Samfélagsleg tilraun í borginni

Undanfarna mánuði og ár hafa stjórnmálin tekið miklum breytingum. Mun meiri kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna og til ábyrgðar þeirra á verkum sínum. Þessi jákvæða þróun er afleiðing hrunsins en þá varð öllum ljóst hversu mikil völd voru í höndum stjórnmálamanna og hversu mikil áhrif þessir 63 einstaklingar sem sitja á Alþingi geta haft á daglegt líf almennings.

Undanfarna mánuði og ár hafa stjórnmálin tekið miklum breytingum. Mun meiri kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna og til ábyrgðar þeirra á verkum sínum. Þessi jákvæða þróun er afleiðing hrunsins en þá varð öllum ljóst hversu mikil völd voru í höndum stjórnmálamanna og hversu mikil áhrif þessir 63 einstaklingar sem sitja á Alþingi geta haft á daglegt líf almennings.

Eftir búsáhaldabyltinguna hefur mikið verið rætt um stjórnmálastéttina og með því gefið í skyn að einstaklingar sem taka þátt í hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum séu ólíkir öðru fólki, séu breyskari, spilltari, undirförlari og hafi oft á tíðum annarleg markmið fyrir þátttöku sinni í stjórnmálum. Á meðan annað fólk sem vill hafa áhrif á þjóðfélagið en gerir það eftir óhefðbundnum leiðum þ.e. utan flokkakerfisins sé laust við alla þessa galla sem fylgi hinum flokksbundnu einstaklingum. Borgarahreyfingin er gott dæmi um þetta. Þegar hún spratt fram var mikið lagt upp úr því að þetta væru bara „venjulegir“ einstaklingar sem vildu vinna fyrir land sitt og þjóð en ekki stjórnmálamenn með annarleg markmið sem stunduðu hrossakaup. Það kom hins vegar á daginn að fulltrúar þessa stjórnmálafls, þessarar hreyfingar voru auðvitað ekkert öðruvísi en aðrir einstaklingar sem tóku sæti á Alþingi. Þau voru alveg jafn breysk, þau stunduðu sín hrossakaup og á endanum sprakk þetta nýja stjórnmálaafl í loft upp vegna svikinna kosningaloforða. Það er ekki hægt að berjast á móti mannlegu eðli, menn eru breyskir hvort sem þeir eru í stjórnmálaflokkum eða ekki.

Það var hins vegar breyting á þessu í kosningabaráttunni fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. Þar settu ákveðnir stjórnmálamenn sig á háan stall gagnvart hinu nýja framboði Besta flokksins með því að beita kjósendur hræðsluáróðri. Inntak þess áróðurs var að listamanninum og grínaranum Jóni Gnarr væri ekki treystandi fyrir velferð barna borgarinnar og með því gefið í skyn að hann væri ekki alvöru stjórnmálamaður. Þetta örþrifaráð stjórnmálamannanna í borginni snérist upp í andhverfu sína og vann gegn þeim á endanum. Almenningur hafði fengið sig fullsaddan af meirihlutaskiptum og argaþrasi í borginni af hálfu allra flokka og var tilbúinn til að veðja á jókerinn.

Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að þessi samfélagslega tilraun borgarbúa verði til þess að stjórnmálin breytist og batni. Þessir nokkru dagar sem liðnir eru frá kosningum gefa ekki tilefni til bjartsýni enda allt ennþá í tómu gríni en það er sjálfsagt að gefa þessu nýja stjórnmálaafli séns á að spreyta sig.

Latest posts by Erla Ósk Ásgeirsdóttir (see all)

Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar

Erla hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2003.