Í kjölfar kosninga til stjórnlagaþings hefur ýmislegt áhugavert komið í ljós. Frá upphafi var áhugi á þinginu lítill sem kristallaðist í lélegri kosningaþátttöku. Kosningarnar voru engu að síður einstakar fyrir þær sakir að í fyrsta sinn var notast við þetta fyrirkomulag og látið reyna á persónukjör.
Eric Cantona, fyrrum knattspyrnumaður og áhugamaður um fljúgandi karatespörk, hefur undanfarið vakið athygli fyrir að hvetja Evrópubúa til nýrrar gerðar byltingar sem á að fara fram í dag, 7. desember. Hann vill að Evrópubúar sameinist um að taka allan peninginn sinn út úr bankanum sínum. Með þessu áhlaupi á alla evrópska banka samtímis vonast hann til að fólki takist að fella fjármálakerfi álfunnar á friðsamlegan hátt.
Fréttir þessa dagana virðast einkennast af tilkynningum um væntanlegan niðurskurð og hækkun gjalda á flestum sviðum þjóðfélagsins. Nú hefur meðal annars verið tilkynnt að gjaldskrá leikskólasviðs Reykjavíkurborgar verði hækkuð um 5,35%. Þessar hækkanir eru afskaplega sorglegar og með þeim er verið að ganga á hlut barna sem ekki hafa tækifæri til að svara fyrir sig.
Fjölmiðlar eru oft taldir endurspegla samfélagið sem við búum í og eiga einnig ríkan þátt í að móta tíðarandann og viðhorf fólks í hinum ýmsu hitamálum. Eitt hitamál virðist alltaf jafneldfimt í samfélaginu, jafnrétti kynjanna, en hér verður það ekki gert að umræðuefni heldur það hvernig fjölmiðlar á Íslandi ýta undir staðlaðar kynjaímyndir og hampa frekar körlum en konum.
Einu sinni var margt fólk. Fólkið átti það sameiginlegt að vera sjálfstætt en að öðru leyti, persónulegu, var það ólíkt. Fólkið stofnaði bandalag og ríki en yfir því var konungur. Konungurinn var gáfaður maður og virðulegur, og annað fólk innan ríkisins, lýðurinn, leit upp til hans. Til hans gat fólkið leitað eftir stuðningi og konungurinn gerði sitt allra besta til þess að gera vel við lýðinn sinn. Svo vel, að lýðurinn taldi sig standa í þakkarskuld við konunginn.
Einu sinni fyrir all nokkrum árum síðan fór ég á fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands. Efnið var stórmerkilegt enda var umræðuefnið ein stærsta framkvæmd í sögu þjóðarinnar, Kárahnjúkavirkjun. Þarna voru saman komnir hagfræðingur, verkfræðingur og náttúruunnandi og allir höfðu þeir sína skoðu á hvort þetta væri skynsamlegt eða ekki. En það sem hefur setið mest í mér síðan þennan dag er ekki niðurstaðan sjálf heldur það sem var sagt.
Ímyndum okkur hinn dæmigerða farsæla stjórnmálamann, hann er yfirleitt góður ræðumaður, harður í horn að taka, stundum pínu skemmtilegur og alveg einstaklega sjálfhverfur. Stjórnmálamenn eru nefnilega alltaf í framboði og reyna við fyrsta tækifæri að selja öllum ágæti sitt.
Kjörsóknin í nýafstöðnum stjórnlagaþingskosningum eru mikil vonbrigði. Einungis rúmur þriðjungur kosningabærra manna sá sér fært um að mæta á kjörstað. Það er versta kjörsókn í sögu íslenska lýðveldisins.
Ein alleiðinlegasta ákvörðun í nútímasögu Íslands var endurreisa Alþingi í Reykjavík en ekki á Þingvöllum. Auðvitað var það skynsamleg ákvörðun. Hér er ekki deilt um það. Reykjavík hafði margfalt betri infrastrúktur (eða öllu heldur einhvern infrastrúktur) til að taka við þessu verkefni. Í Reykjavík voru hús. Á Þingvöllum ekki. Þannig að ákvörðunin var hagkvæm, rökrétt og rétt. En mikið var hún var leiðinleg.
Það hafa eflaust ófáar ungar konur tárast í seinustu viku er fréttir bárust af trúlofun Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, tilvonandi prinsessu. Breskir fjölmiðlar misstu sjónar á öðrum fréttum um stund og fóru hamförum í brúðkaupsundirbúningi; eitt slúðurdagblaðið fékk t.a.m. fatahönnuðina sem gerðu brúðarkjól Díönu prinsessu til að teikna upp nokkra hentuga kjóla fyrir Kate. Hentugir kjólar fyrir Kate voru nokkuð langt frá íburðarmiklum 80’s-brúðarkjól Díönu en trúlofunarhringurinn er sá sami, og sú rómantík mun án efa einnig hafa grætt nokkrar stúlkur. En eiga þær eitthvað meira sameiginlegt, Díana og Kate, fyrir utan hið augljóslega, að giftast báðar prinsum sem báðu þeirra með sama hringnum?
Ég tilheyri hópi B-fólks þegar kemur að svefnvenjum. Ég get ekki með nokkru móti sofnað fyrr en eftir 2 á nóttunni og tel það til kvala og pyntinga að þurfa að vakna fyrir hádegi. Í 22 ár hef ég hins vegar verið þræll A- fólksins svokallaða, sem hefur, af óskiljanlegum ástæðum, tekist að sannfæra samfélagið í heild sinni um ágæti þess að hefja daginn snemma.
Í upphafi mánaðarins var ég í hópi þeirra eitt þúsund einstaklinga sem að komu saman í Laugardalshöll og skiptust á skoðunum um hugsjónalegan grundvöll stjórnarskrárinnar og innihald. Ég verð að játa að þegar að ég fékk bréf í hendurnar með þeim skilaboðum að ég skyldi vera reiðubúinn að sækja þjóðfund um stjórnarskrármál ef kæmi til forfalla aðalmanns var ég lítt upprifinn. Ég taldi fundinn tilgangslausan. Taldi ég augljóst að hann myndi engu skipta og engu skila í vinnu sem ekki nokkur þörf væri á að ráðast í.
Þegar ég hringi heim til Íslands og tala við mömmu mína er mér frekar gjarnt á að segja: „Æ, á ég nokkuð að vera að koma heim? Eru ekki bara allir ógeðslega fúlir, alltaf ógeðslega kalt og lífið bara frekar skítt svona almennt?“ Mamma mín svarar þá að bragði: „Nei. Á Íslandi höfum við hreint vatn beint úr krananum, hreint loft og meirihluti þjóðarinnar hefur þak yfir höfuðið og mat á disknum.“
Mikilvægasta verkefnið sem íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir í dag er að ná upp atvinnustigi og efla hagvöxt. Það er ljóst að kúltúrinn í íslensku samfélagi er á rangri leið þegar sístækkandi hópur einstaklinga og fyrirtækja virðist treysta á að hið opinbera dragi vagn atvinnusköpunar og hagvaxtar. Einkaaðilar eru einfaldlega mun betur til þess fallnir að draga þann vagn, til dæmis með því að fjárfesta í athafnasömu fólki og arðbærum fyrirtækjum.
Á Íslandi hefur ríkt ákveðin stjórnarkreppa frá hruni bankakerfisins árið 2008. Reynt var að slá á þetta ástand með kosningum í apríl í fyrra en færa má rök fyrir því að sú tilraun hafi mistekist. Þessi tiltekna tegund af kreppu lýsir sér þannig að núverandi ríkisstjórn er ein sú allra óvinsælasta í sögu lýðveldisins og kannanir sýna að traust til Alþingis er nánast ekkert.
Á meðan hann lék sér með bestu félagsliðum heims má heldur ekki gleyma því að þá var hann einnig að nudda andstæðingum sínum upp úr grasinu á Laugardalsvelli og um hvippinn og hvappinn. Eiður Smári er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir landslið Íslands en hann og er það vafa undirorpið að einhver muni nokkurn tímann bæta það.
Hvern þann sem dreymir um frægð og frama í kvikmyndaiðnaðinum fer til Hollywood til að komast í hæstu hæðir kvikmyndaiðnaðarins. Í Hollywood má finna gríðarlegan fjölda hæfileikafólks á sviði kvikmynda. Þar má finna aðila sem fjármagna kvikmyndir, framleiða kvikmyndir, leika í kvikmyndum, tæknifólk, sviðsmenn og fjöldamargt fleira. Hollywood er frægasta dæmið um landfræðilegan klasa aðila sem starfa í sama iðnaði. Hollywood er kvikmyndaklasi.
Með dómi yfir Tariq Aziz, er brátt farið að styttast í endastöð réttarhalda yfir samstarfsmönnum Saddam Hussain. Einn samstarfsmaður Saddams Hussain, hefur þó sloppið sérstaklega vel undan refsivendinum, en það er hinn víðfrægi upplýsingafulltrúi Íraks í aðdraganda innrásarinnar, Mohammed Said al-Sahhaf, einnig þekktur sem Bagdad Bob.
Blygðunarkennd er sú kennd sem er ein sú merkilegasta af öllum okkar „kenndum“ í nútíma samfélagi. Almennt er rætt um hana, ekkert fjölskylduboð er ómissandi án þess að einhver tjáir hversu mikið sinni blygðunarkennd sé misboðið. Hvort sem það hafi gerst í þeirra daglega lífi eða eitthvað er tekið upp úr virtum dægurfjölmiðlum. En hvað er blygðunarkennd og af hverju er hún svona stór partur í okkar samfélagi.
Samkvæmt úttekt OECD er íslenska menntakerfið eitt það dýrasta í heimi þegar kostnaður á nemanda er borinn saman. Við erum þannig með nánast tvöfalt dýrara kerfi en Finnar, sem þykja hafa mjög gott menntakerfi. Þrátt fyrir þetta eru laun kennara í meðallagi og árangur íslenskra nemenda í meðallagi. Ófremdarástand er ef til vill ekki rétta orðið, við erum hins vegar ekki að fá það sem við erum að borga fyrir.