hverfið. Það er nöturlegt að ekki sé einu sinni hægt að reka verslun sem þessa á einu alþéttbýlasta svæði landsins.

Það eru tveir hópar sem áfengissala í almennum verslunum mundi breyta litlu fyrir: bindindismenn og áfengissjúklingar. Þeir fyrstu gætu haldið áfram að kaupa ekki áfengi úr Hagkaup í stað þess að kaupa það ekki í Ríkinu. Þegar kemur að þeim síðarnefndu er vitað að aðgangsstýringar á borð við takmörkun á dreifingu hafa lítil áhrif. Lýðheilsurökin þegar kemur að ríkiseinokun á áfengissölu eiga því varla við þessa tvo jaðarhópa. Hins vegar er ljóst að aðgengi þess stóra hluta þjóðfélagsins sem neytir áfengis í hóflegu óhófi mundu batna, og ekki er fráleitt að halda því fram að neysla þess hóps mundi ef til vill aukast. Með tilheyrandi neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina, vilja sumir meina.

Í fyrsta lagi er það skoðun mín að almenn ætti ekki að nota einhverja samfélagsverkfræði til að taka ákvarðanir úr höndum fullburða og fullþroska fólks. En í öðru lagi þá held ég að horfa beri á stóru myndina. Sú stefna að selja áfengi einungis í fáum sérhæfðum verslunum hefur hyglt stórum verslunarkjörnum á kostnað smærri verslana. Í viðleitni sinni til að „svara kalli nútímans“ hefur Ríkið flutt í Kringluna og Smáralind – nálægt stórmörkuðunum og veitt þeim enn meira forskot fyrir vikið.

Bíllinn hefur komið í stað fóta. Litlar hverfisverslanir hafa lagt upp laupanna og öll þjónusta hefur færst á örfáar miðstöðvar sem oftar en ekki liggja fjarri íbúðarbyggð. Í stað líflegs íbúðarmynsturs eins og í Kaupmannahöfn þar sem hægt er að ganga eða hjóla í alla þjónustu þá sitjum við uppi með bandaríska bílaborg.

Holdafar Íslendinga er að verða að alvarlega heilbrigðisvandamáli og tengsl þess vanda við byggðamynstrið er skýr. Það er sorglegt að nær öll þjónusta í hverfum Reykjavíkur, nema kannski hin opinbera barnavistun, sé horfin. Þeirri þróun þarf að snúa við til að búa til mannvæna borg. Afnám einkaleyfis ríkisins á sölu á áfengi væri skref í þá átt.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.