Margir framhalsskólanemar standa nú frammi fyrir því að komast ekki inn í þann skóla sem þeir helst kysu en í staðinn er þeim gert að hefja nám í “hverfisskólanum” sínum samkvæmt nýjum innritunarreglum í framhaldsskóla. Mikil óánægja er með þetta eins og við höfum séð af fréttum undanfarna daga.
Í dag er leikið til úrslita í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Á meðan lítill hópur antisportista fagnar því að fá fréttirnar á RÚV á sinn hefðbundna 19:00 tíma þá skilur þetta eftir blendnar tilfinningar fyrir okkur hin sem höfum notið þess í heilan mánuð að hafa horft á hátt í þrjá fótboltaleiki á dag.
Enn einn kaflinn í bankahrunsuppgjörinu er nú í hápunkti. Hæstiréttur dæmdi nýlega lán í krónum tengd gengi erlendra mynta ólögleg. Hvað það þýðir veit nú enginn en mikilvægt er að halda ró sinni og stefna hratt og örugglega að úrlausn þessa máls enda um samninga upp á hundruð milljarða að ræða og fjárhagsleg heilsa fjölmargra heimila háð lendingu þess.
Um síðastliðna helgi héldu þrír stjórnmálaflokkar stjórnmálafundi fyrir félagsmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund, Samfylkingin hélt flokksstjórnarfund og Vinstri grænir héldu flokksráðsfund. Allir voru fundirnir haldnir í „skugga“ Besta flokksins og rannsóknarskýrslunnar frægu og héldu kannski einhverjir að nú myndu þessir þrír flokkar loksins líta í eigin barm og hefja naflaskoðunina sem kallað er á. Þessir einhverjir hafa vafalítið orðið fyrir vonbrigðum.
Nýverið birtust fréttir af því að gríðarlega verðmætar auðlindir hafi fundist í jörðu í Afganistan. Kopar, lithíum og fleiri málmar sem myndu samsvara einni billjón dollara. Fyrstu viðbrögð margra voru að þarna hafi happadísin loksins gjóað augunum á þetta lánlausa land og þarna væri kominn grundvöllur fyrir efnahagslegri uppbyggingu landsins. Sagan sýnir okkur þó að það er ekki alltaf framhald slíkra lottóvinninga. Ég ætla því að leyfa mér að taka að mér hlutverk málsvara andskotans.
Sá flokkur sem kom einna verst út úr nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum er án nokkurs vafa Samfylkingin. Þessi flokkur, sem var formlega stofnaður í maí árið 2000, átti að skila því vandasama verkefni að sameina öll vinstriöflin á Íslandi undir einn hatt og búa til alvöru mótvægi við stóra flokkinn hægra meginn, Sjálfstæðisflokkinn. Núna 10 árum síðar er ljóst að þessi tilraun er að mistakast.
Nelson Mandela verður alltaf einhvers konar forseti Suður-Afríku í mínum huga. Ég held raunar að svipað gildi um marga íbúa þess ríkis sem hann barðist fyrir og stýrði. Enda hefði Mandela auðveldlega geta verið forseti Suður-Afríku áfram, hefði hann kært sig um það. En hann kaus samt að stíga til hliðar.
Um þessar mundir er hátíðarstemning í sjónvörpum landsmanna þar sem meitlaðir líkamar spyrna knetti og fróðir spekingar greina atferlið. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta stendur núna yfir í fimm vikur við mikla kátínu fjölda fólks. Fólk sem hefur hins vegar ekki áhuga á fótbolta upplifir þetta eins og að fara áratugi aftur í tímann þegar ekkert sjónvarp var í heilan mánuð yfir hásumarið.
Á þessu ári fagna lagadeild Háskóla Íslands og lagadeild Ohio Northern háskóla í Bandaríkjunum 50 ára afmæli samstarfssamnings þeirra á milli.
Í dag, 19. júní, fögnum við Íslendingar kvenréttindadeginum en sama dag árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt. Af því tilefni er ekki úr vegi að líta yfir söguna og kanna þau atvik sem helst mörkuðu spor í baráttu íslenskra kvenna fyrir stjórnmálaþátttöku sinni.
Allur heimurinn stendur nú á öndinni yfir íþróttaviðburði sem á sér fáar hliðstæður. Leikmennirnir eru þeir bestu í heimi, margbrotin saga fylgir þeim í hverju fótmáli, aðdáendur ráða sér vart af ást til eigin liðs og hatri í garð andstæðingsins og spennan magnast með hverjum leik.
Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að HM í fótbolta karla er hafið. Á vinnustöðum, í vinahópum og heitu pottunum eru leikirnir og frammistaða leikmanna krufin til mergjar. Það er eitt orð sem hefur vakið athygli mína sem kemur ótrúlega oft fyrir í skýringum á frammistöðu leikmanna, en það er hið svokallaða sjálfstraust. Nota má þetta orð til að útskýra nánast allt sem gerist inn á fótboltavellinum.
Heimsmeistarakeppnin í S-Afríku fær mikla athygli um þessar mundir en í Bandaríkjunum er ekki síður tekist á í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þar stórveldin Boston og Lakers takast á í annað sinn á þremur árum.
Í dag hefst HM karla í knattspyrnu, sem í daglegu máli er einfaldlega kallað HM í knattspyrnu. Eins og fáir vita verður HM kvenna haldið í Þýskalandi á næsta ári. Vonandi munu menn hafa þor til að leggja þá kynjuðu samkomu af í framtíðinni.
Það má með sanni segja að dagurinn í dag sé nokkurs konar Þorláksmessa þeirra sem fylgjast af lífi og sál með knattspyrnu. Eftirvænting og tilhlökkun fær að leika lausum hala, líkt og hjá yngri kynslóðinni fyrir jólahátíðina, enda ótrúlegar kræsingar sem verða á boðstólum næsta mánuðinn. Hver þjóð bíður spennt að sjá hvers konar gjafir leikmenn þeirra ætla að senda heim frá Suður-Afríku.
Konungsfjölskyldur heimsins eru eftirlæti margra og eru oft mjög vinsælar í sínum heimalöndum. Almenningur fylgist með lífi og leik fjölskyldnanna í slúðurblöðunum og fyrir marga er gifting í konungsfjölskyldum stórhátíð, sem réttlætir það að taka sér frí úr vinnu til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi. En eru konungsfjölskyldurnar ekki að verða úreltar og hvað skyldu þessi eintómu herlegheit kosta fyrir skattgreiðendur?
Þessi uppröðun er vegvísir að því hvernig best sé að byggja upp gott fótboltalandslið og einnig til að hjálpa til við að spá fyrir komandi keppni. Ljóst er að íslenskir fótboltaunnendur ættu að setja kommúníska og fasíska drauma sína á hilluna. Hægt er í langflestum tilfellum að sjá úrslitin fyrirfram ef litið er til pólitískra og efnahagslegra þátta ríkjanna sem keppa
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er vinsælasti íþróttaviðburður í heimi og þar af leiðandi gríðarleg landkynning sem felst í því að halda keppnina. Jafnan er talað um að efnahagur gestgjafanna vænkist þó nokkuð á meðan á keppni stendur sem og í kjölfarið á henni en skiptar skoðanir eru um þau áhrif sem hún mun hafa í Suður-Afríku.
Upp á síðkastið hafa margir lífeyrissjóðir verið að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga sinna. Þessar skerðingar koma í kjölfar mikils taps sjóðanna í bankahruninu og eftirleik þess. Skerðingarnar koma á versta tíma, þegar hagkerfið hefur dregist saman, ríkisfjármálin erfið og velferðarkerfið í nauðvörn. Ástæða er til að velta fyrir sér hvaða fjárfestingar brugðust og hvaða lærdómur verður dreginn til þess að móta fjárfestingarstefnu sjóðanna til framtíðar.
Undanfarna mánuði og ár hafa stjórnmálin tekið miklum breytingum. Mun meiri kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna og til ábyrgðar þeirra á verkum sínum. Þessi jákvæða þróun er afleiðing hrunsins en þá varð öllum ljóst hversu mikil völd voru í höndum stjórnmálamanna og hversu mikil áhrif þessir 63 einstaklingar sem sitja á Alþingi geta haft á daglegt líf almennings.