Fylgis- og leiðtogaleysi Samfylkingarinnar

Sá flokkur sem kom einna verst út úr nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum er án nokkurs vafa Samfylkingin. Þessi flokkur, sem var formlega stofnaður í maí árið 2000, átti að skila því vandasama verkefni að sameina öll vinstriöflin á Íslandi undir einn hatt og búa til alvöru mótvægi við stóra flokkinn hægra meginn, Sjálfstæðisflokkinn. Núna 10 árum síðar er ljóst að þessi tilraun er að mistakast.

Sá flokkur sem kom einna verst út úr nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum er án nokkurs vafa Samfylkingin. Þessi flokkur, sem var formlega stofnaður í maí árið 2000, átti að skila því vandasama verkefni að sameina öll vinstriöflin á Íslandi undir einn hatt og búa til alvöru mótvægi við stóra flokkinn hægra meginn, Sjálfstæðisflokkinn. Núna 10 árum síðar er ljóst að þessi tilraun er að mistakast.

Ef tekið er saman fylgi flokkanna í fimm stærstu sveitarfélögum Suðvesturs hornsins tala tölurnar sínu máli. Samfylkingin var með 19,1 % fylgi í Reykjavík, 28,1% í Kópavogi, 40,9% í Hafnarfirði, 28,5% í Reykjanesbæ og svo 15,3% í Garðabæ. Ef meðalfylgi þessara sveitafélaga er tekið saman þá skilar það Samfylkingunni 26,38% atkvæða. Ef nákvæmlega sama tala er tekin fyrir hjá Sjálfstæðisflokknum úr þessum 5 stæststu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þá kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er með 43,46% fylgi. Svo hafa sumir verið að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að koma illa út út þessum kosningum! Tölurnar eru líka mjög áhugaverðar í ljósi þess að samanlögð kjörskrá þessara fimm sveitarfélaga er yfir 140.000 íbúar.

Annað vandamál sem Samfylkingin er að glíma við þessa dagana er leiðtogaleysi. Jóhanna Sigurðardóttir var beinlínis neydd í formannsstólinn eftir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Miðað við þær vinsældir sem ríkisstjórnin er að mælast með í dag og í raun bara aldur hennar og afrek í starfi forsætisráðherra er ekki líklegt að hún verði formaður lengi. Hún var í raun bara bráðabirgðaformaður.

En hver á þá að taka við flokknum?

Dagur B. Eggertsson er varaformaður og ekki er hann líklegur til afreka miðað við frammistöðu sína í nýafstöðnum kosningum, raunar er hann svo óvinsæll að fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, og einn af guðfeðrum Samfylkingarinnar, Karl Th. Birgisson, sendi Degi skýr skilaboð um að íhuga stöðu sína innan flokksins eftir útreiðina í Reykjavík.

Sumir hafa nefnt Árna Pál Árnason, en honum var hafnað á síðasta landsfundi flokksins og er ekki beint vinsæll í starfi sínu sem félagsmálaráðherra, því verður hann að teljast býsna ólíklegur. Össur Skarphéðinsson ætti einnig að hafa vit á því að koma ekki með ,,comeback”, þá væri flokkurinn bara að hjakka í sama farinu.

Einn einstaklingurinn enn sem nefndur hefur verið er Guðbjartur Hannesson sem var mikið í eldlínunni í Icesave málinu en menn hafa efast um að hann hafi þá pólitísku leiðtogahæfileika sem þarf til að leiða flokkinn í kosningum.

Að lokum hefur nöfnum 365 bræðranna, Sigmundar Ernis og Roberts Marshall, verið kastað fram – slíkt getur bara ekki talist sem framfaraskref.

Af þessum fáu orðum má dæma að Samfylkinguna skortir leiðtoga inn í framtíðina og á meðan svo er þá er ljóst að fylgið mun ekki aukast á næstunni.